flugfréttir
Fyrsta 737 MAX 200 þotan verður afhent Ryanair í apríl

Ryanair á von á því að fá sextán Boeing 737 MAX 200 afhentar fyrir sumarið
Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segist eiga von á því að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) muni gefa út flughæfnisvottun fyrir Boeing 737 MAX 200 á næsta dögum og jafnvel fyrir helgi.
Þetta kom fram á blaðamannafundi í gær þar sem O´Leary tók einnig fram að Ryanair eigi von á því að fá fyrstu 737 MAX 200 þotuna
afhenta snemma í næsta mánuði en Boeing 737 MAX 200 er sérstök lágfargjaldarútgáfa af MAX þotunni sem tekur allt að 200 farþega.
Ryanair hafði upphaflega pantað 135 eintök af 737 MAX 200 en lágfargjaldafélagið írska bætti við þá pöntun með því að festa kaup
á fleiri þotum af þessari gerð og á félagið nú von á 210 Boeing 737 MAX 200 þotum.
Michael O´Leary segir að Boeing 737 MAX þotan sé sú flugvél sem hafi gengist undir viðamestu úttektir er kemur að flugöryggi sem um getur í fluginu og sé félagið
mjög spennt að fá þær afhentar og segir framkvæmdarstjórinn að sparneytni vélarinnar muni skila sér til farþega í lægri fargjöldum en 737 MAX
er allt að 16 prósent sparneytnari en þær Boeing 737-800 þotur sem félagið hefur í dag.
Ryanair vonast til þess að vera komið með átta þotur afhentar af þessari gerð í apríl og átta til viðbótar í maí en engar þotur verða
síðan afhentar í júní.
Þrátt fyrir að Ryanair þurfi ekki nauðsynlega á 737 MAX þotunum á að halda strax þá ætlar félagið að hefja þjálfun flugmanna þegar í stað eftir afhendingu
og byrja að fljúga þeim fljótlega til þess að leyfa farþegum að njóta þess að fljúga með þeim.
O´Leary segist vera bjartsýnn á sumarið þótt að enn önnur bylgja heimsfaraldursins sé að skella á Evrópu og telur hann að einhverjum
ferðatakmörkunum eigi eftir að verða aflétt.


5. apríl 2021
|
Fraktþota frá flugfélaginu Ethiopian Airlines lenti í gær á röngum flugvelli í Zambíu er flugvélin var að lenda eftir flug frá Addis Ababa í Eþíópíu.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

29. mars 2021
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið jetBlue hefur fengið úthlutað lendingarplássum á Heathrow-flugvellinum í London en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu Airport Coordination Limited (ACL) sem

16. apríl 2021
|
Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

16. apríl 2021
|
Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

16. apríl 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

15. apríl 2021
|
Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

15. apríl 2021
|
Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

14. apríl 2021
|
Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

13. apríl 2021
|
Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

13. apríl 2021
|
Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu