flugfréttir

40 prósent færri sækja um flugnám við flugskóla Qantas

23. mars 2021

|

Frétt skrifuð kl. 12:34

Frá Qantas Pilot Academy flugskólanum í Toowoomba í Ástralíu

Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir því að skortur eigi eftir að verða á flugmönnum eftir að heimsfaraldrinum lýkur og að umsóknum í flugnám fari fjölgandi vestanhafs þá er ekki það sama uppi á teningnum allsstaðar í heiminum.

Nýstofnaður flugskóli á vegum ástralska flugfélagsins Qantas segir að umsóknir um flugnám hafi fækkað um 40 prósent að undanförnu miðað við fjölda umsókna fyrir ári síðan áður en heimsfaraldurinn skall á.

Það var árið 2018 sem að Qantas stofnaði Qantas Pilot Academy og reis fyrsta útibú flugskólans í bænum Toowoomba sem varð fyrir valinu þar sem sólskinsdagar telja yfir 300 daga ársins að meðaltali.

Þar sem ásókn í flugnám á vegum skólans hefur dregist saman um 40% hefur skólinn ákveðið að draga saman framboðið og verða aðeins teknir inn 20 prósent af þeim nemendum sem sækja um flugnám í skólanum.

Talið er að þörf verði á 790.000 nýjum flugmönnum í heiminum á næstu 20 árum og er gert ráð fyrir að þriðjungur þeirra flugmanna verði ráðnir til flugfélaga í Asíu, á Kyrrahafssvæðinu og í Eyjaálfu.

„Flugkennslan mun halda áfram við skólann en ekki á því stigi sem við gerðum ráð fyrir áður en COVID-19 skall á“, segir Pierre Steyn, rekstrarstjóri Qantas Pilot Academy.

Þá hafa forsvarsmenn skólans ákveðið að bíða með framkvæmdir á öðru útibúi skólans sem til stóð að opna í Garden City en meðal borga sem hafa óskað eftir því að fá flugskólann frá Qantas til sín eru Alice Springs, Bendigo, Busselton, Dubbo, Launceston, Mackay and Wagga Wagga.  fréttir af handahófi

Mike og Hotel nýjar akbrautir á Reykjavíkurflugvelli

8. apríl 2021

|

Í fyrramálið verða tvær nýjar akbrautir teknar í notkun á Reykjavíkurflugvelli og hefur Isavia sent frá sér kynningarefni auk myndbands þar sem akbrautirnar tvær eru kynntar fyrir flugmönnum.

Nefhjól féll saman og brotnaði á Airbus A320 þotu

19. mars 2021

|

Nefhjólastell féll saman á farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 frá mexíkóska flugfélaginu VivaAeroBus er þotan var að undirbúa brottför á flugvellinum í Puerto Vallarta í Mexíkó í gær.

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

Qantas ætlar að fljúga öllum risaþotunum aftur

14. apríl 2021

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

Qantas staðráðið í að hefja millilandaflug að nýju í haust

13. apríl 2021

|

Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

Farþegar höfða mál í kjölfar bilunar í hreyfli hjá United

13. apríl 2021

|

Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu

TAROM setur helming flugflotans á sölu

13. apríl 2021

|

Rúmenska flugfélagið TAROM hefur ákveðið að setja á sölu allar þær Airbus A318 þotur sem félagið hefur en TAROM er eitt af þeim örfáu flugfélögum í heiminum sem hefur ennþá þessa minnstu farþegaþotu,

Banna flug sem tekur minna en tvo og hálfan tíma með lest

12. apríl 2021

|

Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu tillögu um reglugerð sem bannar flugferðir í innanlandsflugi í Frakklandi sem farþegar geta ferðast með lestum ef lestarferðin tekur styttri tí

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00