flugfréttir

Grasrótin í stríði við FAA vegna þjálfunar á sérstakar flugvélar

- Skert frelsi til flugþjálfunar á heimasmíði, listflugvélum og gömlum flugvélum

18. júní 2021

|

Frétt skrifuð kl. 14:45

Ef reglugerðin nær fram að ganga verður erfiðara fyrir einkaflugmenn að fá þjálfun á sérstakar flugvélategundir

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af grasrótarsamtökum í fluginu vestanhafs eftir að stofnunin sendi frá sér yfirlýsingu varðandi fyirhugaða innleiðingu á reglugerðum er varðar flugkennslu á ákveðnum tegundum flugvéla í sérstökum flokkum.

Nýja reglugerðin myndi koma í veg fyrir að eigendur ákveðinna flugvéla fái flugkennslu á þeirra eigin flugvél og þá myndi þetta setja skorður á kennslu á heimasmíðuðum flugvélum, listflugvélum og mjög gömlum flugvélum sem eru frábrugðnar hefðbundnum einkaflugvélum.

Ef tillagan um reglugerðina nær fram að ganga þá mætti flugmaður, sem flýgur til að mynda flugvél á borð við Vans RV-14A, ekki fá að þjálfa annan flugmann á þá flugvél með sama frelsi og hann hefur gert hingað til nema að sækja um sérstakt leyfi til bandarískra flugmálayfirvalda og flugmaður, sem hefur keypt sér slíka flugvél, gæti ekki fengið flugmann, sem hefur reynslu á þá flugvél, til þess að þjálfa sig á hana, án þess að sækja um undanþágu.

Samtök einkaflugmanna og flugvélaeigenda (AOPA), samtökin Experimental Aircraft Association (EAA), General Aviation Manufacturers Association (GAMA) og National Business Aviation Association (NBAA), hafa sent frá sér bréf til FAA með yfirlýsingu þar sem þessar fyrirhuguðu aðgerðir eru harðlega gagnrýndar og segir í bréfinu að um sé að ræða óþarfa skrifffinsku og ástæðulausa aðför að einkafluginu og reglugerðir sem eiga ekki við nein rök að styðjast.

Í bréfinu er FAA hvatt til þess að endurskoða ákvörðun sína og kemur fram að óttast er að þessar breytingar eigi eftir að draga úr flugöryggi vegna þess hversu takmarkað framboð er að flugmönnum sem hafa þekkingu og reynslu til þess að bjóða upp á þjálfun á sérstakar tegundir af einkaflugvélum.

„Ástæðan fyrir því að FAA er setja skorður á flugkennslu og flugöryggi í Bandaríkjunum er eitthvað sem er mér hulin ráðgáta og stofnunin hefur ávallt undirstrigað nauðsyn þess að það sé sífellt verið að þjálfa nýja flugmenn á vissar tegundir af einkaflugvélum til þess að viðhalda kunnáttunni. Þessar aðgerðir munu hinsvegar kúvenda því öllu og takmarka þjálfun og flugöryggi“, segir Jack Pelton, yfirmaður EAA (Experimental Aircraft Association).

Þjálfun á sérstakar flugvél sem tilheyra öðrum flokki en kennsluvélar hefur í mörg ár farið fram vestanhafs með undir sérstakri reglugerð til þess að aðgreina slíka þjálfun frá almennri flugkennslu þar sem ekki er litið á flugnemann sem farþega heldur flugmann sem er að hljóta viðbótarþjálfun en slíkt er gert til að að greina þjálfunina frá flugkennslu þar sem nemandi greiðir fyrir flugkennslu af flugkennara með flugkennararéttindi.

Uppruna málsins má rekja til ásakanna á hendur fyrirtækisins Warbird Adventures í Flórída sem FAA sakaði um að veita flugkennslu sem bryti í bága við reglugerðir og ákvað FAA því í vor að koma með drög að hertari reglum varðandi þjálfun á sérstakar einkaflugvélar og herða einnig reglur um þjálfun fyrir flugmann sem fer fram á flugvél sem er í hans eigu.

Miklar skorður yrðu einnig settar á flugkennslu og þjálfun á heimasmíðaðar flugvélar og listflugvélar

FAA sendi svar við bréfi hagsmunaaðila þann 4. júní þar sem fram kemur að verið sé að leggja drög að nýrri reglugerð með mun formlegri hætti en sú reglugerð sem hingað til hefur verið farið eftir sem mun setja takmarkanir á þjálfun og flugkennslu á sérstökum flugvélum.

Í svari frá FAA, sem var sent meðal annars í bréfi til AOPA í Bandaríkjunum, kemur fram að flugkennari, sem er að kenna á flugvél í sérstökum flokki, og með flugnema um borð sem er að greiða fyrir kennsluna, brjóti í bága við reglugerðir FAA þrátt fyrir að greiðslan sé fyrir þjálfun en ekki flugið sjálf en greiðsla fyrir flugferð, sem farþegi, flokkast sem atvinnuflug.

Hagsmunaaðilar sendu þann 8. júní sl. bréf með svari til FAA með fjórum liðum þar sem tilgreind eru atriði sem grasótin hefur miklar áhyggjur af ef þessar breytingar verða að veruleika.

Þar er meðal annars bent á að í dag séu yfir 40.000 flugvélar sem flokkast sem heimasmíði eða eru í öðrum flokki en hefðbundnar einkaflugvélar og slíkt myndi orsaka gríðarlegan fjölda af beiðnum um undanþágur sem FAA þyrfti að vinna úr sem eykur flækjustigið enn frekar.

Þá segir að aldrei áður hafi FAA bannað flugmönnum að fá þjálfun á sína eigin flugvélar sem eru í mjög sérstökum flokki og er þar um að ræða um 300 flugvélar sem eru á skrá í Bandaríkjunum.

Einnig er bent á að ef bann verður sett á að flugmenn á hefðbundnum flugvélum fái þjálfun á sína eigin flugvélar án undanþágu verði að veruleika að þá séu ekki til staðar neinar reglugerðir sem tilgreina hvernig undanþáguferlið virkar og hversu langan tíma það tæki að sækja um slíkt.

„Við verðum að finna lausn á þessum vanda sem allra fyrst. Ég get ábyrgst það að þetta mun ekki taka enda fyrr en við erum komin með niðurstöðu sem hentar öllum“, segir Mark Baker, framkvæmdarstjóri og formaður AOPA í Bandaríkjunum.  fréttir af handahófi

Tveir flugvellir sektaðir vegna notkunar á hitamyndavélum

6. apríl 2022

|

Persónuverndarnefnd hefur sektað tvo flugvelli í Belgíu fyrir brot á persónuverndarlögum er flugvellirnir tóku í notkun búnað sem skimaði fyrir líkamshita í byrjun heimsfaraldursins árið 2020.

Íhuga að færa höfuðstöðvarnar frá Chicago til Arlington

6. maí 2022

|

Sagt er að Boeing sé að íhuga að færa höfuðstöðvar fyrirtækisins frá Chicago til Arlington í Virginíu en þetta er haft eftir dagblaðinu The Wall Street Journal sem vitnað í ónafngreinda heimildarmenn.

Ætla eingöngu að ráða flugfreyjur en enga flugþjóna

2. maí 2022

|

Indverska flugfélagið Jet Airways segist ekki ætla að ráða neina karlkyns flugliða í þeim tilgangi að ná fram sparnaði í hótelkostnað og stefnir félagið á að hafa einungis flugfreyjur um borð og enga

  Nýjustu flugfréttirnar

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

21. júní 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

Asiana Airlines dustar rykið af risaþotunum

16. júní 2022

|

Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

Svara fyrir ummæli forstjórans um þreytu meðal starfsmanna

14. júní 2022

|

Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

Fyrri lendingarkeppnin á Tungubökkum fór fram í gær

10. júní 2022

|

Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm

Herða flugöryggi í Nepal í kjölfar flugslyss í lok maí

7. júní 2022

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa ákveðið að herða flugöryggi og boðað til aðgerða er kemur að flugstarfsemi í vafasömu veðri og takmörkuðu skyggni í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 29. maí síða

90 flugmönnum bannað að fljúga 737 MAX tímabundið

7. júní 2022

|

Indverska lágfargjaldafélagið SpiceJet hefur bannað 90 af sínum flugmönnum að fljúga Boeing 737 MAX þotum eftir að flugfélagið fékk sekt frá indverskum flugmálayfirvöldum vegna annmarka í þjálfun fl