flugfréttir

Stefna á að auka flugdrægi A220 þotunnar enn frekar

25. maí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 12:18

Airbus A220 þotan sem upphaflega var smíðuð af Bombardier

Airbus leggur nú drög að því að auka flugdrægi Airbus A220-100 þotunnar með það markmið að þotan geti flogið allt að 6.390 kílómetra (3.450 nm) eða 93 kílómetrum lengra en hún gerir í dag.

Þetta er aðallega gert til þess að uppfylla óskir bandaríska flugfélagsins Breeze Airways sem stefnir á að panta Airbus A220-100 þotuna með því skilyrði að hún geti flogið eilítið lengra svo hún passi inn í þær framtíðaráætlanir sem félagið hefur.

Breeze Airways stefnir á fyrsta áætlunarflugið þann 27. maí næstkomandi en félagið, sem var stofnað í júlí árið 2018, mun hefja flugrekstur með sex Embraer-þotum og þá á félagið von á 80 þotum af gerðinni Airbus A220-300.

David Neeleman, stofnandi Breeze Airways, hefur áhuga á að panta A220-100 þotuna og nota hana til þeirra áfangastaða þar sem flugtíminn er yfir tvær klukkustundir og þrýstir félagið því nú á Airbus til þess að auka flugdrægið vélanna.

Airbus hafði árið 2019 aukið flugdrægi A220 vélanna um 450 nm mílur til þess að koma til móts við viðskiptavini sem óskuðu eftir meira flugdrægi og var hámarksflugtaksþungi þotnanna einnig hækkaður upp í 5.000 pund (lbs).

Breeze Airways mun fljúga fyrsta flugið næstkomandi fimmtudag og verður fyrsta flugið á milli Tampa í Flóróda og Charleston í Suður-Karólínu en flest áætlunarflugin í sumar verða til að byrja með undir 1.609 kílómetrar á lengd og þau stystu aðeins 530 kílómetrar en félagið stefnir á að fljúga lengri vegalengdir milli áfangastaða í haust.  fréttir af handahófi

Fara fram á 50 prósent nýtni á lendingarplássum

26. júlí 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) fordæma harðlega nýjustu yfirlýsingar frá Evrópusambandinu þar sem farið er fram á að flugfélög verði í vetur að nýta sér að minnsta kosti 50% af þeim lendingarplás

Vinnuvernd viðurkennt sem fluglæknasetur

3. september 2021

|

Samgöngustofa viðurkenndi nýlega starfsemi Vinnuverndar á sviði fluglækninga sem fluglæknasetur (Aero-medical center) en sú viðurkenning hefur m.a. það í för með sér að fyrirtækið getur nú sinnt öll

Heimsmet slegið í rafmagnsflugi með sólarorku

27. júlí 2021

|

Heimsmet var sett fyrr í mánuðinum er lítil rafmagnsflugvél flaug lengsta flug sem flogið hefur verið með flugvél sem knúin er áfram fyrir sólarorku þar sem komið er við á nokkrum flugvöllum á leiðin

  Nýjustu flugfréttirnar

United sektað um yfir 240 milljónir vegna seinkana

27. september 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sektað United Airlines um 1.9 milljón Bandaríkjadali eða sem samsvarar 243 milljónum króna vegna seinkana þar sem farþegar þurftu að bíða um borð í flugvélum á

Delta íhugar pöntun í 737 MAX

24. september 2021

|

Delta Air Lines segir að enn komi til greina að leggja inn pöntun í Boeing 737 MAX þoturnar en flugfélagið er eina félagið af fjórum stærstu flugfélögum Bandaríkjanna sem hefur ekki pantað Boeing 737

Play bætir Amsterdam við leiðarkerfið

24. september 2021

|

Flugfélagið Play hefur bætt við nýjum áfangastaði í leiðarkerfið sem er Amsterdam en félagið mun byrja að fljúga á Schiphol-flugvöllinn í desember.

Skortur á flugmönnum næsta krísa sem blasir við í fluginu

22. september 2021

|

Eftir að flugfélög víða um heim fara senn að rísa upp úr þeirri krísu sem hefur legið yfir fluginðainum vegna heimsfaraldursins þá vofir yfir önnur tegund af krísu sem er skortur á flugmönnum.

Sex gamlar Boeing 757 þotur á leið til nýs flugfélags í Alaska

22. september 2021

|

Nýtt bandarískt flugfélag í Alaska, sem verið er að stofna, hefur tryggt sér sex Boeing 757 þotur úr flota American Airlines en nýja flugfélagið verður dótturfélag flugfélagsins Ravn Alaska.

Leiðarkerfi Emirates til Ameríku að nálgast það sem var árið 2019

20. september 2021

|

Emirates stefnir á að fljúga 90 prósent af öllu leiðarkerfi sínu sem félagið flaug til í Bandaríkjunum fyrir heimsfaraldurinn og það fyrir desember á þessu ári.

Jet Airways stefnir á endurkomu eftir áramót

13. september 2021

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur gert enn önnur áformin um að hefja flugrekstur á ný og er þetta þriðja tilraunin sem gerð verður til þess að koma starfsemi félagsins aftur í gang.

Heathrow kallar enn eftir aðgerðum til að auka flugumferð

13. september 2021

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London kallar enn og aftur eftir nýjum og skipulagðari takmörkunum á ferðalögum fyrir flugfarþega en enn hefur farþegum ekki náð að fjölga að neinu ráði um Heathrow-f

Wizz Air í viðræðum um pöntun á allt að 100 þotum frá Airbus

10. september 2021

|

Ungverska lágfargjaldaflugfélagið Wizz Air er sagt eiga í viðræðum við Airbus um risapöntun í að minnsta kosti 100 farþegaþotur til viðbótar.

Widerøe hefur áætlunarflug til Færeyja

7. september 2021

|

Norska flugfélagið Widerøe flaug á dögunum sitt fyrsta áætlunarflug til Færeyja en félagið mun fljúga tvisvar í viku til Vágar frá Bergen í Noregi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00