flugfréttir

Flugumferðin á pari við það sem var árið 2003

- Flugfélög heimsins þurfa 10.400 milljarða í styrki til að þrauka fram á sumar

18. janúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 10:18

Alexandre de Juniac, formaður IATA, telur að fyrstu áhrifin af afléttingu ferðatakmarkanna vegna dreifingu bóluefnis fari að gæta um mitt árið 2021

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) segir að flugumferðin í heiminum í dag sé á pari við það sem var fyrir
17 árum síðan og sé fjöldi flugvéla í háloftunum í farþegaflugi því álíka mikill og var árið 2003.

Ástæðan er vitaskuld vegna áhrifanna sem gætir af heimsfaraldrinum og segir ICAO að ólíklegt sé að árið 2021 verði eitthvað mikið betra fyrir flugfélögin þó sennilegt er að einhverjum bata verði náð.

ICAO segir að 51% færri farþegar ferðuðust með flugi í millilandaflugi árið 2020 samanborðið við árið 2019. Er því talið að 2.8 milljarðar færri farþegar hafi ferðast með flugi í fyrra vegna heimsfaraldursins og þar af leiðandi hafi flugfélögin í heiminum tapað yfir 390 milljörðum Bandaríkjadölum sem jafngildir yfir 50.900 milljörðum í íslenskum krónum.

Alexandre de Juniac, formaður ICAO, segir að flugfélögin í heiminum þurfi mun meira fjármagn til þess að þrauka í gegnum faraldurinn sem er ekki nærri því á enda og telur hann að flugfélög heimsins þurfi allt að 70 til 80 milljarða Bandaríkjadali frá ríkisstjórnum sinna landa en sú upphæð bætist ofan á þá 170 milljarða sem flugfélögin hafa nú þegar fengið í styrki.

ICAO telur að fleiri flugfélög eigi eftir að verða gjaldþrota á þessu ári

Alexandre segir að þessir 70 til 80 milljarðar myndu aðeins duga flugfélögunum fram á sumar sem er sá tími sem talið er að von sé á því að fyrstu ferðatakmarkanirnar verði afnumdar þar sem áhrifin af dreifingu bóluefnis verði farið að gæta.

Alexandre segir að ekki eru öll flugfélög sem eiga eftir að ná að þrauka þennan tíma og segir hann að í dag hafi um 35 til 40 flugfélög nú þegar orðið gjaldþrota vegna heimsfaraldursins og sé von á því að við eigum eftir að sjá fleiri gjaldþrot árið 2021.  fréttir af handahófi

Auður Ýr ráðin forstöðumaður flugverndar hjá Isavia

8. febrúar 2021

|

Auður Ýr Sveinsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns flugverndar hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli.

American og United draga til baka 27.000 uppsagnir

11. mars 2021

|

Bæði American Airlines og United Airlines eru hætt við að segja upp um 27.000 starfsmönnum eins og til stóð eftir að ríkisstjórn Bandaríkjanna ákvað að greiða út björgunarpakka vegna heimsfaraldursins

Í viðræðum við Boeing og Airbus um kaup á smærri þotum

17. febrúar 2021

|

Lufthansa á nú í viðræðum bæði við Boeing og Airbus um möguleg kaup á smærri farþegaþotum þar sem flugfélagið þýska stefnir á að hætta með stórar þotur á borð við Airbus A380 og Boeing 747 vegna brey

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

Qantas ætlar að fljúga öllum risaþotunum aftur

14. apríl 2021

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

Qantas staðráðið í að hefja millilandaflug að nýju í haust

13. apríl 2021

|

Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

Farþegar höfða mál í kjölfar bilunar í hreyfli hjá United

13. apríl 2021

|

Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu

TAROM setur helming flugflotans á sölu

13. apríl 2021

|

Rúmenska flugfélagið TAROM hefur ákveðið að setja á sölu allar þær Airbus A318 þotur sem félagið hefur en TAROM er eitt af þeim örfáu flugfélögum í heiminum sem hefur ennþá þessa minnstu farþegaþotu,

Banna flug sem tekur minna en tvo og hálfan tíma með lest

12. apríl 2021

|

Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu tillögu um reglugerð sem bannar flugferðir í innanlandsflugi í Frakklandi sem farþegar geta ferðast með lestum ef lestarferðin tekur styttri tí

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00