flugfréttir
Grasrótin í stríði við FAA vegna þjálfunar á sérstakar flugvélar
- Skert frelsi til flugþjálfunar á heimasmíði, listflugvélum og gömlum flugvélum

Ef reglugerðin nær fram að ganga verður erfiðara fyrir einkaflugmenn að fá þjálfun á sérstakar flugvélategundir
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af grasrótarsamtökum í fluginu vestanhafs eftir að stofnunin sendi frá sér yfirlýsingu varðandi fyirhugaða innleiðingu á reglugerðum er varðar flugkennslu á ákveðnum tegundum flugvéla í sérstökum flokkum.
Nýja reglugerðin myndi koma í veg fyrir að eigendur ákveðinna flugvéla fái flugkennslu á þeirra eigin flugvél
og þá myndi þetta setja skorður á kennslu á heimasmíðuðum flugvélum, listflugvélum
og mjög gömlum flugvélum sem eru frábrugðnar hefðbundnum einkaflugvélum.
Ef tillagan um reglugerðina nær fram að ganga þá mætti flugmaður, sem flýgur til að mynda flugvél á borð við Vans RV-14A, ekki
fá að þjálfa annan flugmann á þá flugvél með sama frelsi og hann hefur gert hingað til nema að sækja um sérstakt leyfi til bandarískra
flugmálayfirvalda og flugmaður, sem hefur keypt sér slíka flugvél, gæti ekki fengið flugmann, sem hefur reynslu á þá flugvél, til
þess að þjálfa sig á hana, án þess að sækja um undanþágu.
Samtök einkaflugmanna og flugvélaeigenda (AOPA), samtökin Experimental Aircraft Association (EAA), General Aviation Manufacturers Association (GAMA) og
National Business Aviation Association (NBAA), hafa sent frá sér bréf til FAA með yfirlýsingu þar sem þessar fyrirhuguðu aðgerðir eru harðlega gagnrýndar og segir í bréfinu að um sé að ræða
óþarfa skrifffinsku og ástæðulausa aðför að einkafluginu og reglugerðir sem eiga ekki við nein rök að styðjast.
Í bréfinu er FAA hvatt til þess að endurskoða ákvörðun sína og kemur fram að óttast er að þessar breytingar eigi eftir að
draga úr flugöryggi vegna þess hversu takmarkað framboð er að flugmönnum sem hafa þekkingu og reynslu til þess að bjóða
upp á þjálfun á sérstakar tegundir af einkaflugvélum.
„Ástæðan fyrir því að FAA er setja skorður á flugkennslu og flugöryggi í Bandaríkjunum er eitthvað sem er mér hulin ráðgáta
og stofnunin hefur ávallt undirstrigað nauðsyn þess að það sé sífellt verið að þjálfa nýja flugmenn á vissar tegundir af einkaflugvélum
til þess að viðhalda kunnáttunni. Þessar aðgerðir munu hinsvegar kúvenda því öllu og takmarka þjálfun og flugöryggi“, segir
Jack Pelton, yfirmaður EAA (Experimental Aircraft Association).
Þjálfun á sérstakar flugvél sem tilheyra öðrum flokki en kennsluvélar hefur í mörg ár farið fram vestanhafs með undir sérstakri reglugerð til þess
að aðgreina slíka þjálfun frá almennri flugkennslu þar sem ekki er litið á flugnemann sem farþega heldur flugmann sem er
að hljóta viðbótarþjálfun en slíkt er gert til að að greina þjálfunina frá flugkennslu þar sem nemandi greiðir fyrir flugkennslu
af flugkennara með flugkennararéttindi.
Uppruna málsins má rekja til ásakanna á hendur fyrirtækisins Warbird Adventures í Flórída sem FAA sakaði um að veita
flugkennslu sem bryti í bága við reglugerðir og ákvað FAA því í vor að koma með drög að hertari reglum varðandi þjálfun á
sérstakar einkaflugvélar og herða einnig reglur um þjálfun fyrir flugmann sem fer fram á flugvél sem er í hans eigu.

Miklar skorður yrðu einnig settar á flugkennslu og þjálfun á heimasmíðaðar flugvélar og listflugvélar
FAA sendi svar við bréfi hagsmunaaðila þann 4. júní þar sem fram kemur að verið sé að leggja drög að nýrri reglugerð
með mun formlegri hætti en sú reglugerð sem hingað til hefur verið farið eftir sem mun setja takmarkanir á þjálfun
og flugkennslu á sérstökum flugvélum.
Í svari frá FAA, sem var sent meðal annars í bréfi til AOPA í Bandaríkjunum, kemur fram að
flugkennari, sem er að kenna á flugvél í sérstökum flokki, og með flugnema um borð sem er að greiða
fyrir kennsluna, brjóti í bága við reglugerðir FAA þrátt fyrir að greiðslan sé fyrir þjálfun en ekki flugið sjálf
en greiðsla fyrir flugferð, sem farþegi, flokkast sem atvinnuflug.
Hagsmunaaðilar sendu þann 8. júní sl. bréf með svari til FAA með fjórum liðum þar sem tilgreind
eru atriði sem grasótin hefur miklar áhyggjur af ef þessar breytingar verða að veruleika.
Þar er meðal annars bent á að í dag séu yfir 40.000 flugvélar sem flokkast sem heimasmíði eða eru
í öðrum flokki en hefðbundnar einkaflugvélar og slíkt myndi orsaka gríðarlegan fjölda af beiðnum
um undanþágur sem FAA þyrfti að vinna úr sem eykur flækjustigið enn frekar.
Þá segir að aldrei áður hafi FAA bannað flugmönnum að fá þjálfun á sína eigin flugvélar sem eru í
mjög sérstökum flokki og er þar um að ræða um 300 flugvélar sem eru á skrá í Bandaríkjunum.
Einnig er bent á að ef bann verður sett á að flugmenn á hefðbundnum flugvélum fái þjálfun á sína eigin flugvélar
án undanþágu verði að veruleika að þá séu ekki til staðar neinar reglugerðir sem tilgreina hvernig
undanþáguferlið virkar og hversu langan tíma það tæki að sækja um slíkt.
„Við verðum að finna lausn á þessum vanda sem allra fyrst. Ég get ábyrgst það að þetta mun ekki taka enda
fyrr en við erum komin með niðurstöðu sem hentar öllum“, segir Mark Baker, framkvæmdarstjóri og formaður
AOPA í Bandaríkjunum.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.