flugfréttir

Delta aflýsti yfir 100 flugferðum vegna skorts á flugmönnum

- Sögðu upp of mörgum flugmönnum í fyrra vegna COVID-19

6. apríl 2021

|

Frétt skrifuð kl. 07:12

Delta Air Lines flaug yfir 3.990 flugferðir þann 2. apríl sem er met frá því að heimsfaraldurinn hófst

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines neyddist til þess að aflýsa yfir 100 flugferðum yfir páskana vegna skorts á flugmönnum.

Flestum flugferðunum var aflýst á Páskadag eftir að í ljós kom að flugfélagið hafði ekki nægilega marga flugmenn til þess að fljúga þeim flugvélum sem gert var ráð fyrir að myndu fljúga til að sinna þeirri eftirspurn sem varð á bókunum á flugi yfir sl. helgi.

Fram kemur að um 18.000 starfsmenn hjá Delta Air Lines þáðu starfslokasamning ásamt tilheyrandi greiðslum í fyrra og sat félagið því uppi með skort á starfsfólki yfir páskana en þetta er í þriðja sinn sem félagið hefur þurft að aflýsa flugi yfir stórhátíðir.

Í dag starfa um 12.500 flugmenn hjá Delta Air Lines sem samsvarar um 16.9 prósent af öllu starfsfólki félagsins en það virðist ekki vera nóg en talsmaður flugfélagsins segir að félagið sé að vinna að vandamálum sem snúa að starfsmannamálum, bólusetningu og einnig að þjálfun flugmanna sem hafa ekki flogið í langan tíma vegna COVID-19.

Delta Air Lines, auk fleiri bandarískra flugfélaga, hafa furðað sig á þeirri eftirspurn sem hefur verið að myndast eftir innanlandsflugi en frá því í seinustu vikunni í febrúar hefur félagið flogið fleiri flugferðir en félagið flaug á sama tíma árið 2019.

Þessa daganna er Delta Air Lines að fljúga um 3.700 innanlandsflugferðir á dag í Bandaríkjunum en á sama tíma árið 2019 var félagið að fljúga um 3.400 flugferðir á dag í innanlandsflugi.

2. apríl sl. var einn annasamasti dagurinn hjá Delta Air Lines frá því að heimsfaraldurinn hófst en þá flaug félagið 3.991 flugferð og hefur félagið komist að því að það sagði upp of mörgum flugmönnum þar sem félagið nær ekki að anna eftirspurninni sem hefur myndast að undanförnu.

Þrátt fyrir það hefur Delta Air Lines mjög margar flugvélar í langtímageymslu en aðalvandamálið snýst um að margir flugmenn eru enn á launaskrá í tengslum við styrktarverkefni ríkisstjórnar Bandaríkjanna en hafa ekki flogið lengi eða hafa ekk tegundaráritun og þjálfun á þær þotur sem eru í notkun þessa daganna.  fréttir af handahófi

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Fyrrverandi yfirmaður IAG tekur við formennsku IATA

4. apríl 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa tilkynnt að Willie Walsh hefur formlega tekið við stöðu formanns samtakanna.

Hlaut augnskaða af lendingarljósum

26. febrúar 2021

|

Flytja þurfti flugvallarstarfsmann í Rússlandi á sjúkrahús eftir að hann hlaut augnskaða eftir að áhöfn flugvélar, sem hann var að leiðbeina inn á flughlað, blikkaði lendingarljósunum á stæðinu er ha

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

Qantas ætlar að fljúga öllum risaþotunum aftur

14. apríl 2021

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

Qantas staðráðið í að hefja millilandaflug að nýju í haust

13. apríl 2021

|

Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

Farþegar höfða mál í kjölfar bilunar í hreyfli hjá United

13. apríl 2021

|

Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu

TAROM setur helming flugflotans á sölu

13. apríl 2021

|

Rúmenska flugfélagið TAROM hefur ákveðið að setja á sölu allar þær Airbus A318 þotur sem félagið hefur en TAROM er eitt af þeim örfáu flugfélögum í heiminum sem hefur ennþá þessa minnstu farþegaþotu,

Banna flug sem tekur minna en tvo og hálfan tíma með lest

12. apríl 2021

|

Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu tillögu um reglugerð sem bannar flugferðir í innanlandsflugi í Frakklandi sem farþegar geta ferðast með lestum ef lestarferðin tekur styttri tí

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00