flugfréttir

Nýjum flugklasa ætlað að efla flugtengdar greinar á Íslandi

15. mars 2021

|

Frétt skrifuð kl. 11:42

Lagt er upp með að markmið með stofnun klasans verði tvíþætt: Annarsvegar að efla samkeppnishæfni Íslands og íslenskra fyrirtækja í flugtengdum greinum; og hinsvegar að styrkja samstarf

Keilir hefur í samstarfi við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum tekið að sér að leiða stofnun flugklasa á Íslandi en undirbúningsvinna er þegar hafin og er áætlað að halda stofnfund klasans á fyrri helmingi ársins 2021.

Framundan er kortlagning og samskipti við hagsmunaaðila í fluggeiranum og hafa samband við þá. Ásamt Keili verður starfandi fagráð um stofnun klasans sem hefur faglega umsjón með verkefninu þar til stjórn flugklasans verður skipuð.

Lagt er upp með að markmið með stofnun klasans verði tvíþætt: Annarsvegar að efla samkeppnishæfni Íslands og íslenskra fyrirtækja í flugtengdum greinum; og hinsvegar að styrkja samstarf innviði og nýsköpun í flugtengdum greinum á Íslandi.​

Klasafélagar munu sjálfir setja sér stefnu og markmið um áframhaldandi starfsemi klasans. Áætlað er að halda stofnfund flugklasa á fyrri hluta ársins 2021 þar sem fyrstu drög að stefnu og klasakorti verða kynnt.

Aukin áhersla á klasasamstarf

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir atvinnu- og nýsköpunarráðherra kynnti á dögunum klasastefnu fyrir Ísland en þar kom fram mikilvægi klasa sem hreyfiafl ný­sköp­un­ar í þeim geira sem hann myndast um. Með Flugklasanum verður þannig til nýr sam­starfs­vett­vang­ur með þátt­töku aðila úr flugtengdum greinum með það að markmiði að styrkja tengslanet og samstarf þeirra.

„Ég er sann­færð um að í framtíðinni muni hlut­verk klasa í ný­sköp­un­ar­vist­kerfi at­vinnu­lífs­ins verða enn fyr­ir­ferðarmeira og mik­il­væg­ara. Þeir þurfa að fá það súr­efni eld­móð og kraft sem nauðsyn­leg­ur er til að knýja áfram verðmæta­sköp­un og toga ís­lenskt at­vinnu­líf áfram upp stig­ann í átt að auk­inni sam­keppn­is­hæfni“ sagði Þór­dís.

Allar ábendingar í tengslum við stofnun klasans eru vel þegnar sérstaklega um aðila í flugtengdum greinum og þá sem hafa áhuga á að leggja klasanum lið. Umsjónarmaður verkefnisins fyrir hönd Keilis er Brynjólfur Ægir Sævarsson (brynjolfurs@keilir.net) . Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Flugklasans á slóðinni www.flugklasi.is  fréttir af handahófi

Eldur kom upp í einkaþotu eftir magalendingu í París

8. febrúar 2021

|

Eldur kom upp í einkaþotu eftir að hún lenti með hjólastellið uppi í París í Frakklandi í morgun.

Fór út af braut í lendingu og endaði á vindpokanum

18. mars 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað í Michigan í Bandaríkjunum er flugmaður á lítilli flugvél fór út af braut í lendingu og endaði á

Lítil merki um batahorfur í farþegaflugi í heiminum

8. apríl 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segjast ekki sjá nein ummerki um batahorfur í flugiðnaðinum ennþá vegna heimsfaraldusins og er farþegaflug ennþá í stöðugu lágmarki.

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

Qantas ætlar að fljúga öllum risaþotunum aftur

14. apríl 2021

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

Qantas staðráðið í að hefja millilandaflug að nýju í haust

13. apríl 2021

|

Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

Farþegar höfða mál í kjölfar bilunar í hreyfli hjá United

13. apríl 2021

|

Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu

TAROM setur helming flugflotans á sölu

13. apríl 2021

|

Rúmenska flugfélagið TAROM hefur ákveðið að setja á sölu allar þær Airbus A318 þotur sem félagið hefur en TAROM er eitt af þeim örfáu flugfélögum í heiminum sem hefur ennþá þessa minnstu farþegaþotu,

Banna flug sem tekur minna en tvo og hálfan tíma með lest

12. apríl 2021

|

Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu tillögu um reglugerð sem bannar flugferðir í innanlandsflugi í Frakklandi sem farþegar geta ferðast með lestum ef lestarferðin tekur styttri tí

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00