flugfréttir

IAG mun kaupa Air Europa fyrir helmingi lægra verð

20. janúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 13:06

Búið verður að ganga frá samrunanum á síðari helming ársins 2020

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var um fyrirhuguð kaup í nóvember í fyrra.

Til stóð að IAG myndi kaupa Air Europa fyrir einn milljarð evra en í yfirlýsingu frá IAG kemur fram að samið hefur verið um kaupverð upp á 500 milljónir evra í ljósi ástandsins í flugiðnaðinum.

Með kaupunum mun IAG fá aukið aðgengi að markaðnum í Suður-Ameríku og Mið-Ameríku en Air Europa flýgur meðal annars langflug til áfangastaða í Paraguay, Brasilíu, Argentínu, Perú, Kólombíu, Uruguay, Panama, Bólivíu auk Kúbu.

Air Europa hefur í dag 52 þotur í flota sínum eða sextán færri þotur en í nóvember þegar fyrst var greint frá kaupunum en allar þoturnar eru teknar á leigu. Air Europa skilaði inn hagnaði eftir árið 2019 upp á 11 milljarða króna en umsvif félagsins í fyrra drógust saman um 70 prósent vegna heimsfaraldursins.

Air Europa var stofnað árið 1986 og er félagið þriðja stærsta flugfélag Spánar á eftir Iberia og Vueling en vinsælustu áfangastaðir félagsins eru Mallorca og Tenerife.  fréttir af handahófi

Nýtt flugfélag á Kanarí hefur áætlunarflug í júní

14. febrúar 2021

|

Kanaríeyjar eru í þann mund að fara að eignast sitt eigið flugfélag sem mun sinna áætlunarflugi á milli eyjanna og meginlands Evrópu en hingað til hefur Kanarí aðeins haft flugfélag sem sinnir flugi

Deilur milli Qatar Airways og fjögurra landa senn á enda

5. janúar 2021

|

Svo gæti farið að stjórnvöld í þremur löndum á Arabíuskaganum ætli loksins að leyfa Qatar Airways að fljúga í gegnum lofthelgi landanna á ný en löndin hafa í þrjú ár meinað Qatar Airways aðgengi að l

Íhuga sjöundu flugbrautina í Denver

25. janúar 2021

|

Stjórn flugvallarins í Denver í Bandaríkjunum íhugar nú að láta verða að framkvæmdum á nýrri flugbraut sem yrði þá sjöunda flugbrautin á vellinum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta flug Singapore Airlines með Boeing 737 í 25 ár

5. mars 2021

|

Singapore Airlines hefur hafið aftur áætlunarflug með Boeing 737 þotum eftir 25 ára hlé en félagið hefur eingöngu verið með stórar breiðþotur í flota sínum sl. ár.

Norwegian hættir við 737 MAX

4. mars 2021

|

Norska lágfargjaldarfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta alfarið með Boeing 737 MAX þoturnar og halda sig einungis við Boeing 737-800.

Versta ár í sögu Lufthansa

4. mars 2021

|

Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aldrei í 68 ára sögu flugfélagsins orðið fyrir eins miklu tekjutapi líkt og í fyrra en Lufthansa Group tilkynnti í morgun afkomu fyrirtækisins fyrir árið 2020.

Flyr undirbýr sig fyrir samkeppni í Noregi

3. mars 2021

|

Nýja norska sprotaflugfélaginu Flyr hefur tekist að safna um 8.8 milljörðum króna í stofnfé eftir hlutafjárútboð sem fram fór í Ósló og stefnir félagið á að hefja farþegaflug í sumar.

Austrian finnur kaupanda að þremur Boeing 767 þotum

3. mars 2021

|

Austurríska flugfélaginu Austrian Airlines hefur tekist að finna kaupanda að þeim þremur Boeing 767-300ER breiðþotum sem félagið hefur reynt að selja.

Konum í flugnámi fer fjölgandi

2. mars 2021

|

Nemendum við Flugakademíu Íslands fer enn fjölgandi en 268 nemendur stunda nú nám við skólann. Þar af leggja flestir stund á atvinnuflugmannsnám eða 231. Fjórðungur nemenda skólans eru konur en hefur

Sérstök viðurkenning fyrir hreinlæti á Covid-tímum

2. mars 2021

|

Keflavíkurflugvöllur er í hópi með 15 öðrum flugvöllum í Evrópu sem hljóta sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á síðasta ári.

United pantar 25 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

1. mars 2021

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur lagt inn nýja pöntun til Boeing í 25 farþegaþotur til viðbótar af gerðinni Boeing 737 MAX.

Köttur réðst á flugstjóra í stjórnklefa á Boeing 737 þotu

1. mars 2021

|

Þota af gerðinni Boeing 737 þurfti að snúa við til Khartoum í Súdan í seinustu viku eftir að köttur réðst á flugstjóra í stjórnklefa vélarinnar skömmu eftir flugtak.

Kínverjar ekki tilbúnir að leyfa 737 MAX að fljúga strax

1. mars 2021

|

Flugmálayfirvöld í Kína eru ekki tilbúin til þess að gefa út vottun strax fyrir Boeing 737 MAX þoturnar og aflétta flugbanni vélanna þar í landi.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00