flugfréttir

Flugmaður opnar kaffihús með flugtengdu þema í Belfast

- Var byrjaður í þjálfun hjá Qatar Airways þegar COVID-19 skall á

23. mars 2021

|

Frétt skrifuð kl. 13:50

Alexander Torres opnaði flugkaffihúsið Flight 7 í desember í fyrra og hefur reksturinn gengið vel síðan þá

Þeir eru fjölmargir flugmennirnir í heiminum sem hafa misst störf sín og þurft að frá að hverfa úr stjórnklefanum og snúa sér að störfum í öðrum iðnaði vegna heimsfaraldursins.

Meðal þeirra fjölmörgu er hinn 27 ára franski flugmaður Alexander Torres sem býr á Norður-Írlandi en hann var að stíga sín fyrstu skref sem flugmaður eftir sjö ára flugnám, þjálfun og bið eftir því að komast í hægra sætið þegar faraldurinn dundi yfir.

Alexander hafði verið nýráðinn til Qatar Airways og hafði hann hafið þjálfun og sá fram á að loksins myndi hann fá borgað fyrir að fljúga farþegum heimsálfa á milli en síðan kom skellurinn sem skall á flesta aðra flugmenn og starfsmenn í flugiðnaðinum.

Kaffihúsið Flight 7 er að finna í miðborg Belfast

Alexander byrjaði í flugnámi árið 2012 skömmu eftir að heimurinn var farinn að jafna sig eftir efnahagslægðina sem hófst árið 2008 en Alex hafði fram að því starfað sem flugþjónn í nokkur ár.

Var spurning annaðhvort um að hanga heima eða gera eitthvað að viti

Alexander, sem er frá Belfast, sá hinsvegar fram á þegar kórónuveiran fór að breiðast út að sennilega myndi það ekki hafa mikil áhrif á Qatar Airways þar sem það félag er stórt og öflugt en það leið ekki langur tími þangað til að faraldurinn knésetti öll flugfélög með einhverju móti og missti hann starfið sitt hjá Qatar Airways í júlí í fyrra.

„Ég var aftur komin á byrjunarreit eða aftur komin á reit númer 2012. Ég spurði sjálfan mig „Hvað ætlaru að gera? Það var annaðhvort að hanga heima og gera ekki neitt og lifa á sparnaðarpeningnum og vona að iðnaðurinn myndi taka við sér - eða nota peninginn til þess að fjárfesta í einhverju“, segir Alexander.

Hvar sem er litið inni á kaffihúsinu er að finna hluti sem tengjast fluginu

Alexander sá fram á að það myndi ekkert fara að lagast neitt nærri því strax í fluginu og kom hann skyndilega upp með þá hugmynd að opna sitt eigið kaffihús sem hefði flugtengt þema - „Að elda var eitthvað sem ég hafði alltaf gaman að og þrátt fyrir takmarkanir þá hafa veitingahús gengið með því að bjóða eingöngu upp á veitingar sem fólk tekur með sér“.

Þessi flugmaður sem starfar ekki við flugið eins og margir í augnablikinu opnaði kaffihúsið Flight 7 í Belfast í desember 2020 og býður Alexander upp á smákökur, tertur, samlokur, heita drykki og fleira og allt í anda flugsins - Einnig er hægt að panta matarbakka eins og farþegar fá um borð í flugi í 35.000 fetum og þá svipar matseðillinn á skiltinu inni á kaffihúsinu til upplýsingaskjánna á flugvöllum sem sýna brottfarartíma og stöðuna á fluginu.

Skiltin með matseðil og tilboð hefur sömu leturgerð og skilti og upplýsingaskjáir á flugvöllum

Ekki nóg með það þá spilar Alexander hljóð í hátölurum sem svipa til hljóða sem heyra má í flugstöð á stórum flugvöllum, hljóð af flugvélum að starta upp hreyflunum og tilkynningar til farþega.

Alex segir að Flight 7 kaffihúsið sé nú þegar komið út í hagnað - „Einn af þeim kostum við að vera flugmaður er eiginleikinn til að meta áhættu sem kemur sér vel í fyrirtækjarekstri. Markmið kaffihússins var að þrauka í gegnum heimsfaraldurinn og ná nægum tekjum til að halda kaffihúsinu gangandi þannig að rekstaráætlunin er að virka“, segir Alex sem er einnig stoltur af því að hafa skapað störf fyrir aðra.

Heldur sér heitum í flughermi heima og staðráðinn í að snúa aftur í háloftin

Undirbúningurinn að opnun kaffihússins hefur ekki gengið snuðrulaust fyrir sig en sjálfur smitaðist Alexander af kórónaveirunni nokkrum vikum áður en til stóð að opna Flight 7 kaffihúsið en hann náði þó fullum bata mjög fljótt. Þá gleymdust matvæli í ofninum fljótlega eftir opnun og munaði litlu að kaffihúsið hefði brunnið til kaldra kola.

Alexander Torres fyrir framan nýja kaffihúsið

Þrátt fyrir velgengnina með nýja kaffihúsið þá er Alexander staðráðinn í að snúa aftur upp í háloftin um leið og flugiðnaðurinn fer að ná sér aftur - „Um leið og ég get þá fer ég aftur í loftið. Ég sakna þess hræðilega“, segir Alex sem ætlar sér að finna annan aðila til þess að taka við rekstrinum þegar hann fer aftur að fljúga.

„Ég hef trú á því að farþegarnir komi mjög fljótt aftur og að eftirspurn eftir flugi verði gríðarleg“, segir Alex en á meðan þá sér hann til þess að öll skírteini og áritanir séu í gildi og þá heldur hann sér heitum með því að grípa í flug í flughermi heima hjá sér að minnsta kosti einu sinni í viku til þess að æfa tékklista og staðlaðar starfsaðferðir í stjórnklefanum.  fréttir af handahófi

American og United draga til baka 27.000 uppsagnir

11. mars 2021

|

Bæði American Airlines og United Airlines eru hætt við að segja upp um 27.000 starfsmönnum eins og til stóð eftir að ríkisstjórn Bandaríkjanna ákvað að greiða út björgunarpakka vegna heimsfaraldursins

Fyrsta A300 þotan með nýjum stjórntækjum afhent til UPS

13. febrúar 2021

|

Airbus hefur lokið við uppsetningu á nýjum stjórntækjum fyrir Airbus A300-600 breiðþotuna og afhent þotuna til baka til fraktflugfélagsins UPS (United Parcel Service) en þetta er í fyrsta sinn sem Ai

Airbus A318 þota BA flýgur sitt síðasta flug

19. febrúar 2021

|

British Airways hefur flogið Airbus A318 þotu félagsins sitt síðasta flug til Twente-flugvallarins í Hollandi en flugfélagið breska hætti að nota vélarnar í fyrra.

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

Qantas ætlar að fljúga öllum risaþotunum aftur

14. apríl 2021

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

Qantas staðráðið í að hefja millilandaflug að nýju í haust

13. apríl 2021

|

Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

Farþegar höfða mál í kjölfar bilunar í hreyfli hjá United

13. apríl 2021

|

Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu

TAROM setur helming flugflotans á sölu

13. apríl 2021

|

Rúmenska flugfélagið TAROM hefur ákveðið að setja á sölu allar þær Airbus A318 þotur sem félagið hefur en TAROM er eitt af þeim örfáu flugfélögum í heiminum sem hefur ennþá þessa minnstu farþegaþotu,

Banna flug sem tekur minna en tvo og hálfan tíma með lest

12. apríl 2021

|

Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu tillögu um reglugerð sem bannar flugferðir í innanlandsflugi í Frakklandi sem farþegar geta ferðast með lestum ef lestarferðin tekur styttri tí

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00