flugfréttir

Áhafnir láta ekki sjá sig til starfa fyrir flug til Indlands

19. maí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 19:51

Flugvélar British Airways á Gatwick-flugvelli

British Aiways hefur lent í vandræðum með að manna áhafnir í áætlunarflugi félagsins til Indlands þar sem einhverjar flugfreyjur og flugþjónar hafa ekki mætt til vinnu vegna ótta við þann gríðarlega fjölda kórónaveirusmita á Indlandi.

Yfir 4.000 manns hafa látist daglega sl. tvær vikur á Indlandi vegna COVID-19 en British Airways flýgur meðal annars til Bombay, Hyderabad, Delhi, Chennai og Bangalore á meðan flug til Kalkútta liggur niðri.

British Airways hefur meðal annars gripið til þess ráðst að fljúga samdægurs til baka til Bretlands frá Indlandi til þess að komast hjá áhættunni á því að áhafnir smitist þegar dvalið er yfir nóttu í landinu.

Yfirmenn flugfélagsins breska hafa hvatt flugfreyjur og flugþjóna að mæta til starfa í stað þess að láta ekki sjá sig þegar kemur að brottför.

„Ef ykkur líður ekki vel með það að fljúga til Indlands þá endilega látið vita með því að fylla út þar til gert eyðublað og við munum þá láta fjarlægja ykkur af vaktinni“, segir í bréfi félagsins en einn starfsmaður British Airways segir að áhafnir eru mjög smeikar við að fljúga til Indlands.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur þegar varað við því að flugferðir til og frá Indlandi geti haft miklar afleiðingar á afléttingaráætlun bresku ríkisstjórnarinnar en nú þegar hafa greinst 1.300 tilvik í Bretlandi af indverska afbrigði veirunnar.  fréttir af handahófi

Alþjóðlegt drónaverkefni við Egilsstaðaflugvöll

25. ágúst 2021

|

Dróna á vegum norska fyrirtækisins Norwegian Special Mission (NSM) verður flogið í nágrenni Egilsstaðaflugvallar dagana 23-25. ágúst 2021.

Leiðarkerfi Emirates til Ameríku að nálgast það sem var árið 2019

20. september 2021

|

Emirates stefnir á að fljúga 90 prósent af öllu leiðarkerfi sínu sem félagið flaug til í Bandaríkjunum fyrir heimsfaraldurinn og það fyrir desember á þessu ári.

Air India ætlar að hafa júmbó-þoturnar áfram í flotanum

31. júlí 2021

|

Indverska flugfélagið Air India ætlar ekki að hætta með Boeing 747 og stefnir félagið á að fljúga júmbó-þotunum áfram en uppi hefur verið orðrómur um að félagið ætli að hætta með þær fljótlega.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sektað um yfir 240 milljónir vegna seinkana

27. september 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sektað United Airlines um 1.9 milljón Bandaríkjadali eða sem samsvarar 243 milljónum króna vegna seinkana þar sem farþegar þurftu að bíða um borð í flugvélum á

Delta íhugar pöntun í 737 MAX

24. september 2021

|

Delta Air Lines segir að enn komi til greina að leggja inn pöntun í Boeing 737 MAX þoturnar en flugfélagið er eina félagið af fjórum stærstu flugfélögum Bandaríkjanna sem hefur ekki pantað Boeing 737

Play bætir Amsterdam við leiðarkerfið

24. september 2021

|

Flugfélagið Play hefur bætt við nýjum áfangastaði í leiðarkerfið sem er Amsterdam en félagið mun byrja að fljúga á Schiphol-flugvöllinn í desember.

Skortur á flugmönnum næsta krísa sem blasir við í fluginu

22. september 2021

|

Eftir að flugfélög víða um heim fara senn að rísa upp úr þeirri krísu sem hefur legið yfir fluginðainum vegna heimsfaraldursins þá vofir yfir önnur tegund af krísu sem er skortur á flugmönnum.

Sex gamlar Boeing 757 þotur á leið til nýs flugfélags í Alaska

22. september 2021

|

Nýtt bandarískt flugfélag í Alaska, sem verið er að stofna, hefur tryggt sér sex Boeing 757 þotur úr flota American Airlines en nýja flugfélagið verður dótturfélag flugfélagsins Ravn Alaska.

Leiðarkerfi Emirates til Ameríku að nálgast það sem var árið 2019

20. september 2021

|

Emirates stefnir á að fljúga 90 prósent af öllu leiðarkerfi sínu sem félagið flaug til í Bandaríkjunum fyrir heimsfaraldurinn og það fyrir desember á þessu ári.

Jet Airways stefnir á endurkomu eftir áramót

13. september 2021

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur gert enn önnur áformin um að hefja flugrekstur á ný og er þetta þriðja tilraunin sem gerð verður til þess að koma starfsemi félagsins aftur í gang.

Heathrow kallar enn eftir aðgerðum til að auka flugumferð

13. september 2021

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London kallar enn og aftur eftir nýjum og skipulagðari takmörkunum á ferðalögum fyrir flugfarþega en enn hefur farþegum ekki náð að fjölga að neinu ráði um Heathrow-f

Wizz Air í viðræðum um pöntun á allt að 100 þotum frá Airbus

10. september 2021

|

Ungverska lágfargjaldaflugfélagið Wizz Air er sagt eiga í viðræðum við Airbus um risapöntun í að minnsta kosti 100 farþegaþotur til viðbótar.

Widerøe hefur áætlunarflug til Færeyja

7. september 2021

|

Norska flugfélagið Widerøe flaug á dögunum sitt fyrsta áætlunarflug til Færeyja en félagið mun fljúga tvisvar í viku til Vágar frá Bergen í Noregi.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00