flugfréttir

United pantar 25 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

- Semja um að hraða afhendingum á 40 MAX þotum af eldri pöntun

1. mars 2021

|

Frétt skrifuð kl. 20:26

Boeing 737 MAX 9 þota frá United Airlines á flugvellinum í Houston í Texas í Bandaríkjunum

Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur lagt inn nýja pöntun til Boeing í 25 farþegaþotur til viðbótar af gerðinni Boeing 737 MAX.

Þá hefur United Airlines einnig samið við Boeing um að flýta fyrir afhendingum á öðrum Boeing 737 MAX þotum sem félagið hafði áður pantað þar sem flugfélagið sér fram á að eftirspurn eftir farþegaflugi eigi eftir að aukast á næstunni.

„Þar sem við undirbúum okkur fyrir að eftirspurn eftir flugi fari að koma aftur til baka þá höfum við verið að skoða flotastefnu okkar og hvernig við getum verið í stakk búnir að bregðast við aukinni eftirspurn um leið og fólk fer að ferðast á ný“, segir Andrew Nocella, rekstarstjóri United Airlines.

Þær Boeing 737 MAX þotur sem United Airlines pantaði núna verða afhentar frá og með árinu 2023 en þá hefur félagið flýtt afhendingum á 40 þotum og verða þær afhentar frá og með árinu 2022 í stað ársins 2023.

Í heildina á United Airlines von á 188 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX en félagið hefur í dag fengið 30 þotur afhentar af gerðinni Boeing 737 MAX 9 og á félagið von á 55 til viðbótar af þeirri gerð og 100 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX 10.  fréttir af handahófi

Spá því að flugumferðin í Evrópu fari dvínandi á næstunni

1. febrúar 2021

|

Evrópska flugumferðarstofnunin Eurocontrol hefur gefið frá sér nýja skýrslu með tölur yfir flugumferð en þar kemur fram að ástandi í fluginu í Evrópu fari versnandi.

Ein stærsta flugfélagasamsteypa í Kína gjaldþrota

29. janúar 2021

|

Kínverska fjárfestingarsamsteypan HNA Group hefur lýst yfir gjaldþroti en fyrirtækið var móðurfélag flugfélagsins Hainan Airlines sem er fjórða stærsta flugfélagið í Kína.

Tíminn að renna út fyrir Alitalia

7. apríl 2021

|

Ítalska ríkisflugfélagið Alitalia er að renna út á tíma auk þess sem félagið fer að verða uppiskroppa með fé til frekari reksturs.

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

Qantas ætlar að fljúga öllum risaþotunum aftur

14. apríl 2021

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

Qantas staðráðið í að hefja millilandaflug að nýju í haust

13. apríl 2021

|

Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

Farþegar höfða mál í kjölfar bilunar í hreyfli hjá United

13. apríl 2021

|

Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu

TAROM setur helming flugflotans á sölu

13. apríl 2021

|

Rúmenska flugfélagið TAROM hefur ákveðið að setja á sölu allar þær Airbus A318 þotur sem félagið hefur en TAROM er eitt af þeim örfáu flugfélögum í heiminum sem hefur ennþá þessa minnstu farþegaþotu,

Banna flug sem tekur minna en tvo og hálfan tíma með lest

12. apríl 2021

|

Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu tillögu um reglugerð sem bannar flugferðir í innanlandsflugi í Frakklandi sem farþegar geta ferðast með lestum ef lestarferðin tekur styttri tí

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00