flugfréttir

Sérstök viðurkenning fyrir hreinlæti á Covid-tímum

2. mars 2021

|

Frétt skrifuð kl. 13:11

Frá flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli

Keflavíkurflugvöllur er í hópi með 15 öðrum flugvöllum í Evrópu sem hljóta sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á síðasta ári.

Í síðasta ársfjórðungi 2020 bættu Alþjóðasamtök flugvalla (ACI) þessum nýja verðlaunaflokki við þjónustukönnun sína. Þar er metin upplifun farþega af öryggi- og hreinlæti á viðkomandi flugvöllum og þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til eftir að heimsfaraldur Covid-19 hófst. Þar mældist Keflavíkurflugvöllur í hópi efstu 25% flugvalla í Evrópu sem farþegar töldu hafa gripið til bestu hreinlætis- og öryggisaðgerða í tengslum við baráttuna gegn Covid-19.

Þjónustukönnun ACI, Airport Service Quality programme (ASQ), er virtasta og marktækasta mælingin sem gerð er á gæðum þjónustu á flugvöllum. Við gerð könnunarinnar eru farþegar á flugvöllum um allan heim spurðir staðlaðra spurninga um 34 þjónustuþætti. Því er um samræmdan og yfirgripsmikinn samanburð að ræða, bæði á milli flugvalla og ára. Könnunin er gerð á 348  flugvöllum um allan heim, þar af 115 í Evrópu. Keflavíkurflugvöllur er á meðal 38 flugvalla í sínum stærðarflokki (5-15 milljónir farþega).  

„Á þessum erfiðu tímum heimsfaraldurs höfum við á Keflavíkurflugvelli hlustað á viðskiptavini okkar og með góðu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld gripið til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja hreinlæti og öryggi fyrir okkar viðskiptavini,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. „Það er afskaplega gott að sjá að þeir farþegar sem hafa farið um flugvöllinn á síðasta ári eru ánægðir með þær aðgerðir sem við höfum gripið til. Þetta sýnir með skýrum hætti að starfsfólk Isavia og samstarfsaðila á Keflavíkurflugvelli hefur unnið mjög gott starf við erfiðar aðstæður á síðasta ári.“   

Auk viðurkenningar fyrir hreinlæti er Keflavíkurflugvöllur þriðja árið í röð á meðal þeirra flugvalla í Evrópu í sínum stærðarflokki sem veita bestu þjónustuna samkvæmt könnun ACI.   

Guðmundur Daði segir að viðurkenningin sé kærkomin enda hafi allt starfsfólk á flugvellinum lagt sig fram við að veita góða þjónustu, náð að halda góðum tengingum og hlustað á viðskiptavini flugvallarins og eigi miklar þakkir skildar fyrir framlag sitt á erfiðum tímum.   

„Þessi viðurkenning er jafnframt gott innlegg inn í þær framkvæmdir sem er verið að ráðast í á Keflavíkurflugvelli. Með hlutafjáraukningu í félaginu, sem tilkynnt var um nýverið, munum við hafa burði til að halda áfram að fjárfesta í bættri upplifun á flugvellinum fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Guðmundur Daði. „Allt verður það í samræmi við langtímaáætlanir félagsins.“  fréttir af handahófi

Singapore Airlines pantar ellefu Boeing 777X þotur

9. febrúar 2021

|

Singapore Airlines hefur lagt inn pöntun til Boeing í ellefu Boeing 777X breiðþotur en með pöntuninni mun heildarfjöldi þeirra pantana sem komnar eru í arftaka Boeing 777 þotunnar fara upp í 202 þotu

Farþegar enn 90 prósent færri í ársbyrjun miðað við árið 2019

29. janúar 2021

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet gerir ekki ráð fyrir að fljúga nema 10 prósent af sætaframboðinu árið 2019 á öðrum árshelmingi þessa árs þrátt fyrir að það verði farið að líða að sumri.

Íranir vilja vita stöðuna á pöntun í 80 þotur frá Boeing

4. febrúar 2021

|

Stjórnvöld í Íran fara fram á að vita hver staðan er á risapöntun sem ríkisflugfélagið Iran Air lagði inn til Boeing árið 2016 í 80 þotur en pöntunin er metin á 2.159 milljarða króna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

Qantas ætlar að fljúga öllum risaþotunum aftur

14. apríl 2021

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

Qantas staðráðið í að hefja millilandaflug að nýju í haust

13. apríl 2021

|

Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

Farþegar höfða mál í kjölfar bilunar í hreyfli hjá United

13. apríl 2021

|

Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu

TAROM setur helming flugflotans á sölu

13. apríl 2021

|

Rúmenska flugfélagið TAROM hefur ákveðið að setja á sölu allar þær Airbus A318 þotur sem félagið hefur en TAROM er eitt af þeim örfáu flugfélögum í heiminum sem hefur ennþá þessa minnstu farþegaþotu,

Banna flug sem tekur minna en tvo og hálfan tíma með lest

12. apríl 2021

|

Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu tillögu um reglugerð sem bannar flugferðir í innanlandsflugi í Frakklandi sem farþegar geta ferðast með lestum ef lestarferðin tekur styttri tí

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00