flugfréttir

Fyrsta þota PLAY komin til landsins

15. júní 2021

|

Frétt skrifuð kl. 18:05

Airbus A321neo yfir Reykjavík í dag / Ljósmynd: Birgir Steinar

Fyrsta farþegaþota flugfélagsins PLAY kom til landsins í dag en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:47 eftir ferjuflug frá Chennault International (Lake Charles) flugvellinum í Louisiana í Bandaríkjunum með viðkomu í Bangor í Maine.

Fyrsta þota PLAY er af gerðinni Airbus A321neo og er nýbúið að mála þotuna í litum félagsins sem málningarvinnan fór fram í Texas í Bandaríkjunum.

Þotan ber skráninguna TF-AEW og er hún þriggja ára gömul en hún var fyrst afhent til mexíkóska flugfélagsins Interjet árið 2018 en það flugfélag varð illa fyrir barðinu á kórónaveirufaraldrinum og var þotan færð í geymslu í mars í fyrra.

Tvær þotur sömu gerðar voru einnig færðar í geymslu í fyrra sem voru í flota InterJet sem PLAY hefur einnig tryggt sér en þær eru væntanlegar til landsins á næstu dögum.

TF-AEW á Keflavíkurflugvelli eftir komuna / Ljósmynd: Oliver Steinar

Næst tekur við að undirbúa þotuna fyrir sitt fyrsta flug með farþega en fyrsta áætlunarflugið er áætlað þann 24. júní næstkomandi til London en PLAY mun fljúga á Stansted-flugvöll fyrstu um sinn og síðan er áætlað að hefja flug til London Gatwick.

Skömmu áður en TF-AEW lenti á Keflavíkurflugvelli tók þotan yfirflug yfir Reykjavík og voru meðal annars teknar myndir af henni úr lofti úr lítilli Cessnu-flugvél sem var með ljósmyndara um borð.

Meðal áfangastaða sem PLAY stefnir á að fljúga til í sumar fyrir utan London eru Kaupmannahöfn, Alicante, Barcelona, Berlín, París og Tenerife.

TF-AEW yfir Grafarvogi í dag / Ljósmynd: Birgir Steinar

Myndbönd:

  fréttir af handahófi

195.000 farþegar flugu með Icelandair í júlí

6. ágúst 2021

|

Gríðarleg aukning varð á farþegum sem flugu með Icelandair í seinasta mánuði en í júlí fjölgaði farþegum í millilandaflugi um 167 prósent á milli ára.

Heathrow kallar enn eftir aðgerðum til að auka flugumferð

13. september 2021

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London kallar enn og aftur eftir nýjum og skipulagðari takmörkunum á ferðalögum fyrir flugfarþega en enn hefur farþegum ekki náð að fjölga að neinu ráði um Heathrow-f

Air France-KLM íhugar að panta 160 þotur frá Boeing eða Airbus

12. júlí 2021

|

Air France-KLM hefur hafið viðræður við bæði Boeing og Airbus um risapöntun sem gæti orðið ein sú stærsta í sögu fyrirtækisins.

  Nýjustu flugfréttirnar

United sektað um yfir 240 milljónir vegna seinkana

27. september 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sektað United Airlines um 1.9 milljón Bandaríkjadali eða sem samsvarar 243 milljónum króna vegna seinkana þar sem farþegar þurftu að bíða um borð í flugvélum á

Delta íhugar pöntun í 737 MAX

24. september 2021

|

Delta Air Lines segir að enn komi til greina að leggja inn pöntun í Boeing 737 MAX þoturnar en flugfélagið er eina félagið af fjórum stærstu flugfélögum Bandaríkjanna sem hefur ekki pantað Boeing 737

Play bætir Amsterdam við leiðarkerfið

24. september 2021

|

Flugfélagið Play hefur bætt við nýjum áfangastaði í leiðarkerfið sem er Amsterdam en félagið mun byrja að fljúga á Schiphol-flugvöllinn í desember.

Skortur á flugmönnum næsta krísa sem blasir við í fluginu

22. september 2021

|

Eftir að flugfélög víða um heim fara senn að rísa upp úr þeirri krísu sem hefur legið yfir fluginðainum vegna heimsfaraldursins þá vofir yfir önnur tegund af krísu sem er skortur á flugmönnum.

Sex gamlar Boeing 757 þotur á leið til nýs flugfélags í Alaska

22. september 2021

|

Nýtt bandarískt flugfélag í Alaska, sem verið er að stofna, hefur tryggt sér sex Boeing 757 þotur úr flota American Airlines en nýja flugfélagið verður dótturfélag flugfélagsins Ravn Alaska.

Leiðarkerfi Emirates til Ameríku að nálgast það sem var árið 2019

20. september 2021

|

Emirates stefnir á að fljúga 90 prósent af öllu leiðarkerfi sínu sem félagið flaug til í Bandaríkjunum fyrir heimsfaraldurinn og það fyrir desember á þessu ári.

Jet Airways stefnir á endurkomu eftir áramót

13. september 2021

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur gert enn önnur áformin um að hefja flugrekstur á ný og er þetta þriðja tilraunin sem gerð verður til þess að koma starfsemi félagsins aftur í gang.

Heathrow kallar enn eftir aðgerðum til að auka flugumferð

13. september 2021

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London kallar enn og aftur eftir nýjum og skipulagðari takmörkunum á ferðalögum fyrir flugfarþega en enn hefur farþegum ekki náð að fjölga að neinu ráði um Heathrow-f

Wizz Air í viðræðum um pöntun á allt að 100 þotum frá Airbus

10. september 2021

|

Ungverska lágfargjaldaflugfélagið Wizz Air er sagt eiga í viðræðum við Airbus um risapöntun í að minnsta kosti 100 farþegaþotur til viðbótar.

Widerøe hefur áætlunarflug til Færeyja

7. september 2021

|

Norska flugfélagið Widerøe flaug á dögunum sitt fyrsta áætlunarflug til Færeyja en félagið mun fljúga tvisvar í viku til Vágar frá Bergen í Noregi.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00