flugfréttir

IATA birtir skýrslu fyrir árið 2020 er varðar flugöryggi

- Flugslysum fækkað um 12 slys á milli ára í fyrra

31. mars 2021

|

Frétt skrifuð kl. 15:05

Tíðni flugslysa í fyrra var 1.71 flugslys á hverja milljón flugferð

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út skýrslu með tölfræðilegar upplýsingar yfir flugöryggi í heiminum árið 2020.

Fram kemur að flugslysum hafi fækkað um tólf slys eða úr 52 flugslysum árið 2019 niður í 38 flugslys árið 2020 er kemur að áætlunarflugi en í fyrra voru skráð fimm mannskæð flugslys samanborið við átta mannskæð slys árið 2019.

Tíðni flugslysa í fyrra var 1.71 flugslys á hverja milljón flugferð sem er hærra en fimm ára meðaltalið frá árinu 2016 til ársins 2020 en meðaltal þess tímabils var 1.38 slys á hverja milljón flugferðir.

Flugslysatíðni meðal þeirra flugfélaga sem eru meðlimir í IATA var 0.83 flugslys á hverja milljón flugferðir sem er framför sl. 5 árin þar sem meðaltalið hefur verið 0.96 flugslys á hverja milljón flugferðir.

Fram kemur að áhættan á að lenda í flugslysi hafi verið 0.13 fyrir farþegaflug að meðaltali sem þýðir að hver farþegi þyrfti að ferðast á hverjum degi í 461 ár þar til hann ætti hættu á því að lenda í mannskæðu flugslysi og fljúga daglega í 20.932 ár til að lenda í flugslysi þar sem enginn um borð kemst lífs af.

„Flug er ennþá mjög öruggt þrátt fyrir að flugöryggi hafi tekið örlítið skref aftur á bak árið 2020. Gríðarlegur samdráttur í farþegaflugi stigmagnar áhrifin sem verða af hverju flugslysi þar sem tíðni eykst með færri flugferðum þegar tölurnar eru reiknaðar saman“, segir Alexandre de Juniac, yfirmaður IATA.

„En tölurnar ljúga hinsvegar ekki og við ætlum ekki láta þær verða að einhverju „normi“ og við munum fylgjast enn betur með flugöryggi þegar flug fer að aukast á ný þegar landamæri opnast“, bætir Alexandre við.

Í fyrsta sinn í meira en 15 ár varð ekkert flugslys í fyrra sem rakið er til þess þar sem flugmenn misstu stjórn á loftfari í miðju flugi en slík slys eru þau þar sem flestir hafa látið lífið í flugslysum frá árinu 2016.

Alexandre segir að þar sem engin slík flugslys áttu sér stað árið 2020 hafi spilað stóran þátt í því hversu jákvæðar tölurnar voru í fyrra.  fréttir af handahófi

Ná varla að anna eftirspurn eftir flugi til Mallorca

15. mars 2021

|

Sprengja hefur orðið í bókunum á flugsætum til Mallorca yfir páskana hjá þýska flugfélaginu Eurowings eftir að Robert Koch sóttvarnarstofnunin þýska lækkaði áhættustig vegna COVID-19 fyrir spænsku Ba

Athuga hvort að galla sé að finna í gluggum á stjórnklefum á 787

19. mars 2021

|

Boeing hefur hafist handa við að gera úttekt á gluggum í stjórnklefum á tilteknum fjölda af Dreamliner-þotum sem framleiddar hafa verið til þess að ganga úr skugga um mögulegan galla sem gæti komið fr

Fyrsta áætlunarflug Icelandair með 737 MAX eftir hlé

8. mars 2021

|

Icelandair flaug í morgun fyrsta áætlunarflugið með Boeing 737 MAX eftir tæplega tveggja ára kyrrsetningu en fyrsta flugið var flug FI204 til Kaupmannahafnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

Qantas ætlar að fljúga öllum risaþotunum aftur

14. apríl 2021

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

Qantas staðráðið í að hefja millilandaflug að nýju í haust

13. apríl 2021

|

Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

Farþegar höfða mál í kjölfar bilunar í hreyfli hjá United

13. apríl 2021

|

Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu

TAROM setur helming flugflotans á sölu

13. apríl 2021

|

Rúmenska flugfélagið TAROM hefur ákveðið að setja á sölu allar þær Airbus A318 þotur sem félagið hefur en TAROM er eitt af þeim örfáu flugfélögum í heiminum sem hefur ennþá þessa minnstu farþegaþotu,

Banna flug sem tekur minna en tvo og hálfan tíma með lest

12. apríl 2021

|

Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu tillögu um reglugerð sem bannar flugferðir í innanlandsflugi í Frakklandi sem farþegar geta ferðast með lestum ef lestarferðin tekur styttri tí

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00