flugfréttir

Vara við örtröð á evrópskum flugvöllum

- ESB mun taka í notkun stafrænt bólusetningarvottorð á fimmtudag

29. júní 2021

|

Frétt skrifuð kl. 07:23

Farþegar í biðröð á flugvellinum í Faro í Portúgal þann 6. júní sl.

Helstu samtök flugfélaga og flugvalla í Evrópu hafa sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við yfirvofandi ringulreið sem á eftir að skapast í evrópskum flugvöllum á næstu mánuðum þar sem skortur er á samræmi er í gildi varðandi stafræn bólusetningarvottorð.

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA), samtök evrópskra flugfélaga (A4E) auk samtök flugvalla í Evrópu segja að allt stefnir í að mjög langar biðraðir eiga eftir að myndast á flugvöllum ef Evrópulönd undirbúa sig ekki betur er kemur að útgáfu á bólusetningarvottorðum.

Evrópusambandið mun næstkomandi fimmtudag kynna stafrænt bólusetningarvottorð vegna COVID-19 en flugvellir og flugfélög hafa miklar áhyggjur af því hversu tímafrekt það verður ef allir farþega þurfa að framvísa skilríkjunum á flugvöllum.

„Fjöldi flugfarþega á eftir að aukast mikið á næstu vikum og er því mikil hætta á því að ófremdarástand eigi eftir að skapast á flugvöllum í Evrópu“, segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá samtökunum.

Stafrænu vottorðin eru hönnuð til þess að hægt sé að skanna þau með QR-kóða og má með því sjá hvort að viðkomandi farþegi sé bólusettur, sé með mótefni gegn COVID-19 eða hefur neikvæða niðurstöðu úr skimun.

Vottorðin eru hönnuð til þess að farþega geti ferðast til og frá Evrópu frá og með 1. júlí

Olivier Jankovec, yfirmaður Alþjóðasamtaka flugvalla í Evrópu (ACI Europe), segir að það séu of mörg atriði sem geta farið úrskeiðis er varðar upplýsingar og skönnun á vottorðunum og segir hann að samtökin, auk fleiri samtaka í flugiðnaðinum í Evrópu, hafi miklar áhyggjur af því sem á eftir að gerast á fimmtudag og sérstaklega þar sem enn er verið að vinna úr þessum upplýsingum skriflega.

Rafael Schvartzman, yfirmaður IATA í Evrópu, segir að nú þegar taki farþega um 3 klukkustundir að fara í gegnum flugvelli í Evrópu sem áður tók eina til eina og hálfa klukkustund fyrir heimsfaraldurinn.

Schvartzman segir að ef sami farþegfjöldi yrði á evrópskum flugvöllum í dag líkt og var fyrir tíma COVID-19 myndi það taka farþega allt að 8 klukkustundir að í gegnum flugvelli miðað við ástandið í dag.  fréttir af handahófi

Tuttugu og fimm Boeing 737-800 fraktþotur á leið til Bluebird

3. ágúst 2021

|

Íslenska fraktflutningaflugfélagið Bluebird Nordic stefnir á að stórauka umsvif sín og þrefalda afkastagetu félagsins á næstu þremur árum.

Vilja gera Sádí-Arabíu að einni stærstu tengiflugsmiðstöð heims

5. júlí 2021

|

Stjórnvöld í Sádí-Arabíu hafa ákveðið að taka stórt skref í því að efla ferðamannaiðnaðinum þar í landi til þess að laða að fleiri ferðamenn og verður einn stærsti liðurinn í því stofnun nýs flugfél

Delta íhugar pöntun í 737 MAX

24. september 2021

|

Delta Air Lines segir að enn komi til greina að leggja inn pöntun í Boeing 737 MAX þoturnar en flugfélagið er eina félagið af fjórum stærstu flugfélögum Bandaríkjanna sem hefur ekki pantað Boeing 737

  Nýjustu flugfréttirnar

United sektað um yfir 240 milljónir vegna seinkana

27. september 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sektað United Airlines um 1.9 milljón Bandaríkjadali eða sem samsvarar 243 milljónum króna vegna seinkana þar sem farþegar þurftu að bíða um borð í flugvélum á

Delta íhugar pöntun í 737 MAX

24. september 2021

|

Delta Air Lines segir að enn komi til greina að leggja inn pöntun í Boeing 737 MAX þoturnar en flugfélagið er eina félagið af fjórum stærstu flugfélögum Bandaríkjanna sem hefur ekki pantað Boeing 737

Play bætir Amsterdam við leiðarkerfið

24. september 2021

|

Flugfélagið Play hefur bætt við nýjum áfangastaði í leiðarkerfið sem er Amsterdam en félagið mun byrja að fljúga á Schiphol-flugvöllinn í desember.

Skortur á flugmönnum næsta krísa sem blasir við í fluginu

22. september 2021

|

Eftir að flugfélög víða um heim fara senn að rísa upp úr þeirri krísu sem hefur legið yfir fluginðainum vegna heimsfaraldursins þá vofir yfir önnur tegund af krísu sem er skortur á flugmönnum.

Sex gamlar Boeing 757 þotur á leið til nýs flugfélags í Alaska

22. september 2021

|

Nýtt bandarískt flugfélag í Alaska, sem verið er að stofna, hefur tryggt sér sex Boeing 757 þotur úr flota American Airlines en nýja flugfélagið verður dótturfélag flugfélagsins Ravn Alaska.

Leiðarkerfi Emirates til Ameríku að nálgast það sem var árið 2019

20. september 2021

|

Emirates stefnir á að fljúga 90 prósent af öllu leiðarkerfi sínu sem félagið flaug til í Bandaríkjunum fyrir heimsfaraldurinn og það fyrir desember á þessu ári.

Jet Airways stefnir á endurkomu eftir áramót

13. september 2021

|

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur gert enn önnur áformin um að hefja flugrekstur á ný og er þetta þriðja tilraunin sem gerð verður til þess að koma starfsemi félagsins aftur í gang.

Heathrow kallar enn eftir aðgerðum til að auka flugumferð

13. september 2021

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London kallar enn og aftur eftir nýjum og skipulagðari takmörkunum á ferðalögum fyrir flugfarþega en enn hefur farþegum ekki náð að fjölga að neinu ráði um Heathrow-f

Wizz Air í viðræðum um pöntun á allt að 100 þotum frá Airbus

10. september 2021

|

Ungverska lágfargjaldaflugfélagið Wizz Air er sagt eiga í viðræðum við Airbus um risapöntun í að minnsta kosti 100 farþegaþotur til viðbótar.

Widerøe hefur áætlunarflug til Færeyja

7. september 2021

|

Norska flugfélagið Widerøe flaug á dögunum sitt fyrsta áætlunarflug til Færeyja en félagið mun fljúga tvisvar í viku til Vágar frá Bergen í Noregi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00