flugfréttir
Markaðsvirði á A380 risaþotum lækkar um 50 prósent

Airbus A380 risaþotur frá Air France hafa verið í langtímageymslu frá því um vorið 2020
Fyrirtækið International Bureau of Aviation (IBA) hefur gert úttekt á almennu verðgildi á farþegaflugvélum þar sem meðal annars kemur fram að verð á risaþotunni hefur minnkað um næstum því helming sé miðað við það sem A380 risaþotan var metin á fyrir heimsfaraldur.
Í úttektinni kemur fram að kyrrsetning á Airbus A380 risaþotunni víða um heim auk þess sem ákvörðun
Airbus um að hætta að framleiða risaþotuna sé aðalorsök þess hversu mikið risaþoturnar hafa hrapað í verði.
Phil Seymour, forstjóri IBA, segir að á meðan heimsfaraldurinn hefur almennt haft mjög neikvæð áhrif
á markaðsvirði á farþegaflugvélum af öllum gerðum þá hafa stórar þotur og breiðþotur lækkað mest í verði.
Einnig hafa nýjar þotur af minni gerðinni lækkað í verði á borð við Airbus A220 sem hefur lækkað um allt
að 8 prósent vegna minni eftirspurnar en engin þota hefur lækkað eins mikið og Airbus A380.
Fram kemur að markaðsvirði á Boeing 737 MAX hafi lækkað um 12 prósent og verð á hefðbundnum
Airbus A320 og A321 þotum og Boeing 737NG þotum um 17% og þá hefur Boeing 777 þoturnar lækkað
um 20 prósent.
Í dag er bæði lítil sem engin eftirspurn eftir risaþotum né varahlutum fyrir þær og þá hafa fjölmörg flugfélög tilkynnt
að þau hafi ákveðið að hætta að nota risaþotuna A380 ýmist tímabundið eða lagt þeim varanlega og telja hæpið að þau taki risaþoturnar aftur í notkun eftir heimsfaraldurinn.
Það að Airbus hafi ákveðið að hætta að framleiða Airbus A380 mun einnig þýða að risaþotan á sér ekki framtíð
lengur og þá mun þjónusta við þær risaþotur sem eftir verða stöðvast einn daginn sem lætur flugfélög frekar
líta til annarra tegunda af breiðþotum sem eiga sér lengri framtíð.


16. desember 2020
|
Nýr galli hefur uppgötvast á Dreamliner-þotunum sem hefur orðið til þess að Boeing hefur ákveðið að framlengja skoðunum og sérstöku eftirliti sem sett var á fyrr á þessu ári vegna vegna Boeing 787 þo

12. janúar 2021
|
Kanadíski flugvélaframleiðandinn De Havilland Canada hefur tilkynnt að til standi að gera hlé á framleiðslu á farþegaflugvélum en í dag er Dash 8-400 eina flugvélategundin sem fyrirtækið framleiðir.

16. desember 2020
|
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert athugasemdir við aðalskipulag Reykjavíkurborgar um íbúðabyggð í Vatnsmýri í stað Reykjavíkurflugvallar.

5. mars 2021
|
Singapore Airlines hefur hafið aftur áætlunarflug með Boeing 737 þotum eftir 25 ára hlé en félagið hefur eingöngu verið með stórar breiðþotur í flota sínum sl. ár.

4. mars 2021
|
Norska lágfargjaldarfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta alfarið með Boeing 737 MAX þoturnar og halda sig einungis við Boeing 737-800.

4. mars 2021
|
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aldrei í 68 ára sögu flugfélagsins orðið fyrir eins miklu tekjutapi líkt og í fyrra en Lufthansa Group tilkynnti í morgun afkomu fyrirtækisins fyrir árið 2020.

3. mars 2021
|
Nýja norska sprotaflugfélaginu Flyr hefur tekist að safna um 8.8 milljörðum króna í stofnfé eftir hlutafjárútboð sem fram fór í Ósló og stefnir félagið á að hefja farþegaflug í sumar.

3. mars 2021
|
Austurríska flugfélaginu Austrian Airlines hefur tekist að finna kaupanda að þeim þremur Boeing 767-300ER breiðþotum sem félagið hefur reynt að selja.

2. mars 2021
|
Nemendum við Flugakademíu Íslands fer enn fjölgandi en 268 nemendur stunda nú nám við skólann. Þar af leggja flestir stund á atvinnuflugmannsnám eða 231. Fjórðungur nemenda skólans eru konur en hefur

2. mars 2021
|
Keflavíkurflugvöllur er í hópi með 15 öðrum flugvöllum í Evrópu sem hljóta sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á síðasta ári.

1. mars 2021
|
Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur lagt inn nýja pöntun til Boeing í 25 farþegaþotur til viðbótar af gerðinni Boeing 737 MAX.