flugfréttir

Í oddaflugi yfir eldgosinu

- Ljósmyndaflug fyrir flugvélaframleiðandann Diamond Aircraft

15. júní 2021

|

Frétt skrifuð kl. 20:46

Diamond flugvélaframleiðandinn ætlar að nota myndirnar í kynningar- og markaðsefni

Sex kennsluvélar Flugakademíu Íslands flugu á dögunum oddaflug yfir gosstöðvarnar í Geldingadölum, en flugið var framkvæmt að beiðni Diamond flugvélaframleiðandans, sem hafa mikinn áhuga á því að nýta myndefnið í markaðs- og kynningarstarfi.

Óhætt er að segja að yfirflug vélanna hafi vakið athygli heimafólks á Suðurnesjunum enda eru oddaflug sem þessi ekki algeng hér á landi.

Samkvæmt Alexöndru Tómasdóttur, markaðsstjóra Flugakademíu Íslands var tilgangur flugferðarinnar tvíþættur. „Annars vegar vegna fyrirspurnar Diamond flugvélaframleiðandans um myndatöku af Diamond vélum Flugakademíunnar yfir gosinu og hins vegar til að fagna því að á dögunum útskrifuðust fyrstu atvinnuflugmenn skólans undir nýju heiti Flugakademíunnar.“ Alexandra bætir við að dagurinn hafi verið einstaklega skemmtilegur dagur. „Ég held að óhætt sé að segja að allir þeir sem komu að þessu verkefni og urðu vitni af fluginu hafi haft gaman af“.

Bjartir tímar framundan í fluginu

Þess má geta að til þess að oddaflug sé framkvæmt af öryggi þarf að huga að fjölmörgum atriðum, flugmenn þurfa að vera einstaklega vel samstilltir og flugið skipulagt í þaula. Kári Kárason, forstöðumaður Flugakademíu Íslands, og Davíð Brár Unnarsson, skólastjóri Flugakademíunnar, flugu fremstu vélunum og stýrðu fluginu. 

Flugvélarnar sex í samflugi við gíginn í Geldingadal

„Þetta gekk mjög vel, fylkingarflug krefst undirbúnings og þjálfunar og nýttum við tækifærið til að æfa þetta vel. Okkar reynslumestu flugkennarar fengu þetta verkefni og leystu það mjög vel af hendi“, sagði Kári Kárason að loknu fluginu. „Það er alltaf gaman að taka þátt í svona öðruvísi flugverkefnum og vonandi getum við gert meira af þessu á flughátíðum og flugsýningum. Það eru þrátt fyrir allt bjartir tímar framundan í fluginu, flugfélög farin að ráða flugmenn aftur og við finnum fyrir auknum áhuga á flugnámi sem eru frábærar fréttir.“

Kennsluvélarnar merktar með nýju merki Flugakademíu Íslands

Eftir sameiningarferli Flugakademíu Keilis og Flugskóla Íslands á síðasta ári, hafa skólarnir nú sameinast undir nafni og merkjum Flugakademíu Íslands, sem er fyrir vikið einn af stærstu og öflugustu skólum Norðurlandanna. 

Kennsluvélin TF-KFI á flugi yfir gígnum

Kennsluvélarnar sem tóku þátt í oddafluginu yfir Geldingadölum eru allar merktar nýju merki Flugakademíu Íslands, en H:N Markaðssamskipti höfðu umsjón með gerð nýs hönnunarstaðals skólans. Ljósmyndari flugsins var Þráinn Kolbeinsson, sem hefur meðal annars farið mikinn í myndatökum á Reykjanesinu að undanförnu.

Opið er fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflug Flugakademíu Íslands til 30. júlí og geta áhugasamir umsækjendur mætt á kynningardag í verklegri aðstöðu skólans á Reykjavíkurflugvelli 24. júní næstkomandi til að kynna sér námið.  fréttir af handahófi

London City ætlar að verða fyrsti kolefnalausi flugvöllur heims

18. maí 2022

|

London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

  Nýjustu flugfréttirnar

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

21. júní 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

Asiana Airlines dustar rykið af risaþotunum

16. júní 2022

|

Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

Svara fyrir ummæli forstjórans um þreytu meðal starfsmanna

14. júní 2022

|

Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

Fyrri lendingarkeppnin á Tungubökkum fór fram í gær

10. júní 2022

|

Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm

Herða flugöryggi í Nepal í kjölfar flugslyss í lok maí

7. júní 2022

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa ákveðið að herða flugöryggi og boðað til aðgerða er kemur að flugstarfsemi í vafasömu veðri og takmörkuðu skyggni í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 29. maí síða

90 flugmönnum bannað að fljúga 737 MAX tímabundið

7. júní 2022

|

Indverska lágfargjaldafélagið SpiceJet hefur bannað 90 af sínum flugmönnum að fljúga Boeing 737 MAX þotum eftir að flugfélagið fékk sekt frá indverskum flugmálayfirvöldum vegna annmarka í þjálfun fl