flugfréttir

Ryanair sakar franska ríkið um að mismuna lágfargjaldafélögum

15. febrúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 10:27

Boeing 737-800 þotur Ryanair

Ryanair hefur ítrekað óánægju sína yfir ákvörðun frönsku ríkisstjórnarinnar um að veita frekari fjárhagslega aðstoð til Air France og segir félagið að lítið sem ekkert sé gert til að koma til móts við þau lágfargjaldaflugfélög sem séu umsvifamikil í flugsamgöngum til og frá Frakklandi.

Jean-Baptiste Djebbari, samgönguráðherra Frakklands, sem einnig er flugmaður, hefur svarað ummælum Ryanair og tekur fram að aðeins sé verið að framfylgja reglugerðum frá Evrópusambandinu sem fela meðal annars í sér aðgerðir til að tryggja heilbrigða samkeppni og tekur hann fram að umsvif lágfargjaldaflugfélaga eigi það til að hafa neikvæð áhrif á markaðinn.

Djebbari nefnir að starfshættir lágfargjaldaflugfélaga fela oft í sér að ráða sjálfstæða verktaka til starfa sem fyrirgerir rétti þeirra flugfélaga til þess að fara fram á fjárhagslega aðstoð frá öðru landi eða forgang er kemur að úthlutun á afgreiðsluplássum á flugvöllum.

Ryanair hefur mótmælt því harðlega að Air France sé að fá fjárhagslega aðstoð og nefnt að lágfargjaldafélagið írska ætti þá í minnsta lagi fá úhlutað einhverjum afgreiðsluplássum á Orly-flugvellinum í París.

Djebbari segir að franska ríkið sé enn ekki búið að ákveða endurfjármögnun til Air France en Air France fékk fjárhagslega aðstoð í fyrra frá franska ríkinu upp á 7 milljarða evra en af því voru 3 milljarðar í formi láns og er tekið fram að það sé allt í samræmi við reglugerðir frá Evrópusambandinu.

„Ef enn ein önnur ólögleg fjárhagsaðstoð mun eiga sér stað til Air France þá þarf að grípa til aðgerða til þess að viðhalda heilbrigðri samkeppni í flugi til og frá Frakklandi og til þess að tryggja hagsmuni franskra viðskiptavina og þeirra sem heimsækja Frakkland“, segir í yfirlýsingu frá Ryanair.  fréttir af handahófi

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

Rifrildi milli flugmanns og flugþjóns varð að slagsmálum

16. mars 2021

|

Flugmálayfivöld í Kína hafa meinað kínverska flugfélaginu Donghai Airlines að bæta við sig tíðni né fjölga áfangastöðum í kjölfar atviks eftir að slagsmál brutust út meðal tveggja áhafnarmeðlima.

Boeing 737 MAX fær að fljúga á ný í Evrópu

27. janúar 2021

|

Evrópsk flugmálayfirvöld (EASA), hafa gefið aftur út flughæfnisvottun fyrir Boeing 737 MAX þoturnar sem þýðir að vélarnar geta farið að fljúga aftur um evrópska lofthelgi á næstunni og hefur 22 mánað

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

Qantas ætlar að fljúga öllum risaþotunum aftur

14. apríl 2021

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

Qantas staðráðið í að hefja millilandaflug að nýju í haust

13. apríl 2021

|

Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

Farþegar höfða mál í kjölfar bilunar í hreyfli hjá United

13. apríl 2021

|

Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu

TAROM setur helming flugflotans á sölu

13. apríl 2021

|

Rúmenska flugfélagið TAROM hefur ákveðið að setja á sölu allar þær Airbus A318 þotur sem félagið hefur en TAROM er eitt af þeim örfáu flugfélögum í heiminum sem hefur ennþá þessa minnstu farþegaþotu,

Banna flug sem tekur minna en tvo og hálfan tíma með lest

12. apríl 2021

|

Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu tillögu um reglugerð sem bannar flugferðir í innanlandsflugi í Frakklandi sem farþegar geta ferðast með lestum ef lestarferðin tekur styttri tí

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00