flugfréttir
Nauðlenti á hraðbraut í Texas

Cessna 150 flugvélin á hraðbrautinni í bænum Gainsville í Texas í Bandaríkjunum í gær
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.
Flugvélin, sem er af gerðinni Cessna 150, var á flugi í nágrenninu þegar upp komu gangtruflanir í mótornum og þurfi flugmaðurinn að lenda vélinni sem fyrst.
Ivan Martinez, flugmaður vélarinnar, tilkynnti í gærkvöldi um gangtruflanir í mótornum
en með honum í vélinni var farþegi sem einnig er flugmaður, Sergio Guardado, að nafni.
Sá flugmaður hefur meiri reynslu en Martinez og tók hann við stjórninni og valdi hann þann
stað sem hann taldi besta lendingarstaðinn til þess að nauðlenda sem var Interstate 35 hraðbrautin.
Flugvélin nauðlenti á þeirri hraðbraut í bænum Gainsville, skammt norður af Dallas, og tókst
lendingin giftusamlega en stór flutningabíll náði þó ekki að forðast flugvélina og rakst trukkurinn
utan í vinstri væng vélarinnar.
Engan sakaði um borð né á jörðu niðri. Flugvélin er 52 ára gömul, smíðuð árið 1969, og er hún skráð í bænum Yellville í Arkansas.


26. janúar 2021
|
Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines er bjartsýnt á horfurnar í fluginu í ár og ætlar félagið að endurráða um 400 flugmenn fyrir sumarið.

25. janúar 2021
|
Hjól féll til jarðar af lítilli flugvél í Chicago í Illinois í Bandaríkjunum í seinustu viku en dekkið endaði í garði við einbýlishús.

22. febrúar 2021
|
Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

5. mars 2021
|
Singapore Airlines hefur hafið aftur áætlunarflug með Boeing 737 þotum eftir 25 ára hlé en félagið hefur eingöngu verið með stórar breiðþotur í flota sínum sl. ár.

4. mars 2021
|
Norska lágfargjaldarfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta alfarið með Boeing 737 MAX þoturnar og halda sig einungis við Boeing 737-800.

4. mars 2021
|
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aldrei í 68 ára sögu flugfélagsins orðið fyrir eins miklu tekjutapi líkt og í fyrra en Lufthansa Group tilkynnti í morgun afkomu fyrirtækisins fyrir árið 2020.

3. mars 2021
|
Nýja norska sprotaflugfélaginu Flyr hefur tekist að safna um 8.8 milljörðum króna í stofnfé eftir hlutafjárútboð sem fram fór í Ósló og stefnir félagið á að hefja farþegaflug í sumar.

3. mars 2021
|
Austurríska flugfélaginu Austrian Airlines hefur tekist að finna kaupanda að þeim þremur Boeing 767-300ER breiðþotum sem félagið hefur reynt að selja.

2. mars 2021
|
Nemendum við Flugakademíu Íslands fer enn fjölgandi en 268 nemendur stunda nú nám við skólann. Þar af leggja flestir stund á atvinnuflugmannsnám eða 231. Fjórðungur nemenda skólans eru konur en hefur

2. mars 2021
|
Keflavíkurflugvöllur er í hópi með 15 öðrum flugvöllum í Evrópu sem hljóta sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á síðasta ári.

1. mars 2021
|
Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur lagt inn nýja pöntun til Boeing í 25 farþegaþotur til viðbótar af gerðinni Boeing 737 MAX.