flugfréttir

Stefna á 90 prósent af leiðarkerfinu í innanlandsfluginu

- Widerøe gerir ráð fyrir að fljúga til allra áfangastaðanna sumarið 2022

8. maí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 15:21

De Havilland Dash 8 Q200 flugvél frá Norwegian á flugvellinum í Båtsfjord

Norska flugfélagið Widerøe áætlar að það muni ná að fljúga í sumar allt að 90 prósent af framboðinu og þeim flugferðum sem félagið bauð upp á árið 2019.

Widerøe stefnir á að einblína á innanlandsflugið í Noregi út árið 2021 að minnsta kosti og sér fram á næga eftirspurn í flugi innanlands þar sem gert er ráð fyrir að Norðmenn muni verða duglegir í sumar að ferðast innanlands.

„Staðan er þannig að landamæri Noregs eru nokkurn veginn lokuð meira og minna og við gerum ráð fyrir að það verði þannig í nokkra mánuði til viðbótar“, segir Stein Nilsen, framkvæmdarstjóri Widerøe, sem gerir ráð fyrir að mynstrið í ferðaáætlunum Norðmanna verði svipað í sumar líkt og í fyrrasumar.

Nilsen bendir á að júlímánuður í fyrra hafi verið einn sá annasamasti í innanlandsfluginu í sögu flugfélagsins þar sem allir ferðuðust innanlands og enginn hafi verið að fljúga til Grikklands eða suðurhluta Spánar og sér hann fram á að það muni endurtaka sig í sumar.

Fyrir heimsfaraldurinn þá voru áfangastaðir í innanlandsflugi Widerøe um 85% af leiðarkerfi félagsins en um 40 prósent af þeim fá stuðning frá norska ríkinu sem greiðir niður flugfargjöld að hluta til. Félagið flýgur til margra afskekktra áfangastaða sem hafa engar lestasamgöngur og ökutími með bíl tekur langan tíma.

Widerøe gerir ráð fyrir að bæta við 10 til 12 flugleiðum í millilandafluginu í sumar en félagið hefur til að mynda flogið í heimsfaraldrinum á milli Bergen og Aberdeen og svo mun London Heathrow bætast við síðar í sumar.

Nilsen segir að sífellt sé verið að endurskoða leiðarkerfið og á hann von á að félagið muni fljúga til allra áfangastaðanna fyrir sumarið 2022.  fréttir af handahófi

Færri en 10 júmbó-þotur sem á eftir að afhenda

11. ágúst 2021

|

Í dag eru færri en tíu júmbó-þotur sem Boeing á eftir að afhenda af gerðinni Boeing 747-8 en eftir það mun framleiðsla á júmbó-þotunni taka enda.

Ryanair yfirgefur London Southend flugvöllinn

9. ágúst 2021

|

Ryanair hefur ákveðið að hætta að fljúga um Southend-flugvöllinn í London en stjórn flugvallarins reynir nú að sannfæra lágfargjaldafélagið írska um að halda áfram að fljúga um völlinn í stað þess a

Delta íhugar pöntun í 737 MAX

24. september 2021

|

Delta Air Lines segir að enn komi til greina að leggja inn pöntun í Boeing 737 MAX þoturnar en flugfélagið er eina félagið af fjórum stærstu flugfélögum Bandaríkjanna sem hefur ekki pantað Boeing 737

  Nýjustu flugfréttirnar

United sektað um yfir 240 milljónir vegna seinkana

27. september 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sektað United Airlines um 1.9 milljón Bandaríkjadali eða sem samsvarar 243 milljónum króna vegna seinkana þar sem farþegar þurftu að bíða um borð í flugvélum á

Delta íhugar pöntun í 737 MAX

24. september 2021

|

Delta Air Lines segir að enn komi til greina að leggja inn pöntun í Boeing 737 MAX þoturnar en flugfélagið er eina félagið af fjórum stærstu flugfélögum Bandaríkjanna sem hefur ekki pantað Boeing 737

Play bætir Amsterdam við leiðarkerfið

24. september 2021

|

Flugfélagið Play hefur bætt við nýjum áfangastaði í leiðarkerfið sem er Amsterdam en félagið mun byrja að fljúga á Schiphol-flugvöllinn í desember.

Skortur á flugmönnum næsta krísa sem blasir við í fluginu

22. september 2021

|

Eftir að flugfélög víða um heim fara senn að rísa upp úr þeirri krísu sem hefur legið yfir fluginðainum vegna heimsfaraldursins þá vofir yfir önnur tegund af krísu sem er skortur á flugmönnum.

Sex gamlar Boeing 757 þotur á leið til nýs flugfélags í Alaska

22. september 2021

|

Nýtt bandarískt flugfélag í Alaska, sem verið er að stofna, hefur tryggt sér sex Boeing 757 þotur úr flota American Airlines en nýja flugfélagið verður dótturfélag flugfélagsins Ravn Alaska.

Leiðarkerfi Emirates til Ameríku að nálgast það sem var árið 2019

20. september 2021

|

Emirates stefnir á að fljúga 90 prósent af öllu leiðarkerfi sínu sem félagið flaug til í Bandaríkjunum fyrir heimsfaraldurinn og það fyrir desember á þessu ári.

Jet Airways stefnir á endurkomu eftir áramót

13. september 2021

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur gert enn önnur áformin um að hefja flugrekstur á ný og er þetta þriðja tilraunin sem gerð verður til þess að koma starfsemi félagsins aftur í gang.

Heathrow kallar enn eftir aðgerðum til að auka flugumferð

13. september 2021

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London kallar enn og aftur eftir nýjum og skipulagðari takmörkunum á ferðalögum fyrir flugfarþega en enn hefur farþegum ekki náð að fjölga að neinu ráði um Heathrow-f

Wizz Air í viðræðum um pöntun á allt að 100 þotum frá Airbus

10. september 2021

|

Ungverska lágfargjaldaflugfélagið Wizz Air er sagt eiga í viðræðum við Airbus um risapöntun í að minnsta kosti 100 farþegaþotur til viðbótar.

Widerøe hefur áætlunarflug til Færeyja

7. september 2021

|

Norska flugfélagið Widerøe flaug á dögunum sitt fyrsta áætlunarflug til Færeyja en félagið mun fljúga tvisvar í viku til Vágar frá Bergen í Noregi.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00