flugfréttir

Íhuga að panta yfir 100 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX 10

24. maí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 15:34

Ryanair íhugar að panta yfir 100 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX 10

Ryanair á í viðræðum við Boeing um pöntun á yfir 100 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX 10 sem félagið myndi fá afhentar eftir árið 2026 en þá gerir Ryanair ráð fyrir að vera búið að fá allar Boeing 737 MAX 200 þoturnar afhentar.

Ef Ryanair pantar Boeing 737 MAX 10 vélarnar þá myndu þær koma með sætum fyrir 230 farþega en Michael O´Leary, framkvæmdastjóri félagsins, segir að Ryanair eigi eftir að stækka enn hraðar á næstu fjórum til fimm árum eftir faraldurinn og meðal annars vegna stöðunnar á mörkuðum þar sem önnur flugfélög hafa dregið sig til hlés.

Í dag á Ryanair von á 230 Boeing 737 MAX þotum en félagið á enn eftir að fá þá fyrstu afhenta. Lágfargjaldafélagið írska segir að 737 MAX 200 vélarnar verði allt að 16 prósent sparneytnari en núverandi þotur í flotanum sem eru af gerðinni Boeing 737-800.

Með 230 sætum myndi Boeing 737 MAX 10 gera Ryanair kleift að keppa við Airbus A321neo þotur Wizz Air sem koma með sæti fyrir 239 farþega en félagið hefur fengið 23 þotur afhentar af þeirri gerð og á von á 212 til viðbótar.

Flugfloti Ryanair Group, sem samanstendur af Ryanair, Ryanair UK, Buzz, Malta Air og Lauda Europe, telur 451 flugvél en af þeim er 341 þota í notkun í dag á meðan 110 þotur eru í geymslu vegna heimsfaraldursins.  fréttir af handahófi

Setti pinnann í rangt gat á nefhjólastellinu

14. júlí 2021

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi hefur gefið frá sér bráðabirgðaskýrslu varðandi atvik sem átti sér stað er nefhjól féll saman á Boeing 787 Dreamliner-þotu hjá British Airways á flughlaði á Heat

Ætla að ráða 2.000 flugmenn á Boeing 737 MAX þoturnar

12. júlí 2021

|

Ryanair hefur lýst því yfir að til standi að ráða um 2.000 flugmenn á næstu þremur árum í tengslum við nýju Boeing 737 MAX þoturnar en félagið fékk þær fyrstu afhentar um miðjan síðasta mánuð.

FAA kemur auga á nýtt vandamál á Boeing 787

13. júlí 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa komið auga á nýtt vandamál í einhverjum af þeim Dreamliner-þotum sem framleiddar hafa verið sem enn á eftir að afhenda til viðskiptavina.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sektað um yfir 240 milljónir vegna seinkana

27. september 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sektað United Airlines um 1.9 milljón Bandaríkjadali eða sem samsvarar 243 milljónum króna vegna seinkana þar sem farþegar þurftu að bíða um borð í flugvélum á

Delta íhugar pöntun í 737 MAX

24. september 2021

|

Delta Air Lines segir að enn komi til greina að leggja inn pöntun í Boeing 737 MAX þoturnar en flugfélagið er eina félagið af fjórum stærstu flugfélögum Bandaríkjanna sem hefur ekki pantað Boeing 737

Play bætir Amsterdam við leiðarkerfið

24. september 2021

|

Flugfélagið Play hefur bætt við nýjum áfangastaði í leiðarkerfið sem er Amsterdam en félagið mun byrja að fljúga á Schiphol-flugvöllinn í desember.

Skortur á flugmönnum næsta krísa sem blasir við í fluginu

22. september 2021

|

Eftir að flugfélög víða um heim fara senn að rísa upp úr þeirri krísu sem hefur legið yfir fluginðainum vegna heimsfaraldursins þá vofir yfir önnur tegund af krísu sem er skortur á flugmönnum.

Sex gamlar Boeing 757 þotur á leið til nýs flugfélags í Alaska

22. september 2021

|

Nýtt bandarískt flugfélag í Alaska, sem verið er að stofna, hefur tryggt sér sex Boeing 757 þotur úr flota American Airlines en nýja flugfélagið verður dótturfélag flugfélagsins Ravn Alaska.

Leiðarkerfi Emirates til Ameríku að nálgast það sem var árið 2019

20. september 2021

|

Emirates stefnir á að fljúga 90 prósent af öllu leiðarkerfi sínu sem félagið flaug til í Bandaríkjunum fyrir heimsfaraldurinn og það fyrir desember á þessu ári.

Jet Airways stefnir á endurkomu eftir áramót

13. september 2021

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur gert enn önnur áformin um að hefja flugrekstur á ný og er þetta þriðja tilraunin sem gerð verður til þess að koma starfsemi félagsins aftur í gang.

Heathrow kallar enn eftir aðgerðum til að auka flugumferð

13. september 2021

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London kallar enn og aftur eftir nýjum og skipulagðari takmörkunum á ferðalögum fyrir flugfarþega en enn hefur farþegum ekki náð að fjölga að neinu ráði um Heathrow-f

Wizz Air í viðræðum um pöntun á allt að 100 þotum frá Airbus

10. september 2021

|

Ungverska lágfargjaldaflugfélagið Wizz Air er sagt eiga í viðræðum við Airbus um risapöntun í að minnsta kosti 100 farþegaþotur til viðbótar.

Widerøe hefur áætlunarflug til Færeyja

7. september 2021

|

Norska flugfélagið Widerøe flaug á dögunum sitt fyrsta áætlunarflug til Færeyja en félagið mun fljúga tvisvar í viku til Vágar frá Bergen í Noregi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00