flugfréttir
Köttur réðst á flugstjóra í stjórnklefa á Boeing 737 þotu
- Þotunni snúið við til Khartoum skömmu eftir flugtak

Þotan var komin 30 mínútur áleiðis þegar henni var snúið aftur við til Khartoum, höfuðborgar Súdan, sl. miðvikudag
Þota af gerðinni Boeing 737 þurfti að snúa við til Khartoum í Súdan í seinustu viku eftir að köttur réðst á flugstjóra í stjórnklefa vélarinnar skömmu eftir flugtak.
Um var að ræða farþegaflug á vegum súdanska flugfélagsins Tarco Airlines og var þotan komin
30 mínútur áleiðis á leið til Doha í Qatar sl. miðvikudag þegar flugmenn vélarinnar urðu varir fjórfættan laumufarþega
sem skaut upp kollinum í flugstjórnarklefanum.
Flugmennirnir gerðu tilraun til þess að ná kettinum en án árangurs og brást kisi hinn versti við og réðst
til atlögu og veittist að flugstjórann og var því ákveðið að snúa þotunni við til brottfararstaðar.
Í frétt á súdanska fréttamiðlinum Al-Sudani kemur fram að engin farþegi um borð reyndist vera
eigandi kattarins og er því talið að hann hafi laumað sér um borð fyrir flugið.
Í frétt segir að þotan hafi verið inni í flugskýli á flugvellinum í Khartoum nóttina fyrir flugið þar sem flugvélin
var undirbúin fyrir flugið til Doha auk þess sem farþegarýmið var þrifið og er talið mögulegt að kisa hafi
laumað sér þá um borð og fundið sér notalegan stað til að sofa á í stjórnklefanum.
Flugfélagið Tarco Airlines var stofnað árið 2009 og hefur félagið ellefu flugvélar í flotanum, sex af gerðinni
Boeing 737-300, þrjár af gerðinni 737-400, eina af gerðinni 737-500 og eina Fokker 50 flugvél.


12. apríl 2021
|
Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu tillögu um reglugerð sem bannar flugferðir í innanlandsflugi í Frakklandi sem farþegar geta ferðast með lestum ef lestarferðin tekur styttri tí

24. febrúar 2021
|
Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

12. apríl 2021
|
Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu tillögu um reglugerð sem bannar flugferðir í innanlandsflugi í Frakklandi sem farþegar geta ferðast með lestum ef lestarferðin tekur styttri tí

16. apríl 2021
|
Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

16. apríl 2021
|
Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

16. apríl 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

15. apríl 2021
|
Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

15. apríl 2021
|
Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

14. apríl 2021
|
Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

13. apríl 2021
|
Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

13. apríl 2021
|
Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu