flugfréttir

Hætta með allar Boeing 777 þotur sem hafa PW4000 hreyfla

6. apríl 2021

|

Frétt skrifuð kl. 17:01

Boeing 777 þota frá Japan Airlines

Japan Airlines hefur ákveðið að hætta með þrettán farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 en um er að ræða allar 777 þoturnar í flota félagsins sem koma með PW4000 hreyflum frá Pratt & Whitney hreyflaframleiðandanum.

Flugfélagið japanska tók þessa ákvörðun í kjölfar atviks sem átti sér stað er sprenging kom upp í einum slíkum hreyfli á Boeing 777 þotu hjá United Airlines skömmu eftir flugtak frá Denver í febrúar síðastliðnum.

Japan Airlinea ætlaði sér að taka þoturnar úr umferð í mars árið 2022 og munu þoturnar því taka þær úr umferð ári fyrr en áætlað var.

Boeing 777 þoturnar með hreyflunum frá Pratt & Whitney hafa að mestu leyti verið notaðar í innanlandsflugi í Japan en félagið ætlar þess í stað að nota nýjar Airbus A350 þotur í flugi á milli stærstu borga Japans.

Japan Airlines hefur sjálft lent í vandræðum með PW4000 hreyfilinn en í desember í fyrra þurfti ein Boeing 777 þota frá félaginu að snúa við til borgarinnar Naha á leið sinni til Tókýó vegna bilunnar.  fréttir af handahófi

Gert að skera niður flotann og fækka flugleiðum

8. mars 2021

|

Ítalska flugfélagið Alitalia, sem í dag ber heitið ITA (Italia Trasporto Aereo), þarf meðal annars að skera niður leiðarkerfi félagsins, fækka flugleiðum og segja upp starfsfólki í þeim tilgangi að s

Nýtt flugfélag á Kanarí hefur áætlunarflug í júní

14. febrúar 2021

|

Kanaríeyjar eru í þann mund að fara að eignast sitt eigið flugfélag sem mun sinna áætlunarflugi á milli eyjanna og meginlands Evrópu en hingað til hefur Kanarí aðeins haft flugfélag sem sinnir flugi

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

Qantas ætlar að fljúga öllum risaþotunum aftur

14. apríl 2021

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

Qantas staðráðið í að hefja millilandaflug að nýju í haust

13. apríl 2021

|

Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

Farþegar höfða mál í kjölfar bilunar í hreyfli hjá United

13. apríl 2021

|

Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu

TAROM setur helming flugflotans á sölu

13. apríl 2021

|

Rúmenska flugfélagið TAROM hefur ákveðið að setja á sölu allar þær Airbus A318 þotur sem félagið hefur en TAROM er eitt af þeim örfáu flugfélögum í heiminum sem hefur ennþá þessa minnstu farþegaþotu,

Banna flug sem tekur minna en tvo og hálfan tíma með lest

12. apríl 2021

|

Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu tillögu um reglugerð sem bannar flugferðir í innanlandsflugi í Frakklandi sem farþegar geta ferðast með lestum ef lestarferðin tekur styttri tí

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00