flugfréttir
Fyrsta flug Singapore Airlines með Boeing 737 í 25 ár

Boeing 737-800 þota í litum Singapore Airlines
Singapore Airlines hefur hafið aftur áætlunarflug með Boeing 737 þotum eftir 25 ára hlé en félagið hefur eingöngu verið með stórar breiðþotur í flota sínum sl. ár.
Eftir að Singapore Airlines tók yfir rekstri flugfélagsins Silkair þann 28. janúar sl. hefur Singapore Airlines unnið að því
að sameina rekstur félaganna tveggja og var fyrsta Boeing 737-800 þotan í litum Singapore Airlines máluð á dögunum
og flaug hún í gær fyrsta áætlunarflugið í litum félagsins.
Fyrsta flug Singapore Airlines með Boeing 737 var áætlunarflug frá Singapore til Phuket í Tælandi en þess má geta að félagið
var seinast með Boeing 737 þotur í rekstri árið 1996 sem voru þotur af gerðinni Boeing 737-300.
Það var um mitt árið 2018 sem að tilkynnt var um samruna Singapore Airlines og Silkair og hefur félagið verið dótturfélag
Singapore Airlines síðan þá og séð alfarið um áætlunarflug til nærliggjandi áfangastaða innan Asíu.


11. mars 2021
|
Farþegum um Heathrow-flugvöll heldur áfram að fækka vegna ferðatakmarkanna í heiminum sökum heimsfaraldursins en í febrúar voru aðeins 461.000 farþegar sem fóru um flugvöllinn.

29. mars 2021
|
Boeing hefur tilkynnt um eina stærstu pöntun sem flugvélaframleiðandinn hefur fengið í Boeing 737 MAX þoturnar en pöntunin kemur frá bandaríska flugfélaginu Southwest Airlines.

3. febrúar 2021
|
Írska flugvélaleigan Nordic Aviation Capital hefur afhent fyrstu Embraer E190 þotuna til bandaríska flugfélagsins Breeze Airways.

16. apríl 2021
|
Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

16. apríl 2021
|
Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

16. apríl 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

15. apríl 2021
|
Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

15. apríl 2021
|
Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

14. apríl 2021
|
Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

13. apríl 2021
|
Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

13. apríl 2021
|
Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu