flugfréttir

Fyrrverandi yfirmaður IAG tekur við formennsku IATA

- Willie Walsh orðinn formaður yfir Alþjóðasamtökum flugfélaganna (IATA)

4. apríl 2021

|

Frétt skrifuð kl. 08:45

Willie Walsh, fyrrverandi framkvæmdarstjóri IAG, hefur tekið við formennsku Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA)

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa tilkynnt að Willie Walsh hefur formlega tekið við stöðu formanns samtakanna.

Willie Walsh er mjög kunnugur flugiðnaðinum en hann gengdi stöðu framkvæmdarstjóra IAG (International Airlines Group) í mörg ár sem er móðurfélag British Airways, Iberia auk fleiri flugfélaga.

Walsh mun taka við af Alexandre de Junaic sem hefur látið af störfum sem formaður samtakanna en þar á undan var Tony Tyler formaður IATA.

„Ég er mjög ástríðufullur fyrir þessum iðnaði og þess mikilvæga hlutverki sem IATA gegnir fyrir meðlimi samtakanna og sjaldan áður hefur hlutverk samtakanna verið eins mikilvægt og nú á tímum COVID-19“, segir Wille Walsh.

Walsh tekur einnig fram að hann muni sjá til þess að ríkisstjórnir aðildarríkjanna, sem reiða sig á þann ávinning sem efnahagur heimsins uppsker með tilkomu flugsamgangna, átti sig á því mikilvæga hlutverki sem flugið gegnir.

Það var þann 24. nóvember sl. sem að tilkynnt var um að Willie Walsh myndi taka við formennsku samtakanna á 76. ársþingi IATA og verður hann áttundi formaðurinn frá upphafi en hann lét af störfum sem formaður IAG í september í fyrra.

Áður gengdi hann stöðu framkvæmdarstjóra British Airways frá árinu 2005 til ársins 2011 og þar á undan var hann framkvæmdarstjóri Aer Lingus en hann hóf störf hjá flugfélaginu írska árið 1979 sem flugmaður.  fréttir af handahófi

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Bjørn Kjos stofnar nýtt flugfélag sem mun fljúga yfir Atlantshafið

15. mars 2021

|

Nýtt norskt flugfélag stefnir á að hefja starfsemi sína síðar á þessu ári og ætlar félagið meðal annars að bjóða upp á flug yfir Atlantshafið til Norður-Ameríku og fylla í það skarð sem Norwegian sk

Athuga hvort að galla sé að finna í gluggum á stjórnklefum á 787

19. mars 2021

|

Boeing hefur hafist handa við að gera úttekt á gluggum í stjórnklefum á tilteknum fjölda af Dreamliner-þotum sem framleiddar hafa verið til þess að ganga úr skugga um mögulegan galla sem gæti komið fr

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

Qantas ætlar að fljúga öllum risaþotunum aftur

14. apríl 2021

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

Qantas staðráðið í að hefja millilandaflug að nýju í haust

13. apríl 2021

|

Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

Farþegar höfða mál í kjölfar bilunar í hreyfli hjá United

13. apríl 2021

|

Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu

TAROM setur helming flugflotans á sölu

13. apríl 2021

|

Rúmenska flugfélagið TAROM hefur ákveðið að setja á sölu allar þær Airbus A318 þotur sem félagið hefur en TAROM er eitt af þeim örfáu flugfélögum í heiminum sem hefur ennþá þessa minnstu farþegaþotu,

Banna flug sem tekur minna en tvo og hálfan tíma með lest

12. apríl 2021

|

Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu tillögu um reglugerð sem bannar flugferðir í innanlandsflugi í Frakklandi sem farþegar geta ferðast með lestum ef lestarferðin tekur styttri tí

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00