flugfréttir

Misreiknuðu flugtaksþunga á Airbus A340 þotu um 90 tonn

- Alvarlegt atvik til rannsóknar á flugvellinum í Brussel

24. mars 2021

|

Frétt skrifuð kl. 14:14

Airbus A340-600 breiðþota frá South African Airways

Flugmálayfirvöld í Suður-Afríku hafa hafið rannsókn á alvarlegu atviki sem átti sér stað er breiðþota frá flugfélaginu South African Airways var í flugtaki á flugvellinum í Brussel í Belgíu í febrúar síðastliðnum.

Fram kemur að atvikið varðar mistök við útreikninga á þyngd vélarinnar og tilkynntu flugmenn um atvikið samkvæmt stöðluðum reglugerðum ekki innan 72 tíma eins og reglur gera ráð fyrir. Atvikið átti sér stað þann 24. febrúar síðastliðinn en flugmálayfirvöld fréttu ekki af því fyrr en 17. mars sl.

Þotan, sem var af gerðinni Airbus A340-600, var í Belgíu til þess að sækja bóluefni gegn kórónaveirunni og höfðu flugmenn vélarinnar misreiknað flugtaksþunga vélarinnar um heil 90 tonn og segir að litlu munaði að flugslys hefði átt sér stað vegna mistakanna.

Þar sem að rangar upplýsingar um þyngd vélarinnar voru settar inn í flugtölvu vélarinnar var flugvélin ekki að ná að hefja sig á loft samkvæmt þeim hraða sem gefin er upp fyrir slíka þyngd en viðvörunarkerfi vélarinnar lét vita af villunni en það náði hinsvegar ekki að leiðrétta flapastillingar og kemur fram að flugvélin hefði verið nálægt því að fara í ofris skömmu eftir flugtak.

Stjórnkerfið í Airbus A340-600 þotunni greip inn í með því að auka aflið sjálfkrafa og draga úr áfallshorni vélarinnar og náði þotan því meiri hraða með því að lækka halla vélarinnar sem kom í veg fyrir mögulegt ofris.

Fram kemur að klifurhraði vélarinnar hafi lækkað niður í 500 fet á mínútu er flugvélin var í 150 feta hæð yfir flugvellinum og flugtakshraðinn hefði fallið niður um 10 hnúta og farið undir 200 hnúta sem varð til þess að ACARS-kerfi vélarinnar sendi sjálfkrafa boð um atvikið bæði til Airbus og hreyflaframleiðandans Rolls-Royce.

Flugmálayfirvöld í Suður-Afríku flokka atvikið sem „gríðarlega hættulegt“ og þrátt fyrir að engir farþegar hafi verið um borð og að engan hafi sakað þá verður atvikið tekið til skoðunar og rannsakað ítarlega.

Samkvæmt fréttum kemur fram að flugmenn vélarinnar hafi ekki haft nægilegan flugtímafjölda að undanförnu til þess að fljúga Airbus A340-600 þotunni þar sem þær hafa að mestu leyti verið kyrrsettar vegna heimsfaraldursins og einnig vegna fjárhagsvanda flugfélagsins og eru því örfáir flugmenn hjá South African Airways sem teljast nægilega hæfir til þess að fljúga þessari flugvélategund þar sem þeir hafa flogið henni oftar að undanförnu.

Suður-Afrísk flugmálayfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa leyft flugvélinni að fljúga til Brussel með tilliti til hæfni flugmanna en aðeins var um þessa einu flugferð að ræða til þess að sækja bóluefnið og var gefið út sérstakt leyfi fyrir fluginu og talið að flugmennirnir væri nægilega hæfir á þessa flugvélategund.  fréttir af handahófi

Reyndi að stjórna flugumferð með talstöð frá heimili sínu

1. febrúar 2021

|

Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn í íbúð sinni í Berlín sl. föstudag eftir að í ljós kom að hann hefur ítrekað stundað þá iðju að senda frá sér fyrirmæli til flugmanna í gegnum talstöð á sömu t

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Austrian finnur kaupanda að þremur Boeing 767 þotum

3. mars 2021

|

Austurríska flugfélaginu Austrian Airlines hefur tekist að finna kaupanda að þeim þremur Boeing 767-300ER breiðþotum sem félagið hefur reynt að selja.

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

Qantas ætlar að fljúga öllum risaþotunum aftur

14. apríl 2021

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

Qantas staðráðið í að hefja millilandaflug að nýju í haust

13. apríl 2021

|

Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

Farþegar höfða mál í kjölfar bilunar í hreyfli hjá United

13. apríl 2021

|

Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu

TAROM setur helming flugflotans á sölu

13. apríl 2021

|

Rúmenska flugfélagið TAROM hefur ákveðið að setja á sölu allar þær Airbus A318 þotur sem félagið hefur en TAROM er eitt af þeim örfáu flugfélögum í heiminum sem hefur ennþá þessa minnstu farþegaþotu,

Banna flug sem tekur minna en tvo og hálfan tíma með lest

12. apríl 2021

|

Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu tillögu um reglugerð sem bannar flugferðir í innanlandsflugi í Frakklandi sem farþegar geta ferðast með lestum ef lestarferðin tekur styttri tí

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00