flugfréttir
Mike og Hotel nýjar akbrautir á Reykjavíkurflugvelli
- Tveir hlutar af gömlu 06/24 brautinni fá nöfn akbrauta

Akbrautirnar Mike og Hotel verða teknar formlega í notkun á morgun, föstudaginn 9. apríl klukkan 7:00
Í fyrramálið verða tvær nýjar akbrautir teknar í notkun á Reykjavíkurflugvelli og hefur Isavia sent frá sér kynningarefni auk myndbands þar sem akbrautirnar tvær eru kynntar fyrir flugmönnum.
Ekki eru um að ræða nýjar akbrautir sem hefur bætt við heldur er hér á ferðinni tveir hlutar af gömlu
flugbrautinni 06/24 sem var tekin úr notkun árið 2015 og hafa þessir hlutar fengið úthlutað nafn akbrauta (taxiway).
Um er að ræða akbrautir M (Mike) og H (Hotel) en Mike tengir saman braut 13/31 og braut 01/19 á meðan Hotel er sá hluti
06/24 sem liggur austanmegn við braut 01/19 og er því stubburinn sem tengir 01/19 við akbraut Alpha.
Akbrautirnar tvær verða teknar í notkun á morgun, föstudaginn 9.apríl, en gildandi NOTAM sem lokar brautunum verður fellt út gildi kl. 07:00 að morgni 9.apríl.

Kort af akbrautunum á Reykjavíkurflugvelli
Í tilkynningu frá Isavia eru notendur Reykjavíkurflugvallar hvattir til þess að kynna sér vandað myndband sem hefur verið útbúið vegna þessara beytinga og dreifa því vítt og breitt og segir ennfremur að
forsvarsmenn flugskólanna mega sérstaklega hafa sína nemendur í huga.
Í meðfylgjandi myndbandi hér að neðan má sjá ítarlega kynningu á akbrautunum auk þess sem farið er yfir allar helstu mögulegar
akstursleiðir um Mike og Hotel miðað við lendingar og flugtök á brautum 13/31 og 01/19.
Benda má á að til þess að auðvelda leiðina til að muna hvort hlutinn af braut 06/24 er Mike og hvort er Hotel þá er akbraut Hotel nær hótelinu Hotel Natura sem áður hét Hótel Loftleiðir.
Myndband:


23. febrúar 2021
|
Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

16. apríl 2021
|
Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

29. mars 2021
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið jetBlue hefur fengið úthlutað lendingarplássum á Heathrow-flugvellinum í London en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu Airport Coordination Limited (ACL) sem

16. apríl 2021
|
Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

16. apríl 2021
|
Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

16. apríl 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

15. apríl 2021
|
Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

15. apríl 2021
|
Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

14. apríl 2021
|
Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

13. apríl 2021
|
Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

13. apríl 2021
|
Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu