flugfréttir

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

- Eiga útistandandi pantanir í 185 þotur

24. febrúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 13:58

Dreamliner-þota frá Norwegian á Gardermoen-flugvellinum í Osló

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

Norwegian er að gangast undir töluverða endurnýjun á rekstri þessa daganna til að aðlaga sig að breyttu umhverfi í flugiðnaðinum og þá einnig vegna gjaldþrotameðferðar og þarf félagið því að uppfylla skilyrði sem dómstólar á Írlandi og í Noregi hafa farið fram á.

Norwegian þarf ekki einungis að breyta þeim leigusamningum sem félagið hefur gert við flugvélaleigur heldur þarf félagið líka að hætta við þær pantanir sem félagið lagði inn til Boeing og Airbus að sögn þeirra sem þekkja til.

Endurskipulagsferlið hefur þegar orðið til þess að Norwegian ætlar að hætta öllu langflugi yfir Atlantshafið og hefur félagið þegar skilað 37 Dreamliner-þotum aftur til leigusala.

Núna segir að Norwegian sé að vinna að því að koma sér undan þeim skuldbindingum sem félagið hefur gert við Boeing og Airbus en Norwegian á inni pöntun í 88 þotur hjá Airbus sem samanstendur af 58 þotum af gerðinni Airbus A320neo og þrjátíu af gerðinni Airbus A321neo.

Þá á Norwegian eftir að fá 97 þotur frá Boeing en félagið átti von á fimm Boeing 787 þotum og 92 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Bæði Boeing og Airbus búa sig undir að fá enn fleiri beiðnir um afbókanir í pantanir frá flugfélögum á meðan heimsfaraldurinn nálgast annað árið en fram kemur að Airbus sé í viðræðum við annað flugfélag sem er að endurskoða risastóra pöntun í Airbus A320neo þotur sem er asíska lágfargjaldafélagið Air Asia.  fréttir af handahófi

EASA gefur út leiðbeiningar fyrir flugvelli varðandi drónaatvik

8. mars 2021

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér leiðbeiningar fyrir flugvelli varðandi þær aðgerðir sem grípa þarf til ef upp koma atvik þar sem drónum er flogið nálægt flugvöllum svo að hætta s

Flugmaður opnar kaffihús með flugtengdu þema í Belfast

23. mars 2021

|

Þeir eru fjölmargir flugmennirnir í heiminum sem hafa misst störf sín og þurft að frá að hverfa úr stjórnklefanum og snúa sér að störfum í öðrum iðnaði vegna heimsfaraldursins.

JetBlue fær úthlutað plássum á London Heathrow

29. mars 2021

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið jetBlue hefur fengið úthlutað lendingarplássum á Heathrow-flugvellinum í London en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu Airport Coordination Limited (ACL) sem

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

Qantas ætlar að fljúga öllum risaþotunum aftur

14. apríl 2021

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

Qantas staðráðið í að hefja millilandaflug að nýju í haust

13. apríl 2021

|

Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

Farþegar höfða mál í kjölfar bilunar í hreyfli hjá United

13. apríl 2021

|

Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu

TAROM setur helming flugflotans á sölu

13. apríl 2021

|

Rúmenska flugfélagið TAROM hefur ákveðið að setja á sölu allar þær Airbus A318 þotur sem félagið hefur en TAROM er eitt af þeim örfáu flugfélögum í heiminum sem hefur ennþá þessa minnstu farþegaþotu,

Banna flug sem tekur minna en tvo og hálfan tíma með lest

12. apríl 2021

|

Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu tillögu um reglugerð sem bannar flugferðir í innanlandsflugi í Frakklandi sem farþegar geta ferðast með lestum ef lestarferðin tekur styttri tí

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00