flugfréttir

Fara fram á myndbandsupptöku í stjórnklefum flugvéla

- Vilja að myndbandsriti (cockpit video recorder) verði hluti af svarta kassanum

27. apríl 2021

|

Frétt skrifuð kl. 12:14

Ekki eru allir á sama máli um kosti myndbandsrita (cockpit video recorder)

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur aftur komið fram með tillögu þar sem hvatt er til þess að flugmálayfirvöld víðsvegar í heiminum innleiði lög um að farþegaflugvélar verði útbúnar myndbandsrita (cockpit video recorder).

NTSB telur að ef krafa verði gerð um að myndbandsupptökubúnaður sé í stjórnklefa flugvéla ásamt hljóðrita og flugrita að þá verði hægt að auðvelda enn frekar rannsóknarvinnu vegna orsaka flugslyss fyrir rannsóknaraðila.

Hingað til hefur hljóðupptaka og gögn úr flugrita verið talin nægilegar upplýsingar til þess að átta sig á því hvaða þættir það voru sem ollu flugslysi en þessir tveir búnaðir eru betur þekktir sem „svarti kassinn“.

Tillaga sem kom fyrst fram árið 2000

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem NTSB kemur fram með tillögu um að myndbandsupptökubúnaði verði komið fyrir í flugvélum og segir að með því væri hægt að fá glögga mynd á hvaða aðgerðir það voru sem flugmennirnir voru að framkvæma skömmu fyrir slys.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa samt sínar efasemdir um myndbandsupptöku í stjórnklefanum og telja það mögulegt brot á persónuverndarlögum auk kostnaðar fyrir flugrekendur. NTSB hvetur hinsvegar flugfélög til þess að setja upp slíkan búnað sjálf án þess að bíða eftir samþykki frá flugmálayfirvöldum.

NTSB kom fyrst fram með tillögu um myndbandsrita árið 2000 en hugmyndin féll í grýttan jarðveg hjá flugfélögum sökum þess hversu dýr sú tækni er og þá hafa flugmenn einnig óttast að flugfélög gætu verið að skoða upptökurnar til þess að fylgjast með því hvernig þeir framkvæma störf sín í stjórnklefanum.

Hingað til hefur verið talið nóg að svarti kassinn samanstandi af flugrita og hljóðrita

Menn hafa einnig ekki verið sammála um að myndbandsupptaka sé að fara veita betri upplýsingar heldur en hljóðritinn sem talinn er duga nógu vel til fyrir rannsóknaraðila og flugslysasérfræðinga og mótmælir flugmannafélagið ALPA þessari tillögu og er tekið fram að myndbandsupptaka gæti virkað þveröfugt á rannsakaendur sem gætu frekar horft framhjá mikilvægum þáttum þar sem þeir gætu verið of fljótir á sér að meta orsökina út frá myndbandsupptökunni.

Þeir sem eru fylgjandi notkun á myndbandsrita segja að myndbandsupptaka, sem hefði verið streymt frá flugvélinni, hefði mögulega getað varpað ljósi á orsök hvarfs malasísku farþegaþotunnar, flugi MH370, sem hvarf sporlaust í mars árið 2014 og hefur ekki enn fundist.

Þá segir að ef báðir flugmenn missa skyndilega meðvitund í stjórnklefanum að þá komi hljóðupptaka að litlu gagni á meðan myndbandsriti gæti gefið góða mynd af því hvað átti sér stað í stjórnklefanum.

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur velt vöngum sínum yfir myndbandsrita allt frá árinu 1995 og kom með yfirlýsingu árið 2016 þar sem segir að möguleikinn á því að notast við myndbandsupptöku sem sýnir ástandið í stjórnklefanum gæti gert flugslysasérfræðingum mun auðveldara fyrir við rannsókn á flugslysum auk þess sem það gæti aukið traust almennings á störfum rannsóknaraðila.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga