flugfréttir

Boeing á að laga öll vandamál fyrst en ekki spá í nýrri þotu

23. febrúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 13:41

John Plueger, framkvæmdarstjóri flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation

Flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation, sem er ein stærsta flugvélaleiga heims, segir að Boeing eigi frekar að einblína á að ljúka við að lagfæra þau vandamál sem framleiðandinn er að glíma við varðandi þær þotur sem fyrirtækið framleiðir í dag í stað þess að vera að eyða tíma í að þróa nýja farþegaþotu.

Reglulega berast fregnir um að verið sé að undirbúa þróun á nýrri þotu sem er ætlað að verða einskonar arftaki Boeing 757 og Boeing 767 en Boeing hefur nefnt þá þotu „New Midsize Aircraft“ (NMA) þótt að talið sé að þar sem um að ræða þotu sem mun koma til með að nefnast Boeing 797.

John Plueger, framkvæmdarstjóri Air Lease, segir að áður en Boeing fer að ráðst í að þróa aðra farþegaþotu væri nær að laga þau vandamál sem framleiðandinn stendur frammi fyrir í dag og koma framleiðslunni í rétt horf.

„Við viljum að Boeing lagi allt sem er að ganga á innan fyrirtækisins. Seinkanir með Boeing 787 eru að valda okkur vandræðum auk þess sem vandræði hafa komið upp við afhendingar og einnig við samsetningu á þotunum“, segir Plueger.

„Boeing hefur gengið í gegnum gríðarlega erfiða tíma og þrátt fyrir að þeir hafi náð mjög góðum árangri í að glíma við þessi vandamál þá er sannleikurinn sá að þeir þurfa að klára að laga öll þessi atriði hjá sér fyrst en þangað til höfum við engan áhuga á að ræða við þá um einhverja nýja flugvél“, bætir Plueger við.

Plueger segir að það sé í forgangi að koma með endanlega lausn á vandamálunum varðandi Dreamliner-þoturnar en eins og staðan er í dag segist hann að það skorti alla skýra sýn hjá Boeing varðandi varanlega lausn á vandamálunum.

Plueger segir að það hafi reynst mjög erfitt fyrir Boeing að finna lausnir á þessum vandamálum og svo lengi sem þoturnar uppfylli skilyrði frá flugmálayfirvöld þá sé hægt að nota vélarnar „eins og þær eru“ en meðal þeirra vandamála sem hafa komið upp er hárþunn rifa eða bil á milli eininga í skrokk vélanna sem uppgötvuðust í fyrra.

Þetta hefur valdið því að seinkanir hafa orðið á afhendingum og hefur ekki ein Dreamliner-þota verið afhent til Air Lease frá því í október í fyrra en samt sem áður hefur engin viðskiptavinur hætt við leigusamning vegna þess hversu lengi afhendingar hafa dregist á langinn.  fréttir af handahófi

Air Namibia gjaldþrota

11. febrúar 2021

|

Air Namibia hefur stöðvað alla starfsemi sína þegar í stað frá og með deginum í dag og hefur allt áætlunarflug á vegum félagsins verið fellt niður.

Íhuga alsherjarbann við öllu flugi til og frá Þýskalandi

26. janúar 2021

|

Ríkisstjórn Þýskalands er sögð vera að íhuga að setja alsherjarbann á allar flugsamgöngur til og frá Þýskalandi til þess að sporna við útbreiðslu af nýju afbrigði af kórónaveirunni en fjöldi smita fe

Norwegian sækir um að segja upp leigu á 36 þotum

31. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur sótt um leyfi til dómstóla á Írlandi um að fá að slíta leigusamningum á 36 þotum sem allar eru í eigu írskra flugvélaleigufyrirtækja.

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

Qantas ætlar að fljúga öllum risaþotunum aftur

14. apríl 2021

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

Qantas staðráðið í að hefja millilandaflug að nýju í haust

13. apríl 2021

|

Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

Farþegar höfða mál í kjölfar bilunar í hreyfli hjá United

13. apríl 2021

|

Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu

TAROM setur helming flugflotans á sölu

13. apríl 2021

|

Rúmenska flugfélagið TAROM hefur ákveðið að setja á sölu allar þær Airbus A318 þotur sem félagið hefur en TAROM er eitt af þeim örfáu flugfélögum í heiminum sem hefur ennþá þessa minnstu farþegaþotu,

Banna flug sem tekur minna en tvo og hálfan tíma með lest

12. apríl 2021

|

Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu tillögu um reglugerð sem bannar flugferðir í innanlandsflugi í Frakklandi sem farþegar geta ferðast með lestum ef lestarferðin tekur styttri tí

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00