flugfréttir

Flugfreyja hjá Norwegian dæmd í fangelsi vegna ölvunar

- Taldi sig hafa sennilega fengið sér rósavín í svefni án þess að vita af því

12. apríl 2021

|

Frétt skrifuð kl. 10:06

Flugfreyjan var í áhöfn sem gekkst öll undir áfengispróf á flugvellinum í Þrándheimi á dögunum

Flugfreyja hjá norska flugfélaginu Norwegian hefur verið dæmt til 36 daga fangelisvistar eftir að hún féll á áfengisprófi á flugvellinum í Þrándheimi skömmu fyrir brottför.

Fram kemur að flugfreyjan hafi verið að fagna afmæli föður síns daginn áður en hún átti að mæta til starfa í áætlunarflug frá Þrándheimi til Værnes en öll áhöfnin var látin gangast undir áfengispróf fyrir brottför og kom þá í ljós að áfengismagn upp á 0.37 prómill mældist hjá flugfreyjunni.

Flugfreyjan var samvinnuþýð við yfirheyrslur og viðurkenndi að hafa verið í afmælisveislu daginn áður þar sem hún drakk hálfa flösku af rósavíni með sushi sem hún át en hætti að drekka klukkan 15:00 og gerði ráð fyrir að það væri innan marka þar sem meira en 12 tímar voru í flugið.

Flugfreyjan sagði að hún hefði ekki verið viss um áfengismagnið í líkama sínum er hún vaknaði um morguninn og eina útskýringin sem hún hafði var að sennilega hefði hún vaknað upp um nóttina og fengið sér meira rósavín og drukkið það í svefni án þess að hafa gert sér grein fyrir því.

Flugfreyjan viðurkenndi að hún hefði ekki liðið eins og hún væri í sínu besta formi er hún vaknaði en taldi að ástæðan væri vegna heilsufarsvandamála vegna álags í vinnunni.

Dómstóll í Noregi taldi þá útskýringu vera uppspuna og segir í niðurstöðum dómsins að mjög hæpið sé að viðkomandi geri sér ekki grein fyrir að hann sé að fá sér meira vín ef hann vaknar upp og gengur fram í eldhús til þess að hella meira áfangi í glasið og snýr svo aftur í rúmið.

Lögregluþjónn, sem var viðstaddur er áfengisprófið var tekið, segir að flugfreyjan hafi verið mjög stressuð er áfengisprófið var tekið af áhöfninni sem undirstrikar að hún hafi vitað upp á sig sökina og hafi hún verið önnum kafin við að borða og drekka á meðan próf voru tekin af öðrum í áhöfninni.

Dómari sagði að flugfreyjan hefði átt að vita betur er hún vaknaði um morguninn til þess að mæta til starfa þar sem hennar starf snýst um að sjá um öryggi farþega um borð og vera til takst ef upp kemur neyðartilfelli.

Flugfreyjan hefur starfað í mörg ár fyrir Norwegian en hún ákvað að segja upp störfum í kjölfarið vegna atviksins.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga