flugfréttir
Air China pantar átján þotur af gerðinni A320neo

Airbus A320neo þota frá Air China
Kínverska flugfélagið Air China ætlar að festa kaup á 18 farþegaþotum af gerðinni Airbus A320neo frá AFS Investments Inc. sem er dótturfyrirtæki flugvélaleigunnar GECAS.
Air China segir að fjáfestingin í þotunum átján sé metin á 284 milljarða króna samkvæmt listaverði
og mun afhendingum ljúka árið 2022.
Air China hefur nú þegar 32 þotur í flotanum af gerðinni A320ne og 43 af eldri gerðinni, Airbus A320,
en þá hefur félagið einnig 33 þotur af gerðnni Airbus A319 og á félagið einnig von á átta A319neo þotum.
Seinast er Air China gerði pöntun í Airbus-þotur var árið 2019 þegar félagið pantaði tuttugu og
tvær þotur af gerðinni Airbus A350 en félagið hefur nú þegar fengið 13 þotur af þeirri gerð afhentar.


15. febrúar 2021
|
Ryanair hefur ítrekað óánægju sína yfir ákvörðun frönsku ríkisstjórnarinnar um að veita frekari fjárhagslega aðstoð til Air France og segir félagið að lítið sem ekkert sé gert til að koma til móts v

29. mars 2021
|
Fyrsta skrefið í gjaldþrotameðferð, sem miðar af því að bjarga fjárhag norska flugfélagsins Norwegian, er í höfn eftir að dómstóll á Írlandi samþykkti rekstaráætlun félagsins þar í landi.

22. mars 2021
|
Taívanska flugfélagið China Airlines hefur bæst í hóp þeirra flugfélaga sem hafa hætt með júmbó-þotuna en félagið flaug sl. laugardag sitt síðasta farþegaflug með Boeing 747.

16. apríl 2021
|
Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

16. apríl 2021
|
Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

16. apríl 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

15. apríl 2021
|
Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

15. apríl 2021
|
Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

14. apríl 2021
|
Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

13. apríl 2021
|
Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

13. apríl 2021
|
Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu