flugfréttir

Misreiknuðu flugtaksþunga á Airbus A340 þotu um 90 tonn

- Alvarlegt atvik til rannsóknar á flugvellinum í Brussel

24. mars 2021

|

Frétt skrifuð kl. 14:14

Airbus A340-600 breiðþota frá South African Airways

Flugmálayfirvöld í Suður-Afríku hafa hafið rannsókn á alvarlegu atviki sem átti sér stað er breiðþota frá flugfélaginu South African Airways var í flugtaki á flugvellinum í Brussel í Belgíu í febrúar síðastliðnum.

Fram kemur að atvikið varðar mistök við útreikninga á þyngd vélarinnar og tilkynntu flugmenn um atvikið samkvæmt stöðluðum reglugerðum ekki innan 72 tíma eins og reglur gera ráð fyrir. Atvikið átti sér stað þann 24. febrúar síðastliðinn en flugmálayfirvöld fréttu ekki af því fyrr en 17. mars sl.

Þotan, sem var af gerðinni Airbus A340-600, var í Belgíu til þess að sækja bóluefni gegn kórónaveirunni og höfðu flugmenn vélarinnar misreiknað flugtaksþunga vélarinnar um heil 90 tonn og segir að litlu munaði að flugslys hefði átt sér stað vegna mistakanna.

Þar sem að rangar upplýsingar um þyngd vélarinnar voru settar inn í flugtölvu vélarinnar var flugvélin ekki að ná að hefja sig á loft samkvæmt þeim hraða sem gefin er upp fyrir slíka þyngd en viðvörunarkerfi vélarinnar lét vita af villunni en það náði hinsvegar ekki að leiðrétta flapastillingar og kemur fram að flugvélin hefði verið nálægt því að fara í ofris skömmu eftir flugtak.

Stjórnkerfið í Airbus A340-600 þotunni greip inn í með því að auka aflið sjálfkrafa og draga úr áfallshorni vélarinnar og náði þotan því meiri hraða með því að lækka halla vélarinnar sem kom í veg fyrir mögulegt ofris.

Fram kemur að klifurhraði vélarinnar hafi lækkað niður í 500 fet á mínútu er flugvélin var í 150 feta hæð yfir flugvellinum og flugtakshraðinn hefði fallið niður um 10 hnúta og farið undir 200 hnúta sem varð til þess að ACARS-kerfi vélarinnar sendi sjálfkrafa boð um atvikið bæði til Airbus og hreyflaframleiðandans Rolls-Royce.

Flugmálayfirvöld í Suður-Afríku flokka atvikið sem „gríðarlega hættulegt“ og þrátt fyrir að engir farþegar hafi verið um borð og að engan hafi sakað þá verður atvikið tekið til skoðunar og rannsakað ítarlega.

Samkvæmt fréttum kemur fram að flugmenn vélarinnar hafi ekki haft nægilegan flugtímafjölda að undanförnu til þess að fljúga Airbus A340-600 þotunni þar sem þær hafa að mestu leyti verið kyrrsettar vegna heimsfaraldursins og einnig vegna fjárhagsvanda flugfélagsins og eru því örfáir flugmenn hjá South African Airways sem teljast nægilega hæfir til þess að fljúga þessari flugvélategund þar sem þeir hafa flogið henni oftar að undanförnu.

Suður-Afrísk flugmálayfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa leyft flugvélinni að fljúga til Brussel með tilliti til hæfni flugmanna en aðeins var um þessa einu flugferð að ræða til þess að sækja bóluefnið og var gefið út sérstakt leyfi fyrir fluginu og talið að flugmennirnir væri nægilega hæfir á þessa flugvélategund.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga