flugfréttir
Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar
- Munu fljúga tvisvar í viku milli Keflavíkur og Manchester

Flugvélar frá flugfélaginu Jet2.com
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvallar og Manchester-flugvallar á mánudögum og fimmtudögum frá apríl til október á næsta ári.
Hægt verður að kaupa stakt flugfar með Jet2.com eða pakkaferð til Íslands með Jet2City Break. Þannig er veitt svar við eftirspurn Breta eftir ferðum til Íslands en einnig fá Íslendingar aðgengi að Manchester-borg og Norðvestur-Englandi. Jet2.com og Jet2City Break hófu flug til Íslands árið 2019.
„Við vitum að það er mikil eftirspurn eftir flugi og borgarferðum til Íslands frá viðskiptavinum okkar,“ segir Steve Heapy, forstjóri Jet2.com og Jet2holidays. „Það er okkur mikið gleðiefni að geta boðið upp á flug og borgarferðir fyrir sumarið 2022 frá Manchester-flugvelli. Það er mikil uppsöfnuð eftirspurn og við vitum að flug- og borgarferðir okkar verða vinsælar.“
„Við á Keflavíkurflugvelli erum einkar ánægð með að góðir samstarfsaðilar okkar hjá Jet2.com hafi ákveðið að framlengja vetraráætlun sína inn í sumarið,“ segir Grétar Már Garðarsson, forstöðumaður flugfélaga og leiðaþróunar hjá Isavia.
„Tilkynning um nýja flugleið frá Manchester til Íslands sumarið 2022 á þessum óvissutímum eykur trú okkar á að ferðaþjónustan muni vaxa á ný og sýnir einnig að Jet2.com hefur trú á markaðnum á Íslandi.“


2. janúar 2021
|
Bandaríska flugfélagið JetBlue Airlines byrjaði nýja árið með stæl er félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus A220 þotu sem framleidd var í verksmiðjum Airbus í Mobile í Alabama í Bandaríkjunum.

5. janúar 2021
|
Svo gæti farið að stjórnvöld í þremur löndum á Arabíuskaganum ætli loksins að leyfa Qatar Airways að fljúga í gegnum lofthelgi landanna á ný en löndin hafa í þrjú ár meinað Qatar Airways aðgengi að l

8. febrúar 2021
|
Eldur kom upp í einkaþotu eftir að hún lenti með hjólastellið uppi í París í Frakklandi í morgun.

5. mars 2021
|
Singapore Airlines hefur hafið aftur áætlunarflug með Boeing 737 þotum eftir 25 ára hlé en félagið hefur eingöngu verið með stórar breiðþotur í flota sínum sl. ár.

4. mars 2021
|
Norska lágfargjaldarfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta alfarið með Boeing 737 MAX þoturnar og halda sig einungis við Boeing 737-800.

4. mars 2021
|
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aldrei í 68 ára sögu flugfélagsins orðið fyrir eins miklu tekjutapi líkt og í fyrra en Lufthansa Group tilkynnti í morgun afkomu fyrirtækisins fyrir árið 2020.

3. mars 2021
|
Nýja norska sprotaflugfélaginu Flyr hefur tekist að safna um 8.8 milljörðum króna í stofnfé eftir hlutafjárútboð sem fram fór í Ósló og stefnir félagið á að hefja farþegaflug í sumar.

3. mars 2021
|
Austurríska flugfélaginu Austrian Airlines hefur tekist að finna kaupanda að þeim þremur Boeing 767-300ER breiðþotum sem félagið hefur reynt að selja.

2. mars 2021
|
Nemendum við Flugakademíu Íslands fer enn fjölgandi en 268 nemendur stunda nú nám við skólann. Þar af leggja flestir stund á atvinnuflugmannsnám eða 231. Fjórðungur nemenda skólans eru konur en hefur

2. mars 2021
|
Keflavíkurflugvöllur er í hópi með 15 öðrum flugvöllum í Evrópu sem hljóta sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á síðasta ári.

1. mars 2021
|
Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur lagt inn nýja pöntun til Boeing í 25 farþegaþotur til viðbótar af gerðinni Boeing 737 MAX.