flugfréttir
Boeing 777 þotur með PW4000 hreyflum kyrrsettar

Boeing 777 þota frá United Airlines í flugtaki
Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hreyfli á Boeing 777-200 þotu frá United Airlines skömmu eftir flugtak fá Denver.
Bilunin varð til þess að sprenging kom upp í hreyfli með þeim afleiðingum að öll klæðningin og hreyflahlífin rifnaði af og féll til jarðar og þurfti þotan að snúa við og nauðlenda í Denver.
Í kjölfarið sendu bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) frá sér neyðartilmæli seint í gærkvöldi þar sem
farið var fram á að bandarísk flugfélög skuli umsvifalaust taka tilteknar Boeing 777 þotur þegar úr umferð
tímabundið.
Í yfirlýsingu frá Boeing sem send var út í gær kemur fram að þau flugfélög, sem hafa Boeing 777 þotur í flota
sínum sem koma með sömu tegund af hreyflum og farþegaþotan frá United Airlines, sé gert að gera hlé
á notkun þeirra þar til skoðun hefur verið gerð á hreyflunum sem eru af gerðinni PW4000 og
eru framleiddir eru af Pratt & Whitney.
United Airlines hefur í kjölfarið kyrrsett 24 af þeim Boeing 777 þotum sem félagið hefur í sinum flota
og þá hafa flugmálayfirvöld í fleiri löndum fylgt í kjölfar og þar á meðal í Japan þar sem flugfélögum á borð við Japan Airlines
og ANA (All Nippon Airways) hefur verið gert að hætta öllu flugi með þeim Boeing 777 þotum sem koma með PW4000 hreyflunum.
Boeing segir að af þeim 120 Boeing 777 þotum sem tilmælin ná til þá séu um 69 af þeim í notkun á meðan
59 séu í geymslu vegna heimsfaraldursins.


13. febrúar 2021
|
Airbus hefur lokið við uppsetningu á nýjum stjórntækjum fyrir Airbus A300-600 breiðþotuna og afhent þotuna til baka til fraktflugfélagsins UPS (United Parcel Service) en þetta er í fyrsta sinn sem Ai

8. febrúar 2021
|
Köttur uppgötvaðist í stjórnklefa á Boeing 737 þotu hjá ísraelska flugfélaginu El Al Israel Airlines á dögunum en þotan hafði verið kyrrsett frá því 24. janúar og má því áætla að kisi hafi dvalið í n

22. febrúar 2021
|
Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

16. apríl 2021
|
Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

16. apríl 2021
|
Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

16. apríl 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

15. apríl 2021
|
Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

15. apríl 2021
|
Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

14. apríl 2021
|
Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

13. apríl 2021
|
Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

13. apríl 2021
|
Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu