flugfréttir
EASA gefur út tilmæli vegna galla í eldsneytisdælum á A320
Airbus A320 þota
Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur sent út tilmæli til flugfélaga og flugrekenda þar sem farið er fram á að skipt verði um eldsneytisdælur um borð í tilteknum fjölda af nánast öllum flugvélategundum í Airbus A320 fjölskyldunni.
Tilmælin ná til allt frá þotum af gerðinni Airbus A318 til A321neo en fram kemur að
stofnunin hafi áhyggjur af eldsneytisdælunum þar sem möguleg áhætta sé til staðar
að upp komi sprenging í eldsneytistönkum.
Í tilmælunum, sem voru birt þann 23. apríl sl. kemur fram að um annmarka sé að
ræða í gæðastaðli í tilteknum hluta á eldsneytispumpum á flugvélum sem
voru framleiddar fyrir 30. júní árið 2015.
Í ítarlegri sundurliðun á vandamálinu segir að komið hefur í ljós að hætta sé á því að læsingarbúnaður
í hjóli á drifskafti inn í eldsneytisdælunum geti losnað en ef slíkt gerist geti afleiðingarnar
verið mjög alvarlegar og sé því nauðsynlegt að bregðast við með viðeigandi skoðun.
Eldsneytisdælurnar sjá til þess að dæla eldsneyti úr eldsneytistönkunum um borð
í þotunum og á milli eldsneytistanka og koma því áleiðis til hreyflanna en dælurnar í þessu tilviki eru
framleiddar af fyrirtækinu Safran Aerosystems og hefur fyrirtækið haft samband
við Airbus vegna málsins.
Fram kemur í tilmælunum að flugrekendur þurfa að bregðast við innan 10 daga frá því að tilmælin taka í gildi þann 27. apríl næstkomandi eða innan 50 flugferða og úttekt á eldsneytisdælunum sé því nauðsynleg.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.