flugfréttir

Spænskt flugfélag sækir um styrk fyrir rafmagnsflugvél

26. mars 2021

|

Frétt skrifuð kl. 11:16

Tölvugerð mynd af rafmagnsflugvél í litum spænska lágfargjaldafélagsins Volotea

Spænska lágfargjaldafélagið Voletea hefur greint frá því að félagið hafi sótt um styrk upp á 6.3 milljarða króna úr björgunarsjóði á vegum Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins til þess að fjárfesta í þróun og möguleg kaup rafmangsflugvélum í framtíðinni.

Umsókn styrksins er hluti af samstarfi flugfélagsins við Air Nostrum og spænsk-ástralska fyrirtækisins Dante Aeronautical sem vinnur að þróun farþegaflugvélar sem er knúin áfram fyrir raforku.

Styrkurinn mun fjármanga verkefni sem miðar af því að þróa rafmangsflugvél sem tæki frá níu til 19 farþega sem yrði notuð á stuttum flugleiðum og segir í fréttatilkynningu að slík flugvél myndi koma sér vel fyrir áætlunarflug til afskekktra svæða og einnig til eyja í nágrenni Spánar og á sama tíma væri hægt að draga úr losun kolefna sem ógnar nú umhverfi jarðar.

Stefnt er á að fyrsta flugvélin fengi flughæfnisvottun árið 2024 og er gert ráð fyrir að flugvélin yrði komin í fulla almenna notkun árið 2026 ef allt gengur upp samkvæmt áætlun.

Í tilkynningu segir að mögulega væri hægt að framkvæmda viðkomandi flugvél á skömmum tíma og forðast með því langt þróunarferli á flugvélahönnun frá grunni en Volotea og Air Nostrum yrðu brautryðjendur í verkefninu og myndu flugfélögin safna mikilvægum upplýsingum um þörfina og eftirspurnina fyrir slíka flugvél á markaðnum.

Fram kemur að flugfélagið Volotea hafi hafið samstarf við Dante Aeronautical árið 2019 og sé samstarfið í dag orðið mun viðameira og þá er einnig séð fram á að rafmagnsflugvélar eigi eftir að geta aðstoðað flugfélög við að ná sér fyrr á strik eftir heimsfaraldurinn með tilheyrandi sparnaði.  fréttir af handahófi

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Flugkennarar taka þátt í Mottumars til heiðurs nemanda

18. mars 2021

|

Hópur af flugkennurum við Flugakademíu Íslands hefur skráð sig til þátttöku í Mottumars í ár en hópurinn hefur sett sér það markmið að safna 200.000 kr til heiðurs flugnema sem háir nú baráttuna við k

Farþegar höfða mál í kjölfar bilunar í hreyfli hjá United

13. apríl 2021

|

Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

Qantas ætlar að fljúga öllum risaþotunum aftur

14. apríl 2021

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

Qantas staðráðið í að hefja millilandaflug að nýju í haust

13. apríl 2021

|

Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

Farþegar höfða mál í kjölfar bilunar í hreyfli hjá United

13. apríl 2021

|

Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu

TAROM setur helming flugflotans á sölu

13. apríl 2021

|

Rúmenska flugfélagið TAROM hefur ákveðið að setja á sölu allar þær Airbus A318 þotur sem félagið hefur en TAROM er eitt af þeim örfáu flugfélögum í heiminum sem hefur ennþá þessa minnstu farþegaþotu,

Banna flug sem tekur minna en tvo og hálfan tíma með lest

12. apríl 2021

|

Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu tillögu um reglugerð sem bannar flugferðir í innanlandsflugi í Frakklandi sem farþegar geta ferðast með lestum ef lestarferðin tekur styttri tí

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00