flugfréttir

Skortur á flugmönnum geri vart við sig síðar á þessu ári

- Ekki nógu margir flugmenn verða tiltækir eftir heimsfaraldurinn

22. júní 2021

|

Frétt skrifuð kl. 14:02

Ekki eru allir flugmenn sem eiga eftir að snúa aftur í fyrri störf eftir að þeir hættu í fyrra vegna heimsfaraldursins

Séð er fram á að mikill skortur á flugmönnum blasi við í Bandaríkjunum meðal bandarískra flugfélaga á sama tíma og mikil hröðun hefur átt sér stað í bólusetning við COVID-19 vestanhafs.

Eftirspurn eftir flugmönnum meðal bandarískra flugfélaga tók þveröfuga stefnu nánast á einni nóttu í mars í fyrra þegar heimsfaraldurinn braust út en með bóluefni við kórónaveirunni og afléttingu ferðahafta og takmarkanna hafa bandarísk flugfélög verið að koma ferðaáætlun sinni og leiðarkerfinu aftur í gang fyrir sumarið.

Innanlandsflug í Bandaríkjunum hefur tekið við sér og farþegum hefur fjölgað jafnt og þétt og hafa margir sérfræðingar í fluginu spáð í framhaldið og hvort það stefni í skort á flugmönnum.

Samkvæmt nýrri skýrslu sem bandaríska ráðgjafarfyrirtækið Oliver Wyman hefur birt kemur fram að hlé hafi orðið á flugmannaskortinum vegna heimsfaraldursins og mun flugiðnaðurinn finna fyrir skortinum á ný milli áranna 2023 og 2025. Skýrslan segir að um miðjan áratuginn verði sennilega þörf fyrir 50.000 nýja flugmenn um allan heim en ný spá frá Boeing gerir ráð fyrir að þörf verði fyrir yfir 600.000 flugmenn í heiminum á næstu 20 árum.

Fram kemur að flugfélög í Norður-Ameríku, Asíu og þar á meðal í Kína eigi eftir að finna fyrst fyrir skorti á flugmönnum en í Bandaríkjunum spilar stærsta hlutverkið fjöldi þeirra flugmanna sem eiga eftir að hætta störfum sökum aldurs sem er mun meiri fjöldi en fjöldi nýrra flugmanna sem eru að útskrifast úr flugnámi.

Einnig verður hægt að rekja skortinn til þeirra fjölda flugmanna sem yfirgáfu iðnaðinn vegna COVID-19 og þeirra sem hættu í flugnámi sem var samningsbundið við ákveðið flugfélag (cadet-program).

„Það verða margir sem eiga eftir að hugsa sig vel um áður en þeir ákveða að hefja nám í iðnaði sem eru svona sveiflukenndur. Margir flugmenn eiga eftir að snúa við en aðrir munu velja starf í öðrum iðnaði“, segir í skýrslunni frá Oliver Wyman.

Talið er að sami fjöldi flugfarþega í Bandaríkjunum og var árið 2019 komi til baka milli áranna 2022 og 2025 en sérfræðingar spá því að bataferlið gæti orðið það fljótt að flugfélög vestanhafs verði strax farin að finna fyrir skorti á flugmönnum síðar á þessu ári.

Flugfélög hafa þurft að aflýsa flugi í sumar vegna skorts á áhöfnum

„Með enn fljótara bataferli sem á eftir að eiga sér stað núna strax á þessu ári og miðað við þann fjölda flugmanna sem var sagt upp í fyrra þá stefnir í mjög krefjandi tíma og það einni fyrir stærstu flugfélögin“, segir í skýrslunni.

Þótt að öll flugfélögin hafa beðið í ofvæni eftir að geta byrjað að fljúga á nýjann leik og sjá farþega snúa við um borð í háloftin þá hafa sum þeirra lent í vandræðum með að manna áhafnir og hefur American Airlines til að mynda þurft að fella niður hundruði flugferða í júlí þar sem ekki eru nægilega margir flugmenn tiltækir.

United Airlines hefur einnig áhyggjur af framhaldinu og yfirvofandi skorti á flugmönnum á næstunni en aðaláhyggjuefni Scott Kirby, framkvæmdarstjóra félagsins, er sú staðreynt að bandaríski flugherinn er að þjálfa mun færri flugmenn í dag en hann gerði áður sem gerir það að verkum að færri eiga eftir að ganga í gegnum flugnám með þeim hætti og enn færri nýir flugmenn koma þá leiðina til flugfélaganna í Bandaríkjunum.

„Það er mjög erfitt að verða flugmaður og sérstaklega atvinnuflugmaður á eigin spýtum ef þú ert ekki að fara í gegnum flugherinn“, segir Kirby sem sér fram á töluverðan skort á flugmönnum á næstu árum.

„Í þessum iðnaði höfum við alltaf séð miklar niðursveiflur sem ná sér aftur á strik og eftir 11. september árið 2001 mistókst flugiðnaðinum að grípa til aðgerða til þess að koma í veg fyrir skort á flugmönnum og tryggja flæði af nýjum flugmönnum til flugfélaganna. Erfiðir tímar eru tækifæri til þess að huga að nýsköpun og við eigum að vinna saman að því þróa betri leið til þess að hlúa að flugnámi til framtíðar“, segir Nick Leonditid, forstjóri fyrirtækisins CAE.

Að lokum kemur fram í könnun sem gerð var af fyrirtækjunum Goose Recruitment og Flight Global sem lögð var fyrir 2.600 atvinnuflugmenn í heimsfaraldrinum að aðeins 64% þeirra sögðu að þeir gætu hugsað sér að snúa eftir til starfa sem flugmenn ef þeir fengu tækifæri á því.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga