flugfréttir

Bæta tekjumissinn með því að hækka flugumferðargjöld

- Tapið vegna COVID-19 mun greiðast af flugfélögum sem fljúga um Evrópu

17. maí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 17:58

Eurocontrol annast alla flugumferðarstjórnun og flugleiðsöguþjónustu í Evrópu

Talið er að þau flugfélög og þeir flugrekendur sem nýta sér afnot af evrópskri lofthelgi muni bæta upp þann tekjumissi sem orðið hefur á flugumferðarstjórnun vegna heimsfaraldursins með yfirvofandi hækkunum á leiðsögugjöldum.

Talið er að flugmálayfirvöld í flestum Evrópulöndum eigi eftir að hækka flugumferðargjöld en flugfélög og þeir sem hafa afnot af lofthelgi og flugumferðarsvæðum í Evrópu hafa hvatt lönd til þess að bæta tekjumissinn með því að fá styrki vegna COVID-19 frá ríkisstjórnum sinna landa í stað þess að láta notendur bæta tapið með því að hækka gjöldin.

Aðildarríki innan Evrópu hafa samþykkt að bæta tekjumissinn með hækkun á gjöldum og er miðað við þá flugumferð sem var í Evrópu árið 2019 en 60% samdráttur varð í flugumferð árið 2020 miðað við árið á undan.

Tekjumissirinn vegna þessa hljóðar upp á 817 milljarða króna og stendur til að bæta það upp með hækkun á þjónustugjöldum vegna flugumferðarstjórnunnar en Evrópusambandið hefur hvatt lönd innan Evrópu til þess að sleppa slíkum hækkunum þar sem rekstur flugfélaga er nógu viðkvæmur fyrir vegna heimsfaraldursins.

„Líkt og flugfélög og önnur fyrirtæki í flugiðnaðinum þá var gert ráð fyrir að flugleiðsögufyrirtæki myndu einnig lækka gjöld sín til þess að koma til móts við iðnaðinn en þessi fyrirtæki hafa ekki lækkað gjöld sín frá því faraldurinn hófst“, segir Thomas Reynaert hjá samtökunum Airlines for Europe (A4E).

Reynaert segir að þess í stað sé verið að ákveða að hækka gjöldin sem á eftir að gera bataferlið mun erfiðara fyrir flugfélög og önnur fyrirtæki í fluginu til að bæta upp fyrir tekjumissinn á meðan flugfélögin í Evrópu eru sjálf að reyna að ná sér eftir tæplega 5 þúsund milljarða króna tap vegna faraldursins.

„Á meðan flugfélög hafa gjörsamlega lamast fjárhagslega vegna aðstæðna sem er ekki þeim að kenna þá eru það mikil vonbrigði að lönd innan Evrópu ætli að hefta og hægja á bataferlinu í fluginu sem á eftir að skapa enn meiri erfiðleika er kemur að flugsamgöngum innan álfunnar“, segir Montserrat Barriga, yfirmaður European Regions Airline Association (ERA).  fréttir af handahófi

Vilja gera Sádí-Arabíu að einni stærstu tengiflugsmiðstöð heims

5. júlí 2021

|

Stjórnvöld í Sádí-Arabíu hafa ákveðið að taka stórt skref í því að efla ferðamannaiðnaðinum þar í landi til þess að laða að fleiri ferðamenn og verður einn stærsti liðurinn í því stofnun nýs flugfél

Mango stöðvar flugrekstur og aflýsir öllu flugi

27. júlí 2021

|

Suður-afríska lágfargjaldaflugfélagið Mango Airlines hefur aflýst öllu flugi og lagt niður allt áætlunarflug frá og með deginum í dag vegna vangoldinna skulda við flugumferðarstjórnina í Suður-Afrík

Uganda Airlines býr sig undir breiðþotuflug með A330-800

24. ágúst 2021

|

Flugfélagið Uganda Airlines býr sig undir að hefja áætlunarflug með breiðþotum í kjölfar þess að félagið hefur loksins fengið leyfi til þess að taka þær tvær Airbus A330-800 breiðþotur í notkun sem f

  Nýjustu flugfréttirnar

United sektað um yfir 240 milljónir vegna seinkana

27. september 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sektað United Airlines um 1.9 milljón Bandaríkjadali eða sem samsvarar 243 milljónum króna vegna seinkana þar sem farþegar þurftu að bíða um borð í flugvélum á

Delta íhugar pöntun í 737 MAX

24. september 2021

|

Delta Air Lines segir að enn komi til greina að leggja inn pöntun í Boeing 737 MAX þoturnar en flugfélagið er eina félagið af fjórum stærstu flugfélögum Bandaríkjanna sem hefur ekki pantað Boeing 737

Play bætir Amsterdam við leiðarkerfið

24. september 2021

|

Flugfélagið Play hefur bætt við nýjum áfangastaði í leiðarkerfið sem er Amsterdam en félagið mun byrja að fljúga á Schiphol-flugvöllinn í desember.

Skortur á flugmönnum næsta krísa sem blasir við í fluginu

22. september 2021

|

Eftir að flugfélög víða um heim fara senn að rísa upp úr þeirri krísu sem hefur legið yfir fluginðainum vegna heimsfaraldursins þá vofir yfir önnur tegund af krísu sem er skortur á flugmönnum.

Sex gamlar Boeing 757 þotur á leið til nýs flugfélags í Alaska

22. september 2021

|

Nýtt bandarískt flugfélag í Alaska, sem verið er að stofna, hefur tryggt sér sex Boeing 757 þotur úr flota American Airlines en nýja flugfélagið verður dótturfélag flugfélagsins Ravn Alaska.

Leiðarkerfi Emirates til Ameríku að nálgast það sem var árið 2019

20. september 2021

|

Emirates stefnir á að fljúga 90 prósent af öllu leiðarkerfi sínu sem félagið flaug til í Bandaríkjunum fyrir heimsfaraldurinn og það fyrir desember á þessu ári.

Jet Airways stefnir á endurkomu eftir áramót

13. september 2021

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur gert enn önnur áformin um að hefja flugrekstur á ný og er þetta þriðja tilraunin sem gerð verður til þess að koma starfsemi félagsins aftur í gang.

Heathrow kallar enn eftir aðgerðum til að auka flugumferð

13. september 2021

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London kallar enn og aftur eftir nýjum og skipulagðari takmörkunum á ferðalögum fyrir flugfarþega en enn hefur farþegum ekki náð að fjölga að neinu ráði um Heathrow-f

Wizz Air í viðræðum um pöntun á allt að 100 þotum frá Airbus

10. september 2021

|

Ungverska lágfargjaldaflugfélagið Wizz Air er sagt eiga í viðræðum við Airbus um risapöntun í að minnsta kosti 100 farþegaþotur til viðbótar.

Widerøe hefur áætlunarflug til Færeyja

7. september 2021

|

Norska flugfélagið Widerøe flaug á dögunum sitt fyrsta áætlunarflug til Færeyja en félagið mun fljúga tvisvar í viku til Vágar frá Bergen í Noregi.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00