flugfréttir

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

- Tvö blöð brotnuðu á Boeing 777 þotu United Airlines

23. febrúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 13:15

Mynd af hreyflinum sem samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) birti í gær

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum skömmu eftir flugtak með þeim afleiðingum að nánast öll hreyflahlífin losnaði af og féll til jarðar í nokkrum bútum.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) sem segir að eitt af hreyflablöðunum í inntaki hreyfilsins virðist hafa brotnað vegna málmþreytu en fram kemur að tvö blöð hafi brotnað, eitt við rótina blaðsins og þá brotnaði úr enda blaðsins við hliðina á.

„Varðandi hreyflablaðið sem var brotið alveg frá rótinni þá virðist bráðabirgðaskoðun leiða í ljós að skemmdin sé vegna þreytu í málminum í blaðinu“, segir Robert Sumwalt, yfirmaður NTSB.

„Hitt blaðið hefur sennilega skemmst eftir að brotið úr hinu blaðinu fór utan í það“, segir Robert. Þá urðu skemmdir á festingunni sem tengja hreyfilinn við vænginn auk þess sem brak gerði gat á klæðningu við vængrótina sem gerir straumlínulaga form þar sem vængurinn festist við skrokkinn en engar skemmdir hafa uppgötvast á flugvélinni sjálfri er varðar burðarvirkið.

Skemmdir á klæðningu við vængrótina eftir að brak þeyttist úr hreyflinum

NTSB hefur ekki tekist að komast að því hvort að atvikið að þessu sinni, sem átti sér stað sl. laugardag (20. febrúar), sé svipað og sambærilegt atvik sem átti sér stað þann 13. febrúar árið 2018 en þá var einnig um að ræða hreyfil af gerðinni PW4000 á Boeing 777 þotu félagsins. Það atvik olli þó ekki skemmdum og flokkaðist það því ekki sem „uncontained engine failure“.

Farið hefur verið fram á af flugmálayfirvöld í nokkrum löndum að Boeing 777 þotur með hreyfla af gerðinni PW4000 verði kyrrsettar tímabundið en tilmælin ná yfir tiltölulega fáar Boeing 777 þotur eða um 130 þotur en alls hafa verið framleiddar yfir 1.600 Boeing 777 þotur frá upphafi frá því þær komu á markað árið 1995.  fréttir af handahófi

Samþykkja enn meiri fjárhagsaðstoð til Air France

6. apríl 2021

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins og ríkisstjórn Frakklands hafa náð samkomulagi um að veita enn frekari fjárhagsaðstoð til Air France en fjárhagsvandi félagsins er orðin gríðarlega mikill vegna áhr

Samþykkja enn meiri fjárhagsaðstoð til Air France

6. apríl 2021

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins og ríkisstjórn Frakklands hafa náð samkomulagi um að veita enn frekari fjárhagsaðstoð til Air France en fjárhagsvandi félagsins er orðin gríðarlega mikill vegna áhr

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

Qantas ætlar að fljúga öllum risaþotunum aftur

14. apríl 2021

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

Qantas staðráðið í að hefja millilandaflug að nýju í haust

13. apríl 2021

|

Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

Farþegar höfða mál í kjölfar bilunar í hreyfli hjá United

13. apríl 2021

|

Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu

TAROM setur helming flugflotans á sölu

13. apríl 2021

|

Rúmenska flugfélagið TAROM hefur ákveðið að setja á sölu allar þær Airbus A318 þotur sem félagið hefur en TAROM er eitt af þeim örfáu flugfélögum í heiminum sem hefur ennþá þessa minnstu farþegaþotu,

Banna flug sem tekur minna en tvo og hálfan tíma með lest

12. apríl 2021

|

Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu tillögu um reglugerð sem bannar flugferðir í innanlandsflugi í Frakklandi sem farþegar geta ferðast með lestum ef lestarferðin tekur styttri tí

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00