flugfréttir

Finnair mun sjá um niðurrif á þotu í fyrsta sinn

- Ætla að nýta elstu Airbus A319 þotuna í varahluti

16. febrúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 16:31

Airbus A319 þotan sem Finnair ætlar að sjá sjálft um að rífa niður í brotajárn

Finnska flugfélagið Finnair hefur ákveðið að rífa niður í brotajárn eina af þeim Airbus A319 þotum sem félagið hefur í flota sínum.

Þotan, sem var afhent til félagsins árið 2002, er 21 árs gömul og hefur Finnair komist að því að flugvélin sé betur nýtt í varahluti fyrir hinar Airbus A319 þoturnar en félagið hefur sjö A319 þotur í sínum flota.

Flugvélin verður rifin niður á flugvellinum í Helsinki og verða íhlutir, sæti, hjólabúnaður, stjórntæki og annar búnaður notaður sem varahlutir í hinar flugvélarnar en fram kemur að þetta sé í fyrsta skipti sem að Finnair ræðst í niðurrif sem fram fer í Finnlandi.

Að öðru leyti hefði Finnair sent flugvélina í niðurrif til fyrirtækja sem sérhæfa sig í brotajárni á borð við fyrirtækin End-of-Life Solutions (AELS) í Hollandi eða hjá Air Salvege International á Englandi en í þetta skipti ákvað Finnair að taka verkið að sér og láta flugvirkja félagsins um vinnuna.

Airbus A319 þotan sem fer í niðurrif ber skráninguna OH-LVH og er hún elsta A319 þotan hjá Finnair sem fékk þotuna afhenta árið 2002 en flugvélin var áður í rekstri hjá Sabena í Belgíu sem varð gjaldþrota árið 2001.  fréttir af handahófi

Köttur uppgötvaðist læstur í stjórnklefa á Boeing 737 þotu

8. febrúar 2021

|

Köttur uppgötvaðist í stjórnklefa á Boeing 737 þotu hjá ísraelska flugfélaginu El Al Israel Airlines á dögunum en þotan hafði verið kyrrsett frá því 24. janúar og má því áætla að kisi hafi dvalið í n

Enn eitt flugfélagið hættir með Boeing 747

4. janúar 2021

|

Enn eitt flugfélagið hefur tilkynnt um endalok júmbó-þotunnar í farþegaflugi en taívanska flugfélagið China Airlines hefur ákveðið að hætta með Boeing 747-400 þoturnar í næsta mánuði.

Framleiðsla á stéli fyrir 737 MAX mun flytjast til Indlands

5. febrúar 2021

|

Boeing hefur tilkynnt að til standi að flytja framleiðslu á lóðréttum stélflötum á stéli á Boeing 737 MAX þotunum til Indlands.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta flug Singapore Airlines með Boeing 737 í 25 ár

5. mars 2021

|

Singapore Airlines hefur hafið aftur áætlunarflug með Boeing 737 þotum eftir 25 ára hlé en félagið hefur eingöngu verið með stórar breiðþotur í flota sínum sl. ár.

Norwegian hættir við 737 MAX

4. mars 2021

|

Norska lágfargjaldarfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta alfarið með Boeing 737 MAX þoturnar og halda sig einungis við Boeing 737-800.

Versta ár í sögu Lufthansa

4. mars 2021

|

Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aldrei í 68 ára sögu flugfélagsins orðið fyrir eins miklu tekjutapi líkt og í fyrra en Lufthansa Group tilkynnti í morgun afkomu fyrirtækisins fyrir árið 2020.

Flyr undirbýr sig fyrir samkeppni í Noregi

3. mars 2021

|

Nýja norska sprotaflugfélaginu Flyr hefur tekist að safna um 8.8 milljörðum króna í stofnfé eftir hlutafjárútboð sem fram fór í Ósló og stefnir félagið á að hefja farþegaflug í sumar.

Austrian finnur kaupanda að þremur Boeing 767 þotum

3. mars 2021

|

Austurríska flugfélaginu Austrian Airlines hefur tekist að finna kaupanda að þeim þremur Boeing 767-300ER breiðþotum sem félagið hefur reynt að selja.

Konum í flugnámi fer fjölgandi

2. mars 2021

|

Nemendum við Flugakademíu Íslands fer enn fjölgandi en 268 nemendur stunda nú nám við skólann. Þar af leggja flestir stund á atvinnuflugmannsnám eða 231. Fjórðungur nemenda skólans eru konur en hefur

Sérstök viðurkenning fyrir hreinlæti á Covid-tímum

2. mars 2021

|

Keflavíkurflugvöllur er í hópi með 15 öðrum flugvöllum í Evrópu sem hljóta sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á síðasta ári.

United pantar 25 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

1. mars 2021

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur lagt inn nýja pöntun til Boeing í 25 farþegaþotur til viðbótar af gerðinni Boeing 737 MAX.

Köttur réðst á flugstjóra í stjórnklefa á Boeing 737 þotu

1. mars 2021

|

Þota af gerðinni Boeing 737 þurfti að snúa við til Khartoum í Súdan í seinustu viku eftir að köttur réðst á flugstjóra í stjórnklefa vélarinnar skömmu eftir flugtak.

Kínverjar ekki tilbúnir að leyfa 737 MAX að fljúga strax

1. mars 2021

|

Flugmálayfirvöld í Kína eru ekki tilbúin til þess að gefa út vottun strax fyrir Boeing 737 MAX þoturnar og aflétta flugbanni vélanna þar í landi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00