flugfréttir

Tvær þotur flugu til rangs flugvallar í Zambíu sama daginn

- Önnur þotan lenti en hin hætti við lendingu á síðustu stundu

5. apríl 2021

|

Frétt skrifuð kl. 14:03

Boeing 737-800 fraktþotan á nýja flugvellinum í Ndola í gær sem er lokaður þar sem hann hefur ekki verið tekinn í notkun

Fraktþota frá flugfélaginu Ethiopian Airlines lenti í gær á röngum flugvelli í Zambíu er flugvélin var að lenda eftir flug frá Addis Ababa í Eþíópíu.

Þotan, sem er af gerðinni Boeing 737-800, átti að lenda á Simon Mwansa Kapwepwe flugvellinum í Ndola, næststærstu borgar landsins, en lenti þess í stað á Copperbelt International flugvellinum sem er nýr flugvöllur fyrir borgina sem hefur enn ekki verið tekinn í notkun þar sem framkvæmdum er ekki lokið.

Flugvélin lenti og ók að flughlaðinu þar sem verkamenn að störfum reyndu að gefa flugmönnunum merki um að flugvöllurinn væri ekki í notkun. Þotan fór því næst af flughlaðinu og ók að flugbrautinni og fór í loftið skömmu síðar af sömu braut og þotan lenti á.

Einn verkamaður tók myndband af þotunni þar sem nokkrir aðrir verkamenn reyndu að hrópa og kallað að flugmönnunum að þeir væru að lenda á vitlausum flugvelli á meðan þotan ók eftir flughlaðinu.

Það furðulega við þessa frétt er að þetta var ekki eina þotan sem gerði aðflug að þessum sama flugvelli þennan dag því önnur þota frá Ethiopian Airlines var næstum búinn að lenda á flugvelinum tveimur og hálfum tíma síðar.

Þá var um að ræða þotu sem var einnig af gerðinni Boeing 737-800 sem átti einnig að lenda á alþjóðaflugvellinum í Ndola sem var einnig að koma frá Addis Ababa en sú þota hætti við að lenda þegar hún var nánast komin að flugbautarendanum og fór í fráhvarfsflug (go-around).

Um 9 mílur aðskilja að núverandi alþjóðaflugvöllinn í Ndola og nýja flugvöllinn, sem er ennþá ekki tilbúinn, og liggja flugbrautir vallanna samsíða með sömu stefnu. Einn flugmaður tekur fram að X-merkingarnar á flugbrautinni sem er lokuð á nýja flugvellinum séu mjög daufar og erfitt fyrir flugmenn að sjá þær.  fréttir af handahófi

Finnair mun sjá um niðurrif á þotu í fyrsta sinn

16. febrúar 2021

|

Finnska flugfélagið Finnair hefur ákveðið að rífa niður í brotajárn eina af þeim Airbus A319 þotum sem félagið hefur í flota sínum.

Greina töluverða aukningu í ráðningum í fluginu vestanhafs

22. febrúar 2021

|

Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

Bresk flugfélög vonsvikin eftir fregnir gærdagsins

6. apríl 2021

|

Brostnar vonir eru meðal Breta um að geta ferðast erlendis eftir að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnt í gær stefnu stjórnvalda er varðar ferðatakmarkanir á næstunni og tilkynnti han

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

Qantas ætlar að fljúga öllum risaþotunum aftur

14. apríl 2021

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

Qantas staðráðið í að hefja millilandaflug að nýju í haust

13. apríl 2021

|

Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

Farþegar höfða mál í kjölfar bilunar í hreyfli hjá United

13. apríl 2021

|

Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu

TAROM setur helming flugflotans á sölu

13. apríl 2021

|

Rúmenska flugfélagið TAROM hefur ákveðið að setja á sölu allar þær Airbus A318 þotur sem félagið hefur en TAROM er eitt af þeim örfáu flugfélögum í heiminum sem hefur ennþá þessa minnstu farþegaþotu,

Banna flug sem tekur minna en tvo og hálfan tíma með lest

12. apríl 2021

|

Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu tillögu um reglugerð sem bannar flugferðir í innanlandsflugi í Frakklandi sem farþegar geta ferðast með lestum ef lestarferðin tekur styttri tí

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00