flugfréttir
Southwest pantar allt að 255 Boeing 737 MAX þotur

Boeing 737 MAX þota Southwest Airlines í lendingu í Fort Lauderdale í Flórída þann 13. mars síðastliðinn
Boeing hefur tilkynnt um eina stærstu pöntun sem flugvélaframleiðandinn hefur fengið í Boeing 737 MAX þoturnar en pöntunin kemur frá bandaríska flugfélaginu Southwest Airlines.
Southwest Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun í 100 Boeinig 737 MAX þotur með möguleika á 155 þotum til viðbótar
og hljóðar pöntunin því upp á 255 þotur ef kauprétturinn á þotunum 155 verður einnig nýttur.
Til viðbótar við pöntunina þá hefur Southwest Airlines einnig pantað auka aðgengi sitt að stafrænni þjónustu
frá Boeing er nefnist Airplane Health Management og Maintenance Performance Toolbox en með flugvélapöntuninni
er heildafjöldi þeirra flugvéla, sem Southwest Airlines á von á að fá afhentar, kominn yfir 600 þotur.
„Þær skuldbindinga sem við höfum gert í dag endurspeglar áframhaldandi traust sem við gerum til Boeing 737 flugvélarinnar
sem mun þjóna okkar starfsfólki og viðskiptavinum okkar næstu árin“, segir Gary Kelly, framkvæmdastjóri
Southwest Airlines.
Southwest Airlines á von á að fá tvö hundruð Boeing 737 MAX 7 þotur afhentar og 180 þotur af gerðinni
Boeing 737 MAX 8 en félagið hefur nú þegar fengið 36 MAX þotur afhentar og mun enda árið 2021 með 69 Boeing 737 MAX þotum í flotanum.
Flugfélagið bandaríska byrjaði að fljúga 737 MAX þotunum á ný í byrjun mars og var félagið það seinasta
til þess að hefja aftur flug með þotunum af bandarísku flugfélögunum eftir að kyrrsetningu þeirra var aflétt.


26. janúar 2021
|
Ríkisstjórn Þýskalands er sögð vera að íhuga að setja alsherjarbann á allar flugsamgöngur til og frá Þýskalandi til þess að sporna við útbreiðslu af nýju afbrigði af kórónaveirunni en fjöldi smita fe

24. febrúar 2021
|
Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

2. mars 2021
|
Nemendum við Flugakademíu Íslands fer enn fjölgandi en 268 nemendur stunda nú nám við skólann. Þar af leggja flestir stund á atvinnuflugmannsnám eða 231. Fjórðungur nemenda skólans eru konur en hefur

16. apríl 2021
|
Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

16. apríl 2021
|
Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

16. apríl 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

15. apríl 2021
|
Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

15. apríl 2021
|
Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

14. apríl 2021
|
Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

13. apríl 2021
|
Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

13. apríl 2021
|
Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu