flugfréttir
Norska ríkið reiðubúið að aðstoða Norwegian
- Hafa meiri trú á nýrri rekstaráætlun félagsins og tilbúnir að aðstoða félagið

Hluti af flugflota Norwegian á Gardermoen-flugvellinum í Osló
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.
Ákvörðun norska ríkisins kom í kjölfar nýrrar rekstaráætlunar sem Norwegian birti en í henni
er meðal annars gert ráð fyrir því að félagið muni ekki halda áfram lágfargjaldarflugi yfir
Atlantshafið til Norður-Ameríku þar sem félagið ætlar að einblína eingöngu á flug
innan Evrópu.
Þá stefnir Norwegian á að draga úr skuldum félagsins niður í tæpa 300 milljarða króna
og safna nýju fjármagni fyrir allt að 75 milljarða sem mun gera rekstur félagsins sjálfbæran á ný.
Þessi nýja viðskiptaáætlun hefur svo sannarlega látið norska ríkið skipta um skoðun en
ríkisstjórn Noregs hafði í október sl. haust neitað því alfarið að veita Norwegian styrk af neinu
tagi sem knúði félagið til þess að fara fram á gjaldþrotavernd á Írlandi.
„Áætlunin þeirra virðist vera mun markvissari en sú sem við sáum í október sem er ástæða þess
að við erum mun jákvæðari núna fyrir því að leggja okkar af mörkum“, segir Iselin Nybø, iðnaðarráðherra
Noregs.
Hinsvegar eru nokkrar forsendur sem Norwegian þarf að uppfylla til þess að fá aðgang að láni
frá norska ríkinu og þarf félagið til að mynda að ná að safna fyrst um 68 milljörðum króna
inn í reksturinn.
Þá vill ríkisstjórn Noregs vera viss um að Norwegian geti haldið áfram uppi áreiðanlegum
flugsamgöngum til og frá Noregi eftir að heimsfaraldurinn er á enda.
„Með nýja viðskiptaáætlun og vilyrði fyrir aðstoð frá norska ríkinu þá erum við bjartsýn á að við
náum að laða að fjárfesta og þá náum við að fara í gegnum endurreisnarferlið“, segir Jacob
Schram, framkvæmdarstjóri Norwegian.


25. febrúar 2021
|
Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

11. febrúar 2021
|
Air Namibia hefur stöðvað alla starfsemi sína þegar í stað frá og með deginum í dag og hefur allt áætlunarflug á vegum félagsins verið fellt niður.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

5. mars 2021
|
Singapore Airlines hefur hafið aftur áætlunarflug með Boeing 737 þotum eftir 25 ára hlé en félagið hefur eingöngu verið með stórar breiðþotur í flota sínum sl. ár.

4. mars 2021
|
Norska lágfargjaldarfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta alfarið með Boeing 737 MAX þoturnar og halda sig einungis við Boeing 737-800.

4. mars 2021
|
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aldrei í 68 ára sögu flugfélagsins orðið fyrir eins miklu tekjutapi líkt og í fyrra en Lufthansa Group tilkynnti í morgun afkomu fyrirtækisins fyrir árið 2020.

3. mars 2021
|
Nýja norska sprotaflugfélaginu Flyr hefur tekist að safna um 8.8 milljörðum króna í stofnfé eftir hlutafjárútboð sem fram fór í Ósló og stefnir félagið á að hefja farþegaflug í sumar.

3. mars 2021
|
Austurríska flugfélaginu Austrian Airlines hefur tekist að finna kaupanda að þeim þremur Boeing 767-300ER breiðþotum sem félagið hefur reynt að selja.

2. mars 2021
|
Nemendum við Flugakademíu Íslands fer enn fjölgandi en 268 nemendur stunda nú nám við skólann. Þar af leggja flestir stund á atvinnuflugmannsnám eða 231. Fjórðungur nemenda skólans eru konur en hefur

2. mars 2021
|
Keflavíkurflugvöllur er í hópi með 15 öðrum flugvöllum í Evrópu sem hljóta sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á síðasta ári.

1. mars 2021
|
Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur lagt inn nýja pöntun til Boeing í 25 farþegaþotur til viðbótar af gerðinni Boeing 737 MAX.