flugfréttir

Boeing varar við hættu í eldsneytistönkum á A321XLR

- EASA fær athugasemd frá Boeing vegna varasamrar hönnunar hjá Airbus

3. mars 2021

|

Frétt skrifuð kl. 17:05

EASA mun fara yfir athugasemdir frá Boeing vegna hönnunarinnar

Boeing hefur sent evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) erindi þar sem flugvélaframleiðandinn bandaríski varar við mögulegri hættu á þeim eldsneytistönkum sem Airbus hyggst koma fyrir í miðju skrokksins á nýju Airbus A321XLR þotunum.

Airbus A321XLR verður enn langdrægari útgáfa af Airbus A321LR þotunni en sú þota verður framleidd með sérstökum „varanlegum “ miðjueldsneytistanki sem gefur henni þá eiginleika að geta flogið 4.700 nm og mun sá tankur geta borið enn meira eldsneyti en viðbótareldsneytistankar á Airbus A321LR þotunni í dag.

Í erindi sem EASA hefur fengið inn á borð til sín varar Boeing við áformum Airbus um að notast við slíkan eldsneytistank sem getur skapað hættu til að mynda ef upp kemur neyðartilfelli.

„Staðsetningin á eldsneytistanki, sem er ætlað að vera fastur við burðarvirkið og óaðskiljanlegur frá búkknum, og þá sérstaklega þegar hann er staðsettur beint fyrir aftan hjólarýmið fyrir aðalhjólastellin, getur verið mjög varasamt og skapað hættu“, segir í yfirlýsingu frá Boeing.

Boeing bendir á að ef upp koma aðstæður á borð við nauðlendingu þar sem hjólastellið brotnar við lendingu þá getur samanfallið hjól eða brak úr hjólabúnaðinum farið í eldsneytistankinn með þeim afleiðingum að eldur kemur upp.

Á meðan flestir miðjueldsneytistankar („center wing tanks“) eru staðsettir á milli vængjanna þá gerir Airbus ráð fyrir að koma tveimur slíkum tönkum fyrir um borð í A321XLR þotunni þar sem að öðru leyti hefði verið gert ráð fyrir fraktrými.

Þar af leiðandi mun A321XLR þotan ekki geta borið eins mikla frakt og A321LR en á móti kemur að A321XLR verður langdrægasta farþegaþota heims í flokki þeirra þotna sem koma með einum gangi á milli sætaraða.

Airbus stefnir á að koma tveimur viðbótareldsneytistönkum fyrir á Airbus A321XLR þotunni sem staðsettir verða fyrir aftan aðalhjólastell vélarinnar

Fram kemur að slíkir tankar hafi þegar skapað vandamál þar sem staðsetning þeirra er mjög nálægt gólfinu í farþegarýminu sem þýðir að gólfið verður mun kaldara og að koma fyrir eingangrun til að minnka kuldann getur reynst erfitt.

EASA segir að athugasemdirnar frá Boeing vegna eldsneytistanksins um borð í A321XLR verði teknar til skoðunar og viðeigandi ráðstafanir yrðu mögulega gerðar en slíkt gæti haft áhrif á framleiðslu á A321XLR þotunni ef evrópsk flugmálayfirvöld ákveða að skoða málið nánar.

Airbus ætlar að vera komið með A321XLR þotuna á markaðinn árið 2023 og hefur framleiðandinn fengið pantanir í á fimmta hundrað eintaka af vélinni. Sagt er að A321XLR eigi eftir að gefa Airbus mikið forskot á fyrirhugaðar hugmyndir Boeing um nýja farþegaþotu sem kennd hefur verið við Boeing 797 þótt töluvert lengri tími væri í að sú þota kæmi á markað þar sem sú hugmynd er enn á byrjunarreit.

Airbus byrjaði að þreifa fyrir sér með langdræga útgáfu af Airbus A321 árið 2014 og í janúar á því ári var kynnt til leiks Airbus A321neoLR en nafninu var síðar breytt í A321LR.  fréttir af handahófi

Fyrsta P8-A Poseidon fyrir Noreg í samsetningu í Renton

12. apríl 2021

|

Samsetning mun hefjast á næstunni hjá Boeing í Renton á fyrstu P-8A Poseidon eftirlitsflugvélinni fyrir norska flugherinn.

Starfsmenn fá bónusgreiðslur þrátt fyrir gríðarlegt tap

3. febrúar 2021

|

Þrátt fyrir að árið 2020 hafi verið mjög erfitt ár hjá Boeing þá segir flugvélaframleiðandinn að starfsmenn fyrirtækisins munu samt sem áður fá bónusgreiðslur greiddar út í mars.

Kynna ómannaða herþyrlu sem gengur fyrir rafmagni

2. mars 2021

|

Tyrkneski flugvélaframleiðandinn Turkish Aerospace Industries (TAI) hefur kynnt prótótýpu af ómannaðri þyrlu sem mun ganga fyrir rafmagni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

Qantas ætlar að fljúga öllum risaþotunum aftur

14. apríl 2021

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

Qantas staðráðið í að hefja millilandaflug að nýju í haust

13. apríl 2021

|

Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

Farþegar höfða mál í kjölfar bilunar í hreyfli hjá United

13. apríl 2021

|

Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu

TAROM setur helming flugflotans á sölu

13. apríl 2021

|

Rúmenska flugfélagið TAROM hefur ákveðið að setja á sölu allar þær Airbus A318 þotur sem félagið hefur en TAROM er eitt af þeim örfáu flugfélögum í heiminum sem hefur ennþá þessa minnstu farþegaþotu,

Banna flug sem tekur minna en tvo og hálfan tíma með lest

12. apríl 2021

|

Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu tillögu um reglugerð sem bannar flugferðir í innanlandsflugi í Frakklandi sem farþegar geta ferðast með lestum ef lestarferðin tekur styttri tí

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00