flugfréttir
TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað
- Lofuðu aðstandendum að flakið yrði aldrei til sýnis fyrir almenning

Flakið af Boeing 747-100 þotu TWA sem fórst þann 17. júlí árið 1996 hefur verið geymt í meira en tvo áratugi í vöruhúsi hjá NTSB
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak frá Kennedy-flugvellinum í New York árið 1996.
Flakið hefur í mörg ár verið notað til þjálfunar fyrir þá aðila sem koma að rannsóknum á flugslysum en rannsókn slyssins var ein sú flóknasta, dýrasta og viðamesta í sögu flugsins
en alls tók það 4 ár að rannsaka slysið og hljóp kostnaðurinn við rannsóknina
á 5 milljörðum króna.
Í nokkrar vikur var brak fjarlægt úr sjónum nálægt Long Island og flutt í stórt
vöruhús á svæði sem NTSB notar sem þjálfunaraðstöðu en flakið
hefur verið geymt þar í yfir tvo áratugi og notað til kennslu og til þjálfunar fyrir þúsundir
aðila sem sérhæfa sig í rannsóknum á flugslysum.
Síðastliðinn mánudag greindi NTSB frá því að flakið verði urðar þar sem leigan á vöruhúsinu
er að renna út og verður leigusamningurinn ekki endurnýjaður aftur.
NTSB segir að nýstárlegar rannsóknaraðferðir hafa einnig verið að leysa af hólmi
eldri aðferðir og hefur þrívíddarskimun og myndatökur með drónum rutt sér til rúms
í dag og er því ekki eins nauðsynlegt lengur að púsla saman braki eftir flugslys og
því minni þörf til þess að kenna slíkar aðferðir.

Rannsóknin á TWA800 slysinu var ein sú flóknasta og dýrasta í sögu flugsins
NTSB gerði á sínum tíma sáttmála við ættingja og aðstandendur þeirra sem létust í slysinu
að flakið myndi aldrei verða til sýnis almenningi og þá hefur öllum þeim sem hafa
verið nálægt flakinu vegna kennslu verið bannað að taka ljósmyndir af því.
„Til að virða þann sáttmála sem gerður var við fjölskyldur fórnarlamba þeirra sem voru
um borð í flugi TWA800 þá mun NTSB vinna náið með verktökum á vegum bandarísku
ríkisstjórnarinnar að því að taka flakið í sundir og farga því“, segir í yfirlýsingu.
Um borð í þotunni, sem var af gerðinni Boeing 747-100, voru 212 farþegar og átján
áhafnameðlimir og var engin sem lifði slysið af en slysið var rakið til sprengingar sem varð í
eldsneytistanki milli vængjanna um 12 mínútum eftir flugtak.


22. mars 2021
|
Brasilíski flugvélaframleiðandinn Embraer sér fram á stór tækifæri í Kína með sölu á flugvélum til kínverskra flugfélaga þrátt fyrir mögulega samkeppni frá kínverska flugvélaframeleiðandanum COMAC se

15. mars 2021
|
Íslenska flugfélagið Air Atlanta Icelandic hefur fest kaup á Boeing 747-400 flughermi frá British Airways þar sem flugfélagið breska hefur hætt með júmbó-þoturnar og fjarlægt þær úr flota sínum.

9. apríl 2021
|
Boeing hefur sent frá sér fyrirmæli með viðvörun þar sem varað er við mögulegum galla í rafkerfi á einhverjum Boeing 737 MAX þotum sem viðskiptavinir þurfa að huga að eða lagfæra áður áður en þeim er

16. apríl 2021
|
Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

16. apríl 2021
|
Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

16. apríl 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

15. apríl 2021
|
Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

15. apríl 2021
|
Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

14. apríl 2021
|
Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

13. apríl 2021
|
Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

13. apríl 2021
|
Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu