flugfréttir
Í viðræðum við Boeing og Airbus um kaup á smærri þotum

Lufthansa hefur fjórtán Airbus A380 risaþotur í flota sínum
Lufthansa á nú í viðræðum bæði við Boeing og Airbus um möguleg kaup á smærri farþegaþotum þar sem flugfélagið þýska stefnir á að hætta með stórar þotur á borð við Airbus A380 og Boeing 747 vegna breyttra aðstæðna í fluginu.
Þetta kom fram á málþingi sem fram fór í London sl. mánudag þar sem Carsten Spohr, framkvæmdarstjóri
Lufthansa, tók til máls en hann tók fram að 29. janúar árið 2020 hafi verið upphafið
af áhrifunum af kreppunni er Lufthansa felldi niður allt flug til Kína og í kjölfarið fylgdu fleiri áfangastaðir
sem félagið hætti að fljúga til í langflugi.
„Seinasta vor komu dagar þar sem við flugum aðeins með 1 prósent af hefðbundnum farþegafjölda. Á
venjulegum degi hafa um 300.000 til 350.000 farþegar flogið með Lufthansa en það komu dagar
þar sem það voru aðeins nokkur þúsund farþegar um borð í flugvélunum okkar“, segir Spohr.
Lufthansa þurfti að leggja um 700 flugvélum af þeim átta hundruð sem eru í flotanum og þá voru
allar fjórtán risaþoturnar settar í geymslu.
Spohr segir að Lufthansa Group hafi þurft að endurskoða alla rekstrarstefnu fyrirtækisins og hafi
heimsfaraldurinn orðið til þess að nauðsynlegt sé að aðlaga flotann eins fljótt og hægt er að nýju
umhverfi til þess að lágmarka tapið sem heimsfaraldurinn hefur orsakað.
„Við erum að semja bæði við Boeing og Airbus um pöntun á smærri og hagkvæmari flugvélakosti
til að innleiða í flotann og munu þær koma í stað þeirra stóru og eldri flugvéla sem hafa verið í
geymslu sem eru Boeing 747 og Airbus A380“, segir Spohr.


14. desember 2020
|
Ekki stendur til að aflýsa rússnesku flugsýningunni MAKS sem fram fer á næsta ári þrátt fyrir að búið sé að aflýsa bæði Paris Air Show flugsýninginni og Farnborough flugsýningunni í Bretlandi.

4. janúar 2021
|
Qatar Airways er í dag orðið það flugfélag sem hefur flestar Airbus A350 breiðþotur í sínum flota af öllum flugfélögum.

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

5. mars 2021
|
Singapore Airlines hefur hafið aftur áætlunarflug með Boeing 737 þotum eftir 25 ára hlé en félagið hefur eingöngu verið með stórar breiðþotur í flota sínum sl. ár.

4. mars 2021
|
Norska lágfargjaldarfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta alfarið með Boeing 737 MAX þoturnar og halda sig einungis við Boeing 737-800.

4. mars 2021
|
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aldrei í 68 ára sögu flugfélagsins orðið fyrir eins miklu tekjutapi líkt og í fyrra en Lufthansa Group tilkynnti í morgun afkomu fyrirtækisins fyrir árið 2020.

3. mars 2021
|
Nýja norska sprotaflugfélaginu Flyr hefur tekist að safna um 8.8 milljörðum króna í stofnfé eftir hlutafjárútboð sem fram fór í Ósló og stefnir félagið á að hefja farþegaflug í sumar.

3. mars 2021
|
Austurríska flugfélaginu Austrian Airlines hefur tekist að finna kaupanda að þeim þremur Boeing 767-300ER breiðþotum sem félagið hefur reynt að selja.

2. mars 2021
|
Nemendum við Flugakademíu Íslands fer enn fjölgandi en 268 nemendur stunda nú nám við skólann. Þar af leggja flestir stund á atvinnuflugmannsnám eða 231. Fjórðungur nemenda skólans eru konur en hefur

2. mars 2021
|
Keflavíkurflugvöllur er í hópi með 15 öðrum flugvöllum í Evrópu sem hljóta sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á síðasta ári.

1. mars 2021
|
Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur lagt inn nýja pöntun til Boeing í 25 farþegaþotur til viðbótar af gerðinni Boeing 737 MAX.