flugfréttir

Versta ár í sögu Lufthansa

- Tap upp á 1.5 milljarð króna á hverjum degi síðustu daga ársins 2020

4. mars 2021

|

Frétt skrifuð kl. 13:55

Eina dótturfélagið innan Lufthansa Group sem rekið var með hagnaði í fyrra var fraktflugfélagið Lufthansa Cargo

Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aldrei í 68 ára sögu flugfélagsins orðið fyrir eins miklu tekjutapi líkt og í fyrra en Lufthansa Group tilkynnti í morgun afkomu fyrirtækisins fyrir árið 2020.

Tap flugfélagasamsteypunnar nam 1.030 milljörðum króna í fyrra samanborið við 184 milljarða króna hagnað árið 2019 og drógust tekjur fyrirtækisins saman úr 5.598 milljörðum króna árið 2019 niður í 2.083 milljarða í fyrra.

Fram kemur að á fjórða ársfjórðungi ársins 2020 var Lufthansa að tapa um einum og hálfum milljarði króna á hverjum degi en fá flugfélög hafa orðið eins illa fyrir barðinu á heimsfaraldrinum þar sem mjög stór hluti af leiðarkerfi dótturfélaga Lufthansa Group eru samansett af langflugi milli heimsálfa með stórum breiðþotum.

Eina dótturfélagið innan Lufthansa Group sem rekið var með hagnaði í fyrra var fraktflugfélagið Lufthansa Cargo þrátt fyrir að framboð á fraktrými dróst saman um 39 prósent.

Carsten Spohr, framkvæmdarstjóri Lufthansa Group, segir að árið 2020 hafi verið það erfiðasta í sögu félagsins og tekur fram að árið 2021 yrði ár endurnýjunar og nútímavæðingu.

Spohr segir að Lufthansa sé að undibúa sig fyrir að fljúga 70% af leiðarkerfinu næstu mánuði og gerir fyrirtækið ráð fyrir að það verði ekki fyrr en um miðjan áratuginn sem að umsvifin verði orðin 90 prósent af því sem var fyrir tíma heimsfaraldursins.  fréttir af handahófi

Flugfreyja hjá Norwegian dæmd í fangelsi vegna ölvunar

12. apríl 2021

|

Flugfreyja hjá norska flugfélaginu Norwegian hefur verið dæmt til 36 daga fangelisvistar eftir að hún féll á áfengisprófi á flugvellinum í Þrándheimi skömmu fyrir brottför.

Rússar og Ungverjar í samstarf við þróun á eins hreyfils flugvél

19. mars 2021

|

Rússar og Ungverjar hafa undirritað samning um samstarf er varðar framleiðslu á nýrri og endurbættari útgáfu af lítilli eins hreyfils flugvél sem framleidd hefur verið hingað til af Ilyushin í Rússla

United pantar 25 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

1. mars 2021

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur lagt inn nýja pöntun til Boeing í 25 farþegaþotur til viðbótar af gerðinni Boeing 737 MAX.

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

Qantas ætlar að fljúga öllum risaþotunum aftur

14. apríl 2021

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

Qantas staðráðið í að hefja millilandaflug að nýju í haust

13. apríl 2021

|

Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

Farþegar höfða mál í kjölfar bilunar í hreyfli hjá United

13. apríl 2021

|

Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu

TAROM setur helming flugflotans á sölu

13. apríl 2021

|

Rúmenska flugfélagið TAROM hefur ákveðið að setja á sölu allar þær Airbus A318 þotur sem félagið hefur en TAROM er eitt af þeim örfáu flugfélögum í heiminum sem hefur ennþá þessa minnstu farþegaþotu,

Banna flug sem tekur minna en tvo og hálfan tíma með lest

12. apríl 2021

|

Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu tillögu um reglugerð sem bannar flugferðir í innanlandsflugi í Frakklandi sem farþegar geta ferðast með lestum ef lestarferðin tekur styttri tí

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00