flugfréttir

Ráðningar að fara mun hraðar af stað en búist var við

- Bandarísku flugfélögin búa sig undir að ráða áhafnir af fullum krafti

7. júní 2021

|

Frétt skrifuð kl. 22:44

Fljótlega eftir að dreifing á bóluefni hófst vestanhafs byrjuðu flugfélögin vestanhafs að huga að ráðningum á nýjan leik

Bandarísk flugfélög eru óðum að koma sér í gírinn fyrir væntanlega uppsveiflu í fluginu eftir heimsfaraldurinn og eru flest flugfélög vestanhafs farin að undirbúa sig fyrir að ráða aftur starfsfólk.

Gert er ráð fyrir að flestar ráðningar varði flugfreyjur og flugþjóna en þrjú stærstu flugfélög Bandaríkjanna, American Airlines, Delta Air Lines og United Airlines, hafa lýst því yfir að þau séu þegar byrjuð að auglýsa eftir starfsfólki og séu enn fleiri ráðningar á döfunni á næstu vikum og mánuðum.

Sara Nelson, formaður samtakanna Association of Flight Attendants, sem er eitt stærsta starfsmannafélag Bandaríkjanna í flugiðnaðinum, segir að í dag séu um 80.000 flugfreyjur og flugþjónar sem starfa í greininni og er talið að sú tala fari yfir 100.000 innan tveggja ára.

Fram kemur að ráðningar í flugtengd störf séu að hefjast fyrr en gert var ráð fyrir - „Ég myndi segja að þetta er að koma svolítið á óvart að þetta sé strax farið að gerast og er þetta án efa sterkt vísbending um að bataferlið eigi eftir að gerast hratt“, segir Philip Baggaley, yfirmaður yfir greiningardeild á flugsviði hjá fyrirtækinu Standard & Poors.

Almennt séð er flugumferð ekki enn farinn að nálgast þann fjölda flugferða sem farnar voru fyrir faraldurinn og eru ferðalög í viðskiptaerindum enn í sögulegu lágmarki og þá hefur fjöldi millilandaflugferða til og frá Bandaríkjunum aukist frekar hægt.

Þrátt fyrir það þá er bókunum að fjölga gríðarlega meðal fólks sem er að ferðast sér til skemmtunar á styttri flugleiðum og slíkar bókanir á fargjöldum meðal bandarískra flugfélaga er farnar að nálgast sama fjölda og var fyrir faraldurinn sem kallar á þörf eftir fleira starfsfólki meðal flugfélaganna.

Flest af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna sjá þörf á því að hefja ráðningar á starfsmönnum sem fyrst til að koma til móts við mikla aukningu í bókunum

Um 757 þúsund manns voru á launaskrá hjá bandarískum flugfélögum í febrúar árið 2020, rétt áður en heimsfaraldurinn skall á, sem var mesti starfsmannafjöldi meðal flugfélaganna vestanhafs frá því daganna fyrir 11. september árið 2001.

Flugfélögin sögðu upp um 18 prósent af starfsfólki sínu árið 2020 en botninum var náð í október í fyrra en eftir að dreifing hófst á bóluefninu við COVID-19 fóru flugfélögin að hefja ráðningar hægt og rólega á ný og hafði starfsmannafjöldinn aukist um 6% í mars á þessu ári.

Séð er fram á að enn fleiri starfsmenn eigi eftir að verða ráðnir fyrir lok ársins en bandarísku flugfélögin vilja fara mjög varlega í að spá fyrir um hversu margir verða ráðnir í ár.

Nelson segist ekki eiga von á því að flugfélögin eigi eftir að verða í vandræðum með að ráða aftur starfsfólk þar sem laun flugfreyja og flugþjóna eru allt að 600.000 á mánuði og þá geta laun flugmanna verið tvöföld sú upphæð.

Hinsvegar þarf einnig að ráða marga flugmenn til baka þar sem margir þeirra þáðu uppsagnarpakka með starfslokagreiðslum árið 2020.

„Það voru margir sem yfirgáfu hreinlega flugiðnaðinn í fyrra fyrir fullt gg allt og munu ekki snúa aftur í háloftin. Meirihlutinn mun koma aftur og vilja komast aftur í loftið. Þetta er þannig starf að það er í blóðinu hjá flestum“, segir Nelson.

Mörg greiningar- og ráðgjafarfyrirtæki innan flugsins sjá fram á að enn verri skortur á flugmönnum bíði handan við hornið eftir heimsfaraldurinn og hafa margir flugskólar búið sig undir mikla ásókn í flugnám og hefur einn af stærstu flugskólum Bandaríkjanna opnað nokkur ný útibú í landinu þar sem ekki hefur dregið úr aðsókn í flugnám þrátt fyrir ástandið í fluginu síðustu mánuði.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga